Samfylkingin kjölfestan

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent á fylgi flokka í Reykjavík þá mælist Samfylkingin nú með 47,8% fylgi. Tæplega helmingur Reykvíkinga styður flokkinn. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi valið borgarstjóraefni sitt þá virðist það ekki hjálpa flokknum enda er hann og verður út sína valdatíð í gíslingu eins manns.

Smáflokkarnir sem hafa verið að selja völd sín til hægri og vinstri mælast vart með fylgi. Ánægjulegt er að sjá að Vinstri grænir mælast með yfir 20% fylgi og eru ekki langt frá fylgi Sjálfstæðisflokksins. Því bendir allt til þess að sterk tveggja flokka borgarstjórn verði eftir næstu kosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn er að eyðast á eldi glundroðans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband