Samstarf og sjálfstæði

Um leið og ég óska öllum þeim er unnið hafa að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar til hamingju með daginn, þá vil ég leiðrétta það sem kemur fram í öllum blöðum í dag að friðlýstur hluti jarðarinnar Stafafells í Lóni sé í "umsjón Vatnajökulsþjóðgarðs". Stafafell er sjálfstæð heild í landfræðilegu, sögulegu og útivistarlegu tilliti. Það verður svo lengi sem Jökulsá í Lóni á upptök sín í Vatnadæld og á Vesturdal og rennur sína fjörutíu kílómetra til sjávar á móts við eyjuna Vigur.

Viðræður eru milli landeigenda og Vatnajökulsþjóðgarðs um tilhögun landvörslu og upplýsingagjöf í Lóni í sumar. Þar bendir margt til að finnist samhljómur og ekki þörf á að annar hafi "umsjón" með hinum. Mikilvægt er að vanda til slíks samstarfs og að jafnframt sé virðing fyrir því að líta til sjálfstæðis slíkrar nátturufarslegrar og menningarsögulegrar heildar. Ég hef trú á því að þegar áherslan færist frá snjóhettunni að þá komi þeir dagar að sjónum verði beint að uppbyggingu á því svæði sem hefur hvað mesta möguleika til útivistar og fjölbreytileika í náttúrufari.

Stafafell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband