Vatnið er grunnurinn

VatnMosi

Ef maður vill tæma hugann og upplifa hreinleika þá er fátt sem laðar betur fram þá tilfinningu en að hlusta á rennandi vatn. Mín fjallalind er Víðidalsá í Lóni, sem mér finnst öllum öðrum tærari. Þar hef ég oft fengið mér sundsprett með göngufélögum á sumrin ef það er sól og hlýtt í lofti. Áin er köld, að koma úr snjósköflum í nokkurra hundruð metra fjarlægð.

Mestu verðmæti okkar hér á landi er hið tæra vatn, þó að okkur finnist stundum óþarflega mikið af því falla af himnum ofan. Til forna skiptu menn grunneiningum heimsins í eld, loft, mold og vatn. Það er mikill sannleikur í því enn í dag. Það er eitthvað sérstakt við alla þessa fjölbreytni vatnsins. Við áttum á tímabili tvo Kanarífugla og þeir fóru alltaf að syngja þegar skrúfað var frá vatni eða að rigndi á þakið.

Vatn er einn besti svaladrykkurinn. Mikilvægt er að í skólum og fjölmennum vinnustöðum sé gott aðgengi að vatnshönum. Það er samt líkt og með margt annað að neysla vatns þarf að byggja á réttri vitund um þorsta. Þannig hefur komið í ljós að það skilar engum ávinningi að þamba einhverja 1-2 aukalítra á dag til að hreinsa líkama eða heilsueflingar. Allt hefur sitt jafnvægi.

 

VatnKlaki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er rétt hjá þér! Það er ekkert sem kemur mér til að slaka betur á en rennandi vatn

Flottar myndir hjá þér af vatni í ýmsum formum. Án vatns ekkert líf

Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband