Hjólastólarallý

Grjót&malbik

TorfærustóllVerið er að byggja upp malbikað ferlíki á bökkum Varmár sem heitir í skipulagi göngustígur, en í útfærslu minnir miklu frekar á lagningu akvegar. Uppbyggður allt að fjórum metrum og þriggja metra breiður. Þessi ofvaxni stígur mun eyðileggja landslag og upplifun á því litla belti sem haldið hefur verið eftir upp með Varmá. Sá eini sem stigið hefur fram til varnar þessari framkvæmd á því sem heitir göngustígur á aðalskipulagi, en í útværslu er miklu frekar braut, er Karl Tómasson. Forystumaður vinstri grænna telur að fórna megi náttúruvernd vegna þeirrar röksemdar að tryggja þurfi aðgengi fatlaðra.

Stóll2Veit ekki hvort að breyta eigi ímynd Mosfellsbæjar frá því að vera "sveit í borg" í það að vera með bestu hjólastólabraut landsins. Held að það sé ekki hægt að láta þessa hagsmuni koma niður á öðrum gæðum og þeirri mjóu ræmu sem tekin er frá undir hverfisvernd. Ég tel að eldri malarstígarnir upp með Varmá hafi verið mjög vinsælir, en þeir voru að stórum hluta byggðir upp af umhverfissamtökunum Mosa fyrir rúmum áratug. Nú eru það ekki umhverfisaðilar sem hafa mótandi áhrif, heldur verktakar sem eiga mikið af trukkum og gröfum. Menn sem vilja láta verkin tala innan verndarsvæðisins.

Stóll4Ef málið snýst um aðgengi fatlaðra og að það sé erfitt að koma hefðbundnum hjólastólum með mjög litlum dekkjum eða rafskutlum eftir þeim stígum sem látnir hafa verið laga sig að landslagi og hafa náttúrulegt undirlag, þá hefði verið skynsamlegra að kaupa nokkra hjólastóla hannaða til aksturs utanvega- eða utanmalbiks. Leitaði að gamni mínu á netinu og töluvert er um hönnun og lausnir á þessu sviði. Það geta ekki verið mannréttindi fatlaðra að láta eyðileggja verndarsvæði. Mun ódýrari og eðlilegri lausn er að samfélagið taki þátt í að styðja kaup eða leigu á þeim farartækjum sem duga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Keyrði í gegnum Álafosskvosina áðan og keyrði á jeppanum eftir "göngustígnum" langleiðina upp að Reykjalundarskógi. Úr því sem komið er sé ég engan mun á því að breyta þessum hringstíg í akveg um hverfið. 

Það voru þrír útlendingar að taka myndir af fossinum. Mannanna verk til skammar báðum megin við. Frágangur á plani við gamla verksmiðjuhúsið öðru megin og nú uppbyggð braut verða inn á öllum myndum af fossinum til framtíðar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð hugmynd þetta með hjólastólana!

Tek að öðru leyti ekki afstöðu, þar sem mér er málið ekki skylt nema að því leyti að vera umhvefissinni, en ekki hljómar lýsing þín vel og dettur manni í hug máltækið að fyrr megi nú rota en dauðrota. Varla er umferð hjólastóla þarna svo mikil að það þurfi tvíbreiða braut fyrir akstur í báðar áttir? Mig grunar eins og þig að sjónarmið einhvers gröfueiganda hafi þarna orðið ofan á. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Fjarki

Ég bý ekki lengur í Mosó en mér þykir vænt um bæinn.

Ég hef ekki séð þennan göngustíg en ég veit hinsvegar að það sama á við um hjóla stóla og barnavagna oft á tíðum. Malarstígar, Kurl stígar eru ekki mjög hentugir fyrir hvort sem um ræðir.

Ég notaði hinsvegar mikið malbikaða stíga frá Leirutanga og að Grafarvogi með mikilli ánægju. Gangandi, skokkandi,hjólandi og á línuskautum og naut útivistar.

Náttúruverndin sem um er rædd er kannski sú að fæla fólk frá náttúrunni með svo náttúrulegum stígum að ekki sé hægt t.d. að renna sér á línuskautum á bökkum árinnar ? 

Ég á svolítið erfitt með að sjá þessi rök að ekki megi malbika og setja jafnframt snyrtilega í umhverfið.

Það hefur verið gert víða!

Nema að ætlunin að þetta sé reiðstígur eða fyrir sérstaklega útbúið göngufólk? 

Þá þarf bara að breyta nafninu á þessum stíg og allir sáttir!! 

Fjarki , 21.2.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Stattu þig Gunnlaugur. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.2.2008 kl. 21:30

5 identicon

Sæll Fjarki,

það er ekki nokkur spurning að það er nauðsynlegt að malbika leiðir í þéttbýli þar sem fólk ferðast með vagna, á hjólum eða línuskautum og þessháttar.  Það sem hér um ræðir í þessu tilfelli er að Varmá  er skilgreind sem verndarsvæði í skipulagi og því er óskiljanlegt að menn skuli ganga fram með þeim hætti að grafa upp jörðina á bökkum árinnar til að leggja malbikaðan stíg.  Ef þörf er á slíku umferðarmannvirki á þessum stað hversvegna er þá stígurinn ekki hreinlega hafður lengra frá árbakkanum, þá værið málið dautt. 

Málið er að það má ekki lengur byggja hús of nálægt Varmá og því er ljóst að ef landeigandinn ætlar sér að hámarka hagnað sinn af landinu þá reynir hann að leggja stíginn eins nálægt ánni og kostur er því ljóst er að hann fengi aldrei leyfi fyrir lóð ármeginn við stíginn..  Þannig að sá sem græðir á því að brjóta skipulag um náttúruvernd er landeigandinn.

Það sem vekur furðu mína er ekki að landeigandi vilji græða og hunsi náttúrna, það er að skipulagsyfirvöld bæjarins sem eiga að vera sá aðili sem passar upp á að menn fari að skipulagi skuli leyfa framkvæmdina á þennan hátt.

Það er þegar malargöngustígur þétt meðfram ánni og engin rök fyrir því að það vanti malbikaða braut svo nálægt önnur en þau að fermetri byggingarlands er um 30,000 kr á þessum stað og eftir miklu að slægjast.

Ég á sjálfur byggingarlóð sem liggur að Varmá en ég fékk skýr fyrirmæli þess að ég verð að halda mig einhverja tugi metra frá ánni með framkvæmdir, nú ef að allir eru jafnir hér í sveit, bæði jón og blanki jón, þá er aldrei að vita nema ég fái að byggja við ána áður en malbikunarhraðlestin nær stæðinu.

 Kveðja,  Ólafur í Hvarfi

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er spurning um það hvað við viljum ganga langt. Persónulega finnst mér að innan verndarbeltisins, 50 m meðfram Varmá eigi að vera úr náttúrulegu undirlagi, helst eins og er hinum megin Varmár. Nú ef það er almennt viðhorf að slíkan stíg eigi að malbika sem ég er ekki viss um, þá væri hægt að útfæra um meters breiðan malbikaðan stíg sem að lagar sig smekklega að landslagi og er haldið í töluverðri fjarlægð frá ánni. Það er rangt hjá Finni skipulagsfulltrúa að stígurinn fari hvergi nær Varmá en 16 m. Eins og þið sjáið að ofan Álafoss á móts við Álanes er hann á löngum kafla rétt hjá árbakkanum eins og myndirn hér að ofan sýnir. Brautin skyldi maður segja, en ekki stígur, liggur um fimm metra frá Álafossi (mæli það á morgun) þessu höfuðtákni bæjarins. Þeir sem styðja það að stígur svona nálægt Varmá, styðja að stígurinn sé malbikaður og þriggja metra breiður, styðja það að margara metra malaruppbyng sé sett í undirbyggingu eru hreint og klárt umhverfisníðingar í mínum huga. Þeir eru eins og fílar í póstulínsbúð.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Frábær færsla hjá þér Ólafur. Þú útskýrir vel ástæðu og eðli málsins. Mér brá svo mikið að sjá þetta. Fannst eins og vinna okkur með stofnun samtakanna til verndar þessu útivistar- og verndarbelti hefði minna en engu skilað. Bærinn og verktakinn væru bara eins og þursinn sem reis alltaf upp aftur með enn fleiri hausa.  Þó það sé ekki eftirsóknarvert að vera einhver öldubrjótur í þessum málum til lengdar, þá varð ég að deila upplifun minni og vonbrigðum. Jafnvel þó vitað væri að einhverjir gripu til vopna á persónulegu nótunum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2008 kl. 00:43

8 identicon

Ég veit eiginlega ekki Gunnlaugur hvað skal segja um þetta mál svona í heildina.... þetta er að verða spurning um hvort að skipulagsyfirvöld bæjarins eigi hreinlega að ganga hreint fram og leggja niður verndunarskilgreiningu Varmárumhverfis í stað þess að standa í þessum leikaraskap, það væri að minnsta kosti heiðarleg afstaða þó maður sé ekki endilega sammála henni.... og í leiðinni að breyta slagorðinu sínu   "Sveit í Borg" í  "Borg í Sveit".

Persónulega held ég að þessi barátta sé þokkalega vonlaus, í það minnsta þegar maður sér það sem nú er í framkvæmd og er vonbrigði fyrir þá sem láta sér málið varða.  Þetta pirrar  óneitanlega og geri ég mér grein fyrir að sú sveit sem ég heillaðist af hér áður er að breytast í borgarhluta.   Kannski er maður bara að eldast og vill hafa hlutina eins og þeir voru.

Þú virðist vera eldhugi og hugsjónamaður, nú og líklega samfylkingarmaður sem hefur svolítið gaman af því að lemja  á mótherjanum ;).....  en það þarf slíka menn til að hreyfa við hlutum og ekki alltaf vegur til vinsælda.... annars sýnist mér þú ekki taka þessu persónulegu átök mikið inn á þig og solar plexus  spennulaus....   þú virðist nú bara hafa nokkuð gaman af þessu öllu saman og kryddið í skammdeginu  að rugla smá í Kalla og fá viðbrögð frá sjálfskipuðu varnarmálaráðfrúnni :)

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband