Í lykilstöðu

IngibjörgHelstu tíðindi síðasta árs voru þau að Samfylkingin er komin í lykilstöðu bæði í borginni og landsmálum. Margt bendir til að flokkurinn sé meira gildandi heldur en samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins hafa verið. Ástæða þess er trúlega sú að flokkurinn er stærri en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, sem voru helstu samstarfsaðilar síðustu aldar.

Í síðustu stóru skoðanakönnun bætti Samfylkingin við sig fylgi um fjögur prósent. Það er óvenjulegt að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins tapi ekki fylgi. Það skýrist að verulegu leyti af því að flokkurinn hefur verið skapandi og áberandi hluti af samstarfinu. Auk þess er fátt um aðra fína drætti fyrir félagshyggjufólk. Flokkarnir í stjórnarandstöðu eru litlir og engin samstaða er hvorki á milli eða innan þeirra um málefni.

DagurFramsóknarflokkurinn þó lítill sé virðist klofinn og sundurleitur. Guðni og Bjarni stefna á vit fornmanna í afdölum en Valgerður og Björn Ingi vilja leggja áherslu á að byggja upp fylgið í borginni og vera vakandi um hag Íslands í þeirri gerjun sem á sér stað í Evrópu. Vinstri grænir spila þreytta plötu eilífrar andstöðu með Steingrím og Ögmund sem skífuþeytara. Öflugar konur bíða þar hinsvegar síns tíma, að taka við stjórnartaumum. Ég hef trú á að þær séu aldar upp í umhverfi Röskvu og Reykjavíkurlista og muni ekki glutra niður tækifæri eins og gafst á síðastliðnu vori.

Myndun nýs meirihluta í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar voru óvæntustu tíðindi ársins. Þessari lykilstöðu sem flokkurinn er kominn í á landsvísu og í borgarmálum fylgir ábyrgð. Mikilvægt er að flokkurinn haldi góðum tenglum við grasrót og bakland, sem og að gefa ekkert eftir í málefnalegum áherslum í anda jöfnuðar og mannréttinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband