Helgarlagið Magalenha

Samba er þjóðardans Brasilíu og þar blandast áhrif frá Portúgal, Afríku og innfæddum indjánum. Portúgalir vildu á nýlendutímanum nýta hlýtt loftslag landsins til akuryrkju meðal annars framleiðslu á sykri og kaffi. Innfæddir gengust ekki undir þessi skilyrði og voru að mestu þurrkaðir út með hervaldi og sjúkdómum hvíta mannsins. Í stað þeirra fluttu portúgalir svertingja til að vinna á ökrunum. Út úr þessum suðupotti kynþáttablöndunar varð til Brasilísk menning. Dansinn er í hugum fólks nátengdur kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og víðar um landið.

Einn frægasti tónlistarmaður Brasilíu er Sergíó Mendes en hann ætlaði sér ungur að verða klassískur píanóleikari, en varð snemma fyrir jazz áhrifum og lenti inn í upphafi bossa nova tónlistar í Brazilíu, sem að má segja að sé samba undir jazz áhrifum. Mendez spilaði með mörgum bandarískum tónlistarmönnum bæði í Brasilíu og Bandaríkjunum, þar á meðal iðulega með Herb Alpert og síðar með Stevie Wonder. Þekktasti smellur hans með hljómsveit sinni Brasil 66 var Mas Que Nada sem að var endurútgefin 2006 með Black Eyed Peas.  Þekktasta lag hans flutt af öðrum er trúlega  I´m never gonna let you go.

Látum lag hans Magalenha með hljómsveitinni Elektra vera helgarlagið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband