Blóm vikunnar Smjörgras

nullJanúar og febrúar eru mánuðir umhleypinga og fannfergis. Þessa dagana þekur snjórinn landið og verðbréfin falla hratt í verði. Þá er kjörið að láta hugann reika til hækkandi sólar og betri tíðar, er smjör mun drjúpa af hverju strái. Smjörgras finnst einkum í grónum brekkum og hlíðum til fjalla. Það er algengt inn til landsins því það getur vaxið í allt að 1000 metra hæð. Þessi planta var í tæplega 700 metra hæð í norðanverðum Vesturdal, Stafafelli í Lóni, þann 6. júlí 2004.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ilmur af sumri

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega -Góða vakt Hólmdís- Ertu ekki meira og minna í einhverri vaktavinnu í hjúkruninni?

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.1.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú en nú er ég í fríi

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 00:10

4 identicon

Passaðu þig Gunnlaugur að beina ekki of erfiðum athugasemdum að Hirti (Sveiflan), því þá lokar hann kannski á þig eins og mig.

Gísla Frey er heldur ekkert um svona D-menn eins og mig gefið. 

olof magnusson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: HP Foss

Ja, flest er það nú sem sprettur þarna austur frá sveitungi sæll ! Getur verið að þetta sé sama blómð og kallað er Smjördís, hér syðra og er skaðvaldur?

Síðukveðjur.

HP Foss, 18.1.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ólöf - Já við fengum ekki upp hjá Hirti hver væri skoðun hans á málinu, en ég er hissa ef hann lokaði á þig. Hélt hann hefði marga fjöruna sopið og væri því vanur því að það væru ekki allir á sama máli.

Helgi - Þegar þú nefnir sveitungi þá ber þess að geta að ég sá í fréttabréfi Skaftfellingafélagsins, að þú varst í áhrifastöðu í því félagi. Varðandi smjördísir og húskarla, þá hafa þeir lítið truflað mig í seinni tíð. Það er vel.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.1.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband