5.10.2008 | 00:15
Fjólubláir draumar
Þó haust og vetrarstemming hafi tekið völd síðustu dag, þá er enn hægt að upplifa fjólubláa drauma líkt og á vorkvöldi í Reykjavík. Það getur hjálpað að ganga á hið fagurskapaða Akrafjall til að komast í réttu stemminguna. Við Magnús Einarsson samkennari tókum slaginn og brunuðum úr borginni áleiðis upp á Skaga.
Ferðin byrjaði reyndar á því að það sprakk framdekk á bílnum upp í Kollafirði, en því var reddað á innan við tíu mínútum og haldið til móts við fjallið þar sem Akraneskaupstaður segir að taki 3-5 klst. að ganga hring efir brúnunum á Háahnjúk öðrum megin og Geirmundartind hinum megin. Í bók Ara Trausta er talið að gangan hringinn og á tindana tvo taki 5-6 klst.
Við lögðum af stað kl. 11 í nokkrum vindi sem lægði flótlega, en heiðskírt og flott útsýni. Vorum komnir tveimur tímum síðar á Háahnjúk. Ég hljóp síðan eftir brúnum og vel innan veið Berjadal, en Magnús ákvað að þvera milli tindana og tapa þá hæð og þurfa að fara upp aftur. Skýr gönguleið er mest allann hringinn, en þó lentum við í óvissu og áttuðum okkur ekki á leið meðfram og niður frá Guðfinnuþúfu. Krossuðum á endanum yfir Berjadalsá á stíginn þeim megin í dalnum niður að bílastæðum.
En frábær dagur sem mun örugglega gefa góða drauma og vekja nýja. Set hér inn nokkrar myndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.