Mörk Vatnajökuls

258743ARíkið hefur reynt að festa niður mörk Vatnajökuls, bæði vegna stofnunar þjóðgarðs og út af þjóðlendumálum. Merkilegustu landamerki sem innleidd hafa verið hér á landi og órökrænustu voru ákvörðuð af Óbyggðanefnd og ganga út á að miðað sé við "jökuljaðar eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1998".

Helgi Björnsson jöklafræðingur hefur spáð því að jöklar upp af Lóni verði að mestu horfnir á Stafafellnæstu þrjátíu árum. Það verður því skondið að sjá á kortum hlykkjóttar línur sem afmarka ríkislendur. Fólk spyr hvernig ríkið eignaðist þetta land. Svarið væri á þeim nótum að árið 1998 hafi verið frekar snjóþungt! Skynsamlegri landamerki væru að miða við vatnaskil eða snjólínu jökuls eins og hún er hverju sinni.

Snjólög 1998 ásamt skorti á þúsund ára sögusögnum um ferðir með kvígur dugar til að eigna ríkinu land, en þinglýsingar og fjögur hundruð ára skjalfest eignarsaga dugar ekki til að jarðir haldi rétti sínum. Einhverjir kunna að halda að störf Óbyggðanefndar skýri og einfaldi mál tengd eignarhaldi á landi. En það er þveröfugt. Ný hugtök og viðmið gera þau flóknari og kalla á ný málaferli.


mbl.is Jöklar hopa hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Gunnlaugur. Vitleysan í kringum þessi þjóðlendumál er algjör. Sama hvar er borið niður.

Þórir Kjartansson, 16.3.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru komnar hundruðir milljóna í þetta og vinnan eykur ágreining í stað þess að vera leið sátta. Landfræðilegar forsendur, gömul viðmið um vatnaskil, dali og ár víkja fyrir geðþótta strikum út og suður. Landamerki Stafafells í Lóni fylgja að stærstum hluta hreppa og sýslumörkum. Allt á vatnaskilum. En óendanleg sönnunarbirgði lögð á landeigendur um að sýna fram á hvernig jarðamörkin urðu til á meðan engin veit hvernig hreppa og sýslumörkin urðu til. Ójafn leikur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.3.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er spurning um Strassborg?

Baldur Kristjánsson, 16.3.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband