Engin leið fær fyrir íhaldið

Eina leiðin til að mynda starfhæfan meirihluta í Reykjavík væri samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. En miðað við skoðanakannanir stefnir í auðvelda siglingu í nýjan meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna eftir næstu kosningar.

Hinsvegar er staðan það alvarleg í borgarmálum að réttast væri að láta af öllum flokkadráttum og mynda stjórn allra flokka fram að næstu kosningum. Eðlilegast hefði verið að boða til kosninga til að fá endurnýjað umboð og skýrari línur.

Vandræðagangur íhalds og örflokkanna tveggja er að koma þeim dýpra og dýpra. Mikilvægt er að Óskar Bergsson, sem ég þekki af góðu einu haldi ró sinni og láti ekki stundarhagsmuni og stóla draga sig inn í meirihlutasamstarf, sem haldreipi hins örvæntingarfulla stjórnmálaflokks.


mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Gunnlaugur

Ég var að hlusta á Dag B. Eggertsson í þætti Bylgjunnar Ísland í Bítið í morgun, þá gekk Heimir fast á hann og Dagur sagði að það kæmi ekki til greina að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum í Reykjavík.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki notið góðs af Tjarnarkvartettnum og því eðlilegt að að hann skoði málið mjög alvarlega með opnum huga með hagsmuni Reykvíkinga og Reykjavíkur að leiðarljósi.
Það er ekki hægt að efna til kosninga, til þess þyrfti að breyta lögum. Borgarfulltrúar eru ábyrgir fyrir því að mynda starfhæfan meirihluta og Dagur hefur lokað á sterkasta meirihultann S og D og hefur reyndar gert það allt þetta kjörtímabil.
Um eitt getum við eflaust verið sammála tími Óla F. með sitt 1% fylgi er lokið.

Óðinn Þórisson, 13.8.2008 kl. 10:51

2 identicon

Einn möguleiki er til... málefnahlutleysi Sjálfstæðisflokksins/eða F-lista gagnvart núverandi minnihluta. Þekkist í landsmálunum (1958)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að það þurfi nýjar kostningar. Sjálfstæðisflokkurinn getur sjálfum sér um kennt hvernig fór með því að að kaupa Ólaf yfir til sín með gylliboðum sem var gegn þeirra hugsjónum.

Brynjar Jóhannsson, 13.8.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Best væri að kjása a,ð nýju ef sitjandi borgarstjórn fer frá, en lögin gera ekki ráð fyrir þeim möguleika.

Við virðumst nokkuð föst í þeirri hefð að ávallt þurfi að mynda meirihluta. En vissulega er það rétt að Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa að axla ábyrgð á klúðrinu. Það er einungis spurning um hversu fylgistapið verður mikið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.8.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband