20.4.2008 | 11:24
Nýjan dagskrárstjóra
Það munar ansi miklu á yfirlýsingu Geirs Haarde frá því í gær um að upptaka evru og aðild að ESB komi ekki til greina og niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins í dag, þess efnis að tæp 70% íslensku þjóðarinnar vilja hefja umsóknarferli sem gæfi af sér drög að samningi til þjóðaratkvæðis.
Samfylkingin verður að standa fast á sínum stefnumálum sem að eru í miklum samhljómi við væntingar kjósenda. Í gær var flokkurinn með glæsilega ráðstefnu "kvótakerfi á krossgötum". Þar sem áhersla var á nauðsyn þess að taka tillit til niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í dag sjáum við muninn á stefnu forsætisráðherra gærdagsins og framtíðarsýnar þjóðarinnar í Evrópumálum.
Í báðum þessum málum þarf flokk sem að er eins afgerandi og mögulegt er. Þingflokkur og ráðherrar Samfylkingarinnar geta ekki látið eins og þau séu "innmúruð" í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru grundvallarmál þar sem jafnaðarmenn hafa unnið vel heimavinnuna. Ef eitthvað á að vera á dagskrá þá eru það þessi mál.
Það þarf einfaldlega að skipta um dagskrárstjóra, ef hann er með ómögulega efnisskrá. Lýðræðið og vilji kjósenda þarf að verða partur af prógramminu.
![]() |
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2008 kl. 00:35 | Facebook
Athugasemdir
Vel að orði komist.
Hrannar Baldursson, 20.4.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.