Þekkirðu vélstjórann sem varð lítil hafmeyja?

Þessi maður hér á myndinni var í gönguferð hjá mér fyrir nokkrum árum. Hann hafði verið í ein 30 ár vélstjóri hjá Eimskip en breyttist þarna á fögrum sólardegi í hafmeyju við fossinn Dynjanda í Víðidalsá, Stafafelli í Lóni.

Man ekki hvað hann heitir, en hefði gaman af að senda honum þessa mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Gunnlaugur

Á dögunum rakst eg á kort þar sem sýnd voru jarðhitasvæði sem bíða nánari athugunar. Athygli mína vakti svæði austan við Vatnajökul þ.á m. Lónsöræfi. Er þarna ekki skýringin á ágengni ríkisvaldsins á hendur bændum, sveitarfélögum og öðrum landeigendum að hafa upptæk lönd af þeim í anda n.k. kommúnisma sem ekki má nefna rétta orðinu heldur skreyta undir nýyrðinu „þjóðlendu“ sem auðvitað enginn veit hvað er nema auðvitað þeir sem hófu „ofsóknirnar“. Hvet þig eindregið til sóknar og dugar ekki minna en stórsókn með fullri atorku!

Vélstjóra þennan kannast eg ekkert við en samlíkingin við hafmeyju eða öllu heldur hafmann er skrambi góð!

Bestu kveðjur og stillum skotunum okkar í Mosó í rétta átt. Við þurfum að stilla miðunum betur, spara þau og nota í þarflegri baráttu, - ef þú hefur áhuga!

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 13:58

2 identicon

Þið eruð nú svolítið líkir... eða er það kanski bara af því þið eruð báðir komnir af öpum? ;) Glory glory hallelujah! Hilsen!

uppáhalds nemandinn þinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðjón ég á einhvers staðar ótrúlega góða mynd af þér þar sem þú færð þér kríu út í náttúrunni í göngunni okkar góðu hér um árið.

Hæ uppáhalds - við eigum eftir að ná sterkum tengslum við almættið nú um Hvítasunnu. "Hann" gæti verið á bak við þróunina, eins og ég er margoft búin að segja þér. Það er okkur mikill heiður að vera skyld öpum og vera hluti af þessari DNA heild sem myndar lífríkið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.5.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband