13.7.2008 | 18:53
Sameiginlegar stoðir til framtíðar
Nú reynir Björn frændi vor að fikra sig af stað í brúarvinnu. Á næsta ári er landsfundur Sjálfstæðisflokksins og þeir eiga alveg eftir heimavinnuna. Almenningur, samtök iðnaðar og félag kaupmanna krefjast skilvirkni í stefnumótun um framtíðartengsl og stöðu okkar í álfunni. Björn Bjarnason er nægilega skynsamur maður til að átta sig á að tilburðir flokksins til að svæfa málin eru ekki vænlægir til árangurs.
Dómsmálaráðherra skynjar þörfina á að brúa bilið milli viðhorfa almennings og atvinnulífs annarsvegar og einangraðrar forystu Sjálfstæðisflokksins hinsvegar. Nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir samstarfið við Evrópusambandið. Krafan um upptöku evru er háværust og eðlilegt að byrja á að tefla því fram einu og sér. Þorgerður Katrín hefur verið ein á báti með þá yfirlýstu stefnu að tímabært sé að gera ítarlega úttekt á stöðu Íslands gagnvart ESB og útilokar ekki aðild.
Nú hefur ráðherrann áttað sig á að hann er ekki í takt við stemminguna með því að vísa eingöngu í Evrópuskýrslu sem að hann lét taka saman í fyrra eða hittifyrra. Það þarf að láta verkin tala. Björn vill hafa stöplana undir brúnni þrjá; EES samninginn, Schengen samstarfið og upptöku evru. Opnað er á frekari umræðu og nánari tengsl. Það er nýjung og vert fullrar athygli. Dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra og fleiri í forystu flokksins munu sjá að best er að brúin sé öflug og traust, frekar en að farið sé af stað af hálfum hug með skotröftum og skammtímalausnum.
Evruleið fremur en aðildarleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Athugasemdir
Heldurðu að þessi göngubrú muni ekki sveiflast eins og........ kv. B
Baldur Kristjánsson, 13.7.2008 kl. 20:01
Sæll Baldur - Bara lítill snúningur í byrjun, en stór á lokametrunum eins og við gerð EES samningsins.
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.7.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.