Vatnadæld

Vatnaskil hafa verið og eru klassísk landamerki, milli jarða, hreppa og sýslna. Jökulsá í Lóni á upptök sín í Vatnadæld, þar sem að eru þrjú vötn. Þar eru mörk Stafafells að fornu, hreppamörk milli Lóns og Fljótsdals, ásamt sýslumörkum milli Austur-Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu.

Yfir Vatnadæld, þegar horft er til norðurs blasir við Snæfell, drottning austfirskra fjalla, á vinstri hönd er Geldingafell, en til hægri eru Markalda og Leiðaröxl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband