23.9.2008 | 18:38
Hver á heldur?
"Veldur hver á heldur" segir máltækið. En hverjir eru það sem eru að láta krónuna hoppa eða réttara sagt detta? Yfir 15% verðbólga og 50% gengisfelling frá áramótum krefst mikils þanþols og aðlögunarhæfni heimilanna í landinu. Hafa þau svigrúm til að hagræða?
Sálfræðilega er óvissan versti óvinurinn. Ef það kemur óveður, þá fara menn út og festa niður öllu lauslegu, björgunarsveitir negla niður járnplötur og binda báta í höfnum. En hvað geta bændur gert til að ná heyjum í hús, svo öruggt sé um bústofninn yfir vetrarmánuðina.
Er ekki hægt að komast á eitthvað síldarplan um helgina? Moka og salta í akkorði til að tryggja hagsældina, frekar en að örlög ráðist af íslenskum bönkum sem stilla af vexti og gengi eins og þeim hentar, hvort bandarísk stjórnvöld redda Wall Street eða hvort einhverjir meta það löglegt að taka upp evru.
![]() |
Afar fátt sem styður við krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.