Baráttueðli bjarnarins

Áhugaverð tíðindi eru í alþjóðamálum og berast úr austri af stríðsátökum Rússlands og Georgíu. Sjálfsöryggi Rússa í áranna rás hefur verið tengt stríðsrekstri. Eftir að Sovétríkin hrundu þá tapaði hin rússneska þjóðarsál orkunni og innviðirnir lömuðust. Undir stjórn Pútíns fór efnahagur að vænkast og gangverk allt fór af stað að nýju. Þar á meðal herinn.

Þeir vakna nú af doðanum og skynja þá staðreynd að Evrópusambandið og Nató eru komin upp að túnfæti allt í kring. Síðan er það spurning hvað þeir þora að ganga langt í að vinna gegn þeirri þróun. Mikilvægt er að alþjóðasamfélagið bregðist hratt við og sendi Rússum skýr skilaboð þess efnis að það sé ekki skynsamlegt fyrir þá að sýna hramminn.

Júlíus Sigurþórsson skrifar lengri og ítarlegri pælingu um þetta mál en ég er fær um, þó mér þyki spennandi að fylgjast með hvernig það þróast á næstu vikum.


mbl.is Bandaríkin styðja Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband