Aumingja karlarnir

Hún; "Guðmundur í Byrginu fékk þriggja ára dóm!" Hann; "Frábært, það var gott!" Á þennan veg voru samræður vinnufélaga í vikunni. Viku sem var full af ofbeldi og kynlífi. Hrollvekjandi umræða þar sem karlar hafa bæði orðið uppvísir og grunaðir um beitingu valds og styrks til að koma fram vilja sínum. Við fáum nákvæmar lýsingar af allri atburðarás. Hversu hátt var til lofts í kompunni í Austurríki, ferilskrá háskólakennara í Reykjavík, salernisferðum hjá kórstúlkum á Selfossi og kristilegu sáðláti í Grímsnesinu. Hvað eigum við að gera með allar þessar upplýsingar sem menga og eitra, einar og sér? Flestir nota þær til að dæma. Þannig sogumst við með stemmingunni og förum að gleðjast yfir refsingunni líkt og tíðkast í Bandaríkjunum, þegar fólk hópast saman á aftökustað og fagnar þegar tilkynnt er að dauðarefsingu hafi verið fullnægt.

Viðkvæði konu minnar í þessu regni frétta af misbeitingu karla hefur verið; "Ég vorkenni körlum". Vissulega eru hliðarnar á sjúkleikanum sem þarna birtist tvær. Mennirnir eru aumingjar að koma fram með þeim hætti sem þeir hafa gert, en þeim er líka vorkunn að ná ekki að gegna sínum störfum og hlutverkum án þess að kynorka eða kynlífsfíkn þeirra leiði til ævarandi útskúfunar úr samfélaginu. Veitir þessi mikla umræða sem orðið hefur um þessi mál okkur einhvern aukinn skilning á því hvað fær einstaklinga til að ganga fram með dýrslegum hætti á rétt og heilbrigði annara einstaklinga? Í fyrra var frétt af stork eða einhverjum álíka stórum fugli sem var orðinn það ruglaður í kynhegðun sinni að hann kom á hverju vori að tiltekinni bensíndælu og byrjaði þar æxlunardans sinn. Talið var að einhver hljóð í dælunni kæmu honum til. Stóðhesturinn minn reynir að komast upp á alla aðra hesta óháð kyni, aldri, stétt eða stöðu. Maðurinn hefur náskyldan heila og hormón.

Þegar ég var að byrja í sálfræðinámi þá var ég eitt sinn að ræða við móður mína um kenningar Sigmund Freud. Sagði henni að hann væri helst gagnrýndur fyrir að hugmyndir hans gengju út á að lífsfyllling einstaklingsins tengdist að mestu kynlífi. En mamma gamla sló tromp skynseminnar úr hendi mér og sagði; "Er það ekki rétt?". Þetta er allavega einn af veigameiri þáttum lífsins. Náttúran úthlutar þessu hlutverki til karla líkt og stóðhesta að koma frjókornum sínum til kvenkynsins. Það hvernig frumorkan og æxlunin finnur sér farveg er stór hluti af gæfu eða ógæfu fólks. Sumum mistekst að láta hegðun sína falla að siðferðilegum og félagslegum viðmiðum. Umræðan má ekki verða svo þvinguð og einsleit að við förum að tengja kynlíf fyrst og síðast við synd og skömm. Þó samúð okkar og skilningur liggi hjá fórnarlömbunum, þá þurfum við að vita hvers eðlis brenglunin er hjá aumingja körlunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að mörgu leit sammála þér þarna Gunnlaugur að við erum oft fljót að dæma og kasta fyrsta steininum.Dómstóll götunnar lætur ekki að sér hæða og almenningur(stór hluti)ríkur upp og er búinn að dæma þó vikomandi einstaklingur er ennþá"grunaður" um verknaðinn.Ekki ætla ég að mæla því bót misnotkun á öðrum nema síður sé hvorki misnotkun á kynferðislegan hátt né önnur misnotkun enda eru til margar útgáfur af henni.En samt finnst mér afskaplega lítið í umræðunni um frum hegðun okkar mannanna.Þú ert sálfræðingur ef ég hef skilið rétt,hefur einhvern tíman verið haft fyrir því að rannsaka eðli okkar og hegðun?Öll okkar hegðun í dag er lærð,okkur er kennd hún því við fæðumst ekki svona.Okkur er kennt það strax í bernsku hvað má,hvað ekki,hvað er siðlegt og hvað er ósiðlegt....siðir og venjur sem mannkynið hefur sjálft búið sér til í gegnum tíðina og til að fram fylgja þessu svo hægt sé að búa til #normið" því við erum alltaf að reyna það að steypa öllum í sama mót þó vitað sé hversu ólík við erum og engir tveir einstaklinga eru eins þá setjum við lög og reglur um hegðun og eiga allir þessir ólíku einstaklingar að fara eftir því og vera eins.En þetta er ekki okkar eðli eins og sagði,þetta er lærð og kennd hegðun.Þú segist vera með hesta og vitnar í þá.....við mennirnir erum ekkert öðruvísi inn við beinið en önnur dýr og ef fólk hefur tök á að fylgjast með hegðun dýra þá eigum við margt sameiginlegt með þeim.Kynhvötin er ein sterkasta hvöt sem til er og verður ekki beisluð.Hún ræður má segja flestu ef ekki öllu í okkar lífi og við stjórnust mikið af henni eftir að við verðum kynþroska.Ef við hugsum bara sjálf til baka þá sjáum við hvað mikið breyttist hjá okkur og í okkar lífi eftir að við urðum kynþroska.En misnotkun og misbeyting á kynhvötinni er svo annað mál.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Júlíus - ég er reyndar ekki klíniskur sálfræðingur en tók B.A. próf í þeirri grein, en fór svo inn á lífvísindin af því að mig langaði að takast á við það litla verkefni að sameina sál og líkama ....

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.5.2008 kl. 13:28

3 identicon

Það er gott að umræðan kemur upp á yfirborðið og fær almenna umfjöllun því það hjálpar öðrum fórnarlömbum að stíga fram og segja sögu sína.  Mörg voðaverk hafa verið framin í krafti þagnar. Alþjóðlegar myndbirtingar af barnaníðingum nýlega hafa sem betur fer skilað árangri.  Því miður gerist það oft í svona málum að þeir sem fremja ofbeldið fá oft of mikla samúð.  Við lifum í samfélagi manna þar sem bæði eru skrifaðar og óskrifaðar reglur.  Veikir einstaklingar eiga ekki að hafa leyfi til að níðast á sér minni máttar.  En það er skiljanlegt að við vorkennum veiku fólki eða fólki sem komið er út af sporinu vegna örlaga sinna.

Upplýsingarnar notum við því til þess að hjálpa öðrum fórnarlömbum.  Inn í umræðuna þarf líka að koma aukin athygli á misnotkun drengja ekki síður en stúlkna.

Sigmund Freud trúði því að manneskjan væri ill í eðli sínu.  Þetta kemur m.a. fram í bók Stefans Zweig -  Veröld sem var. 

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bryndís - takk fyrir góða athugasemd. Fyrir mér er alveg nóg að vita að forstöðumaður Byrgisins hafi misnotað aðstöðu sína og trúnað við skjólstæðinga gróflega og á ósiðlegan máta. Ég sé ekki hvað ég hef að gera með upplýsingar um nákvæmar lýsingar. Smáatriðalegar frásagnir af því hvers eðlis áreiti sóknarprestsins á Selfossi hef ég heldur ekki þörf fyrir.

Á sama tíma er ég þér sammála að það á að vera ríkjandi hvatning til fórnarlamba að kæra en sitja ekki uppi með kalið hjarta. En við eigum ekkert að vera að smjatta á svona málum út um allan bæ. Það gerir engum gagn, en kallar fram viðbjóð sem að ég er ekki viss um að fái neinn uppbyggjandi farveg og leitar einungis útrasar inn í tilfinningar refsigleðinnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.5.2008 kl. 15:39

5 identicon

Sæll Gunnlaugur......það var ekki meint neitt neikvætt með því að spyrja þig um hvort þú værir sálfræðingur,alls ekki hélt bara að ef þú værir það þá vissir þú kannski um einhverja rannsókn/rannsóknir sem gerðar hefðu verið um eðli og hegðun mannsins en hvað um það...er þér alveg sammála því að við eigum ekkert að vera að kjafta um þessi mál og smjatta á þeim útí bæ.....okkur kemur þau einfaldlega ekki við og það eru margir á bakvið eitt fórnarlamb sem eiga um sárt að binda líka og þeim er enginn greiði gerðir með kjaftasögum út í bæ þar sem oftast  vill verða stór hluti ýktur á viðkomandi máli.Og með þessum kjaftagangi fær gerandinn alla uppá móti sér fyrirfram og kallar fram viðbjóð eins og þú kemst að orði.Við þurfum heldur ekki að vita í smáatriðum hvað gerðist,hvar  og hvernig viðkomandi atburðir fóru fram,er alveg sammála þér þar....myndi sjálfur ekki vilja vita það.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Summa lastanna er ávallt konstant.

Búast má við þyngingu dómsins hjá HR.  

Júlíus Valsson, 11.5.2008 kl. 16:38

7 identicon

Ég held að við verðum að gera okkur ljóst að við búum í landi með rúmlega þrjú hundruð þúsund íbúum.  Að við erum svo fámenn skapar betri grundvöll fyrir kjaftagang um náungann af því að allir þekkjast.  Eða þessi þarna vann með frænda þínum hérna um árið o.s.frv.  Að við erum svo fámenn hefur bæði sína kosti og galla. 

Við týnumst ekki í milljónaþjóðfélagi hér.  Sem betur fer segi ég.  Ég hef sjálf búið í milljónaþjóðfélagi og einu sinni var heil fjölskylda sem lét lífið á hraðbraut, hjón með tvö ung börn.  Það kom frétt um þetta en aldrei nöfn þeirra eða myndir af þeim eins og hér er gert.  Ekki talað um þetta þar sem ég var.  Smábær á Íslandi er ca. þúsund manns jafnvel minna.  Smábær á norðurlöndunum eða í Evrópu hefur oft tuttugu þúsund íbúa.  Þar myndi enginn velta sér upp úr Gvendi í Byrginu á landsvísu.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Aumingja karlarnir já.

Það eina við umfjöllun um þessi mál sem er jákvætt er að smám saman eykst kannski skilningur á því hvers eðlis þessir glæpir eru. En ekki rugla saman kynorku/hvöt og ofbeldi. Ofbeldi er þegar einn ryðst yfir mörk annars, oft á sviði kynlífs. Við erum enn að rugla með blygðunarsemi og syndir og réttarkerfi sem er litað af uppruna sínum þegar ríki og kirkja voru eitt.

Halldóra Halldórsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:57

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Halldóra - Ég hef lítið gert af því að blanda ofbeldi við kynlíf :) Hinsvegar eru þessir þættir árásarhvöt og kynhvöt nátengd bæði í uppbyggingu heilans og hormónum. Karlhormónið testesterón getur aukið árásarhvöt, ekki síst ef stress, fíkn og vanlíðan dregur úr varnarmúrum skynseminnar. Þannig er það merkilegt að það skuli vera regla frekar en hitt að kyntengt ofbeldi komi fram á stríðstímum. Slíkar aðstæður draga fram hina dýrslegu þætti.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.5.2008 kl. 18:33

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ferlega er ég fegin að heyra það Gulli litli

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 20:34

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hrönn svona er maður nú saklaus!!! Eftir að ég heyrði frásagnir af pyntingum Austurríkismannsins þá vaknaði í fyrsta skipti sú tilfinning að dauðarefsing gæti verið réttlætanleg. En að betur athuguðu máli að þá væri það tákn ofbeldiskennds samfélags og allar manneskjur jafnvel þó þær hafi breyst í skrímsli eiga sín grunnréttindi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.5.2008 kl. 21:39

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þykist viss um að dómurinn verður þyngdur.

Jamm, margt má um þetta segja. Ágætis umræða, per se.

Kveðjur til þín, Gunnlaugur. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:50

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kveðja til þín líka Guðný.

Þetta er þung, flókin og erfið umræða.

Mínir punktar voru aðallega tveir; 1) Hver er tilgangurinn með því að lýsa atburðarás kynferðisbrota í smáatriðum annar en að búa til fóður fyrir almenning að smjatta á, dæma og hneykslast. 2) Er einhver vilji til þess að reyna að skilja eðli og ástæður slíkrar brenglunar hjá slíkum körlum eins og þeim sem að tekið hafa upp stóran hluta af umfjöllun fjölmiðla síðustu vikuna.  Mbk, G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.5.2008 kl. 22:59

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað ég er sammála þér um þetta! Hver getur verið tilgangurinn með því að lýsa þessu í smáatriðum? Ég fæ mig ekki einu sinni til að lesa..........

Og vissulega eiga allir sinn rétt! Dauðarefsing er hvort eð er frekar - hvað á ég að segja.....? Ævilöng frelsissvipting hlýtur að vera meiri refsing en dauði....... finnst mér!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband