Veit Óskar ekki sinn næturstað?

Athygliverð var áhersla Óskars Bergssonar í fjölmiðlum í morgun, að hann hefði ekki tekið þátt í neinum viðræðum um nýjan meirihluta. Hann virðist því ekki vita að hann sé að verða formaður borgarráðs.

Persónulega finnst mér að hafa eigi það viðmið í pólitík sem og öðru að segja sannleikann, allann sannleikann og ekkert nema sannleikann.

Það eru allir búnir að fá nóg af undirferli og refskák


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er ömurlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Næturstaður Óskars verður örugglega ekki hjá Evrópusambandssinnuðum krötum
eða afdönkuðum sósíalistum í VG !  Vonandi upphaf að nýkjum kaflaskiptum í
íslenzkum stjórnmálmum, þar sem ábyrg þjóðleg borgaraleg öfl fari að vinna
saman á öllum stigum stjórnsýslu og landsstjórn, landi og þjóð til heilla !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðmundur, það hefðu verið heilindi ef að Óskar hefði sagt þessa speki í sjónvarpinu áðan. Hann vissi nákvæmlega ekki neitt um neitt og hafði ekki rætt við neinn um nokkuð. Óska Óskari alls hins besta, enda finnst hann vandaður maður, eftir kynni mín af honum í fjallaferð.

Nöturleg eyðimerkurganga bíður hinsvegar Framsóknarflokksins í borginni ef þau taka upp þína vegvísa og andúð gagnvart félagslegum áherslum í pólitík.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.8.2008 kl. 15:04

4 identicon

Gunnlaugur, hverslags sannleiksást er þetta.  Lætur þú þér detta það í hug að Björn Ingi Hrafnsson og Dagur hafa ekkert rætt saman áður ein þeir löbbuðu fréttamannafundinn í meirihluta nr. 2.  Kannski Dagur hefði átt að blaðra í fjölmiðla kvöldinu áður en meirihlutinn var formlega myndaður eða hvað?.   Stundum er það svo að fólk þarf að tala í trúnaði pólitíkinni.  Hólmdís, þessi niðurstaða er glæsileg fyrir Reykvíkinga.

ÞJ (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:06

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Betra er að segja að þeir vilji ekki tjá sig um málið eða að segja að ekkert sé í gangi. Nú er ljóst að Óskar vinur minn vissi miklu meira en hann vildi gefa upp. Frétt á mbl greinir frá því að Ólafur hafi viljað stuðla að því að endurnýja Tjarnarkvartet með því að segja af sér og að Margrét tæki hans sæti.

Því virðist Óskar vera að taka upplýsta og meðvitaða ákvörðun að stilla frekar strengi með íhaldsöflum og góðborgurum í þessu landi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.8.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: Birna M

Við höfum öll búist við miklu af öllum meirihlutum, og orðið fyrir vonbrigðum. Sjálf hefði ég viljað nýjar kosningar en þar sem það er víst ekki í boði, illu heilli, þá verðum við að gera okkur þetta að góðu. Ég ætla alveg að bíða með að stökkva hæð mína í loft upp af fögnuði þar til ég sé hvort eitthvað gott kemur út úr þessu.

Birna M, 14.8.2008 kl. 15:38

7 Smámynd: HP Foss

Já Gunnlaugur, það er þá líklega munur að búa í Mosfellsbæ, þar sem meirihlutinn kann svo sannarlega að vinna saman og já, menn eiga að segja satt, allan sannleikann og hafa kjark til þess. Allt of mikið er til af gasprandi gungum, hrópandi í austur og vestur allskyns vitleysu og það jafnvel undir dulnöfnum.

Ég er sammála þér, þetta eru ekki miklar persónur.

HP Foss, 14.8.2008 kl. 20:32

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnlaugur.

Þú segir:

"Persónulega finnst mér að hafa eigi það viðmið í pólitík sem og öðru að segja sannleikann, allann sannleikann og ekkert nema sannleikann."

Ég veit það að Óskar Bergsson hefur sagt "...sannleikann, allann sannleikann og ekkert nema sannleikann." hvað varðar viðræður þeirra Hönnu Birnu varðandi meirihlutaviðræður í dag.

Einnig get ég staðfest að Óskar Bergsson segir satt - þegar hann tók fjölmiðla á beinið fyrir huldusögur þeirra varðandi viðræður Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í dag - Óskar eyddi deginum að funda með Framsóknarmönnum - ekki Sjálfstæðismönnum frá lokum biorgarráðsfundar fram að fundi með Hönnu Birnu upp úr kl. 8 í kvöld!

... enda treysti Dagur Ballack sér ekki til að halda öðru fram!!!

Hallur Magnússon, 14.8.2008 kl. 21:01

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka athugasemdir. Birna vissulega vonum við að það verði eitthvað kjöt á beinunum. Helgi þú varst búin að biðjast einu sinni afsökunar á að vera að tengja mig við dulnefni í málefnaumræðu. En talar hér undir rós í þá átt. Þú hefur ekki áhyggjur af þeim 30 dulnefnum sem mbl sannanlega sýndi fram á að kæmu úr tölvum Karls Tómassonar vinar þíns og félaga hans.

Hallur, ég er alin upp í sveit, á Austurlandi þar sem Framsóknarflokkurinn var félagshyggjuflokkur og höfuðmótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Staðreyndin er sú að Óskar og Framsóknarflokkurinn á val um að mynda meirihluta til hægri eða vinstri. Hann virðist velja samstarf til hægri. Hann staðsetur Framsóknarflokkinn sem hægrisinnaðan borgaralegan flokk eins og Guðmundur Jónas flokksfélagi þinn gerði í annari athugasemd hjá mér. Sennilega hefur það ákveðna kosti að koma þessu á hreint. "Samfylkingin er frjálslyndur félagshyggjuflokkur eins og Framsóknarflokkurinn var" svo vitnað sé í Steingrím Hermannsson.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.8.2008 kl. 21:45

10 Smámynd: HP Foss

Viðbrögð fékk ég nú engin við afsökunarbeiðninni þannig að ég hafði nú ekki hugmynd um hvort henni var tekið. En þar var nú tæplega um málefnaumræðu að ræða.

Varðandi þessa pósta úr tölvu Kalla vinar míns, þá veit ég nú ekkert hvað það var en þætti gaman að sjá hvað það var.

Skora á þig að birta það á síðu þinni, svo þú sért nú ekki sjálfur með dylgjur undir rós.

Kveðja- Helgi

HP Foss, 14.8.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Get sent þér það á tölvupósti, ef þú sendir mér línu. Þú sérð netfangið mitt hér til hliðar að ofan. Annars ætti Kalli að hafa þetta hjá sér. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.8.2008 kl. 22:43

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gunnlaugur. Ætla að vera örlítið ósammála þér núna.  Finnst þetta blogg þitt um of mótast af súru vínberjunum. Hef persónulega mikla trú á Degi Eggertssyni, en held að Tjarnarkvartettinn hefði aldrei gengið upp í þeirri stöðu sem komin var upp. Mér fannst reyndar annar góður leikur í stöðunni, þ.e. D og S. Til þess hefði þurft þroska sem ég er ekki viss um að sé í Borginni, a.m.k. enn sem komið er.

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2008 kl. 06:37

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigurður Ég er ánægðastur með þær athugasemdir sem að á kurteisan hátt koma með mótrök við því sem ég held fram. Fannst það skondið að allir vissu af því að Ósakar Bergsson væri að verða formaður borgarráðs nema hann.

Ég er hér í Mosó umvafin rauðum rósum í garðskála, sólber, stikkilsber, rifsber, bláber o.fl. í garðinum en því miður þá komu ekki ber á vínviðinn. Því hef ég ekki komið nálægt súrum eða ósúrum vínberum. Bara heilbrigð gróska. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband