Einangruð sveit

Hvalnesskridur3Erfiðir fjallvegir við Eystra- og Vestra-Horn hafa um aldir einangrað sveitina Lón. Lónsheiði var lokuð stóran hluta úr vetri þegar ég er að alast upp í hinni fögru sveit. Vegur um Almannaskarð var ruddur vikulega til að tryggja að "kaupfélagsbíllinn" kæmist með vörur frá Höfn á bæina. En vegurinn að Hvalnesi gat verið ófær vegna snjóþyngsla vikum saman, en stundum var mögulegt að keyra þangað á ísilögðu Lóninu. Því varð heimilisfólk þar að birgja sig upp af vistum í kringum áramótin.

Göng undir AlmannaskarðÁ Jónsmessu árið 2005 voru opnuð göng undir Almannaskarð sem rufu einangrun sveitarinnar að vestan eða sunnan. Fyrir rúmum tuttugu árum var vegurinn um Lónsheiði lagður með vegagerð út fyrir Eystra-Horn um Hvalnes- og Þvottárskriður. Samkvæmt rannsóknum er það mjög kostnaðarsamt að gera þann veg þannig að líta megi til hans sem öruggs heilsársvegar. Mikið grjóthrun á sér stað niður á vegarstæðið og oft eru aftakaveður á leiðinni.

Á samgönguáætlun (vegaáætlun) 2007 til 2018 voru sett inn göng undir Lónsheiði. Ekki er vitað hversu mörg ár eru þangað til byrjað verður á þessari framkvæmd. En það hlítur að teljast brýnt verkefni að losna við slíka stórvarasama kafla á hringveginum ekki síður en að tengja saman byggðakjarna með jarðgangnagerð. Innan ekki langs tíma má gera ráð fyrir að með glæstum dyrum sitt hvoru megin verði einangrun Lónssveitar endanlega rofin. En fámennt er orðið í sveitinni og sennilega verður kaupfélagsbíllinn þá hættur að flytja pakka á bæina.


mbl.is Vegi lokað um Hvalsnes vegna mikils sandfoks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta eru auðvitað stórhættulegir vegir sem þarf að losna við.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 01:43

2 identicon

og það rettlætir 1 milljarð i göng en ekki er hægt að tvöfalda suðurlandsveg

snjokall (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband