Esja skal það vera

FolaldiðFyrir rúmri viku fæddist folald í sveitinni. Um miðjan maí í fyrra var ég með stóðhestsefnið mitt og móðurina á húsi í Víðinesi hér hinum megin við Leirvoginn. Ákvað að leyfa eitt hopp og sjá til hvort merin yrði fylfull. 

Formæður og forfeður í tvo ættliði eru vindótt og álótt með grunnlitinn bleikan, móleitan eða rauðan. Folaldið er rauðleitt, en virðist ljósara á tagl og fax. Þannig að ég hef trú á að það sé vindótt.

Þetta er merfolald og hef ég haft fyrir reglu að láta merarnar heita fjögurra stafa nöfnum sem enda á -a t.d. hét amman Elja og móðirin Hæra. Því er við hæfi að þessi sem getin er við rætur fjallsins Esju beri nafn þess.

Helga Davids mágkona á Stafafelli tók myndina, en móðirin er álengdar að éta hey með sinn vindótta faxlubba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegt! Til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband