Blóm vikunnar Burnirót

nullBurnirót vex um land allt. Það er einkynja, karlblómin eru gul en kvenblóm rauð. Þessi þykkblöðungur er algengari þar sem erfiðara er aðkomu fyrir sauðfjárbeit t.d. á sillum. Þessi teygði sig í átt til sólar inn af Flám í Kollumúla, Stafafelli í Lóni þann 6. júlí 2004.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

......og kemur alls staðar hér upp í garðinum. Sérlega er hún myndarleg á gamla Grenjaðarstaðarbænum. Gleðilegt ár

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Fishandchips

Foreldrar mínir bjuggu á Stafafelli í Lóni ca. 1950-1960.  Allavega er einn bróðir minn fæddur þar.

Fishandchips, 4.1.2008 kl. 04:35

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ginseng norðursins - merkileg planta og má segja vannýtt hér á landi. En hver er tengingin við stjórnmál og samfélag?;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.1.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

H - Sömuleiðis

F -  ...þú ert sennilega Eggertsdóttir, Smáratúns, Fljótshlíðar?

Á - Viljum við ekki öll blómum skreytt samfélag? Man að Pierre Trudeau forsætisráðherra Kanada var alltaf með rauða rós í barminum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.1.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott planta!!

kveðja frá Sigurðardóttur, Selfoss - Íslands

Hrönn Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband