Snjór er stundarfyrirbæri

vatnajokulsthodgardur_2

Snjór er í eðli sínu stundarfyrirbæri sem kemur og fer eftir hitastigi. Það er því hæpið að tala um verndun hans eða nýta ytri mörk jökuls á tilteknum tíma sem landamerki í þjóðlendulínu.

Helgi Björnsson jöklafræðingur hefur haldið því fram að skriðjöklar og sá hluti Vatnajökuls sem nær yfir í Lón verði horfinn á næstu 30 árum. Með því verður vatnasvið Jökulsár í Lóni orðið jökullaust.

Af þeirri ástæðu og fleiri er eðlilegt að virðing sé borin fyrir mörkum Stafafells í Lóni sem byggja á fornri hefð um vatnaskil og ár sem meginviðmið. Slík nálgun fylgir venjum og gefur rökrétta heild.

StafafellLögmenn og verndarsinnar hafa farið offari með reglustikuna og dregið ný mörk byggð á snjóalögum eða fornbókmenntum, legu jökuls og lýsingum Landnámu.

Friðland, þjóðlenda, einkaafréttur, eignarland sem eru afleiðingar af reitaskiptingu ríkisins verða hverful stundarfyrirbæri eins og snjórinn. Stafafell í Lóni er afmörkuð heild út frá sterkum landfræðilegum og sögulegum forsendum.


mbl.is Langjökull horfinn eftir öld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband