Opinber laun og fríðindi

PállSérkennileg málaferli eru í uppsiglingu þar sem Páll Magnússon hefur vísað niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til dómstóla. Hann sættir sig ekki við þá niðurstöðu að honum beri að gefa upp laun dagskrárstjóra sinna. En áður hafði Umboðsmaður Alþingis í tengslum við laun útvarpsstjóra sjálfs úrskurðað að upplýsingar um föst laun opinberra starfsmanna eigi að vera aðgengilegar.

ÁrniÞetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, en litlu aftar í blaðinu er sagt frá öðru máli sem að er svipaðs eðlis um upplýsingar um notkun ráðherra á kortum ráðuneyta. Aðstoðarmaður Umboðsmanns telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar, en fjármálaráðherra Árni Math svarar; "Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu".

Mona Sahlin þurfti að segja af sér í Svíþjóð vegna þess að hún hafði greitt hluti til einkanota með greiðslukorti ráðuneytis. Mikilvægt er að hér ríki aðhald líkt og annars staðar. Opinber laun og fríðindi eiga að vera opinber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Magnússon

Já það er nú aldeilis mikilvægt að við verðum eins og Svíar.

Hrannar Magnússon, 15.3.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Svíþjóð er ein af ágætum frændþjóðum, en mér fannst merkilegt að sjá hversu Páll og Árni brugðust neikvætt við því að verða við úrskurði um upplýsingaskyldu varðandi laun og fríðindi.

Mér finnst þetta ohf á Ríkisútvarpinu vera hálfgerð sýndarmennska. Verið að búa til svigrúm á að nokkrir einstaklingar séu í einhverjum forstjóraleik frekar en að skilgreina hið menningarlega erindi og hlutverk þess. - Það eina sem réttlætt getur tilveru þess.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það eru merkileg viðbrögð þessara starfsmanna okkar.  Páli finnst líklega að hann sé að reka einkafyrirtæki Þorgerðar Katrínar.  Þess vegna komi þjóðinni ekkert við hvernig farið er með peningana.

Það er líka athyglisvert að Árni Math. skuli tala um kortanotkun ráðuneyta sem "SUBBULEGT" mál. Ef allt væri í lagi með notkunina væri enginn subbuskapur á ferðinni. En hann hefur þegar svarað erindinu. Einungis eftir að fá að vita hver subbuskapurinn er og hvað hann kostar þjóðina mikið.

Guðbjörn Jónsson, 15.3.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega, hvað hafa þeir að fela ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað eiga laun opinberra starfsmanna að vera opinber.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2008 kl. 18:44

6 identicon

Páll Magnússon,er ofverndaður embættismaður af menntamálaráðherra,hef áður sagt það.En að hugsa sér hvað dýralæknirinn úr Hafnarfirði lætur út úr sér,sýnir enn og aftur hve hann er algjörlega vanhæfur sem fjármálaráðherra.

Jensen (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband