Ellen og Eiríkur

EricEllen

Eric Clapton mætti með öfluga og þétta hljómsveit í Egilshöllina í gærkvöldi. Flott hljómsveit, gítarleikurinn snilld, frábær trommu- og píanóleikur. En samt náði hann ekki að hrista svo upp í minni sálarkytru að tónleikarnir gæfu sterka upplifun. Fannst hann ekki leggja sig fram við að ná góðum tengslum við salinn. Clapton var bara í vinnunni og á leiðinni á nýjan stað næsta dag.

Ánægjulegt var að heyra í Ellen Kristjáns sem hitaði upp með hljómsveit sem var að mestu skipuð meðlimum úr eigin fjölskyldu. Eiginmaður, bróðir og dætur. Öll lögin voru frumsamin og með enskum textum. Þar var hið þekkta og hugljúfa englalag, en líka nýir verðandi smellir eins og Sweetheart í kántrístíl og svo var líka eitt skemmtilegt blúsað lag "you are moving out, while I´m moving on".

Helsti galli á tónleikahaldinu var óbærilegur hiti. Það var merkilegt að þessi mikli hiti var strax í byrjun þegar húsið var opnað. Var þetta af ásettu ráði til að auka sölu á bjór, víni og vatni? Vatnið var ekki gefins, kostaði 300 kr. Mjög langar biðraðir mynduðust við vökvasöluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það var nánast vonlaust að ná í nokkurn vökva þarna.....þeir hefðu getað opnað út fyrr......en tónlistin var dásamleg

Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hólmdís  - Rakst ekki á þig á tónleikunum. -Þú hefur auðvitað verið í forsetastúkunni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.8.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Dunni

Clapton hefur verið lítið annað en vandvirkur iðnaðarmaður sl. 10 ár.  Því miður.

Dunni, 13.8.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband