Bubbi rokkar

Nú ætlar Bubbi Morthens að undirbúa mótmæli á Austurvelli vegna efnahagsástandsins. Rykið verður væntanlega dustað af gömlu góðu slögururunum um arðræningjana og gúanórokkið mun svífa yfir Austurvelli. Það er vissulega rétt að það er fullt tilefni til að fólk komi saman með skýrar óskir um markvissar aðgerðir.

En Bubbi Morthens getur ekki skipt um hlutverk eftir því hvernig vindar blása. Leikið einhverja alþýðuhetju þegar harðnar á dalnum, eftir að hafa hvatt til kaupa á tólf milljón króna silfruðum eða svörtum jeppum í þenslunni. Hann getur ekki bara gert kröfur á stjórnvöld, heldur þarf hann nú að semja nýja söngva svo að jeppaklúbburinn hans axli ábyrgð og taki á sig stærstu birgðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það var einhvertíman tími til þess að sjá að sér þá er það núna. Fyndið að íslendingar þurfa alltaf að keppast í öllu, núna virðist aðal keppnin vera  typpakeppni um hver á mest skilið að vera Aðal þegar kemur að mótmælum.

Allir hafa sína kosti og ókosti en afhverju ekki að hætta þessu kjaftæði og átta sig á þvi að við liggjum öll í þessari súpu núna. 

Gunnar Örm (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Er ekki sama hver er kóngurinn í mótmælunum ef tau virka????

Vonandi vegur tad eithvad tau mótmæli sem Bubbi leggur upp í núna

Ég styd Bubba.

Knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 3.10.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ, hæ. Ég er líka aðdáandi Bubba, en ég vona að hann hvetji þá sem helst eru aflögufærir um að axla sína ábyrgð. Svartir og silfraðir Róver jeppar síðustu ára hafa verið tákn sóunar og ofurlauna.

Gönguferð morgundagsins verður á Akrafjall, ef einhverjir vilja slást með í för. Hittast fyrir framan Krónuna í Mosó kl. 9:30 og sameinast í bíla. Gangan tekur 3-5 tíma. Spáð er góðu veðri, heiðskíru með rólegri austanátt.

Kosssar, knús og kærleikur inn í daginn,  G      

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.10.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ættum við ekki frekar að safna fyrir strákinn! Hann er að missa húsið og bílinn, sýndist mér ég sjá skrifað í DV! 

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.10.2008 kl. 11:22

5 identicon

Hárrétt ! - En - hver er hann þessi Davíð sem ekki aðeins er búinn að setja Ísland í gjaldþrot, heldur og mestallan bankaheiminn um víða veröld ?' !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:16

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hann sagði að hann sé Sjálfstæðismaður.. í viðtali við DV fyrir um ári síðan minnir mig...

og því spyr ég hverju hann sé að mótmæla ?

Ég hef enga trú á þessum manni... mér finnst hann tækifærissinni  

Brynjar Jóhannsson, 3.10.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég vil nú alveg mótmæla ástandinu, við erum öll skelfingu lostin. en ég veit ekki alveg hver ætti að taka við mótmælunum. Ég held helst að það sé Bush bandaríkjaforseti. Það var í hans ríki sem ruglið  byrjaði og flæddi yfir heiminn.

En að mótmæla við íslenska alþingismenn er eins og þegar bílstjórar voru að mótmæla heimshækkunum á eldsneyti. Sum ráða íslenskir alþingismenn ekki við. Þeir ráða ekki veðrinu og þeir ráða ekki við þetta ástand.

Við verðum nú frekar að bakka þá upp núna og forðast algjöran glundroða í samfélaginu. það hjálpar engum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.10.2008 kl. 17:32

8 identicon

Auðvita má Bubbi mótmæla, nú hver veit kannski hann taki lagið og syngi  fyrir okkur,  burt með þessa ríkisstjórn, Davíð úr Seðlabankanum og stoppum þessi níðingslegu vélarbrögð.??

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:27

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var síðasta ríkisstjórn sem lagði grunninn að þessu floppi og sá sem ber mesta ábyrgðina er nú seðlabankastjóri.

Framsókn kom með 90% húsnæðislanin og öryggisráðsruglið  en Samfylkingin ber líka ábyrgð á að halda þessu áfram og bæta jafnel í eins og nýjasta fjárlagakverið ber vott um. 

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 18:50

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

mæltu manna heilastur.kv.-b.

Bjarni Harðarson, 3.10.2008 kl. 23:55

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Títtnefndur vildi lögleiða box. Þá var ort.

Ofbeldi magnast enn um sinn
allt lýtur breyttum högum.
Nú vill blessaður Bubbi minn
láta berja sig samkvæmt lögum.

Kveðja
Ben.Ax.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.10.2008 kl. 00:01

12 identicon

Tek undir með þessari færslu, en ég er enginn aðdáandi Bubba samt. Mér finnst "Kona" alveg æðisleg plata en síðustu ár/áratug? hefur hann farið í mínar fínustu. Sorrí, bara mitt álit.

Og þessi punktur í færslunni með jeppakaupin og allt það, mér finnst hann réttmætur. Hann seldi lögin sín, hann seldi sig ... og átti gommu af pening - og nú eru vandræði að hrjá hann - og þá allt í einu ætlar hann að vera í forsvari fyrir lítilmagnann. Mér finnst þetta bara ekki marktækt hjá honum. Ég hefði meira tekið mark á þessu ef einhver annar hefði verið í forsvari.

Bubbi var dómari í Ædolinu í þrjú ár minnir mig. Sagði að hann trúði ekki á svona keppnir og hafði hávær orð. Svo kom Bandið hans Bubba...

Hjá mér hefur Bubbi alla vega misst trúverðugleika, en ég mun halda áfram að hafa gaman af sumum lögunum hans...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 09:45

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bubbi var allavega flottur í þættinum hjá Ragnheið St. áðan. Hann er ótrúlega ferskur að mörgu leyti, miðað við aldur og fyrri störf. En tími hans baráttuhetju alþýðunnar er liðinn, en ég gæti vel trúað því að næmni hans geti skapað góðan samhug og lyft andanum í trú á góð gildi, ef hann spilar þannig úr spilunum á Austurvelli á miðvikudag. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.10.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband