Blóm vikunnar Blóðberg

nullBlóðberg vex um allt land, einkum á þurru mólendi og melum Það er gott sem krydd enda náskylt tymian kryddi. Til fjalla er gott að krydda lambalærið á grillið með blóðbergi, einiberjum og söxuðu birkilaufi. Einnig er það ágætt í te. Þetta blóðberg var um miðjan júlí 2005 á mosavöxnum áreyrum skammt frá Dímu í Lóni. En það er klettaborg á miðjum Jökulsársandi og er meginpunktur í landamerkjum milli Stafafells og Þórisdals. Ágreiningur var um landamerki milli þessara jarða fyrir um fjörutíu árum, en að lokum sættust aðilar á að miða við klettaborgina. Hvorugur gat þó unað hinum að eiga Dímuna. Afi minn stakk þá upp á að hún yrði gefin Náttúruverndarráði. Það varð niðurstaðan, en á yfirliti um náttúruvætti hjá Umhverfisstofnun er hún tilgreind. Fáir vita þó forsöguna hvernig Díma varð að einu helsta fyrirbæri náttúruverndar á Austurlandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Blóðbergið yndislegt en mér finnst ég þurfa ansi mikið af því ef ég nota það á læri, fæ hálfgert samviskubit að að taka það.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt blóm! Svo er svo góð lykt af því......

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband