Sjálfstæðisflokkurinn klofnar

Það er svo gott að hafa tannlæknir sem veit allt um pólitík og maður þarf bara að kinka kolli. Á föstudag fór ég að láta sparsla í eina holu og þá sagði tannsi mér, eftir áreiðanlegum heimildum, að Samfylkingin setti fram þrjú skilyrði fyrir efnahagsaðgerðunum; 1) Davíð Oddsson væri látinn fara úr Seðlabankanum. 2) Farið verði í aðildarviðræður við ESB og stefnt að upptöku evru 3) ....... jahhh, þarna hlitur hann að hafa verið að bora því mig brestur minni.

Hann sagði að þessi skilyrði myndu valda klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Þorgerður Katrín muni ákveða að fara með Samfylkingunni, allir ungliðarnir og atvinnulífið vildi aðildarviðræður og upptöku evru. Þannig að eingöngu ættarveldin yrðu eftir í flokknum og sameinuð í andstöðu gegn ESB. Þó taldi hann að ættarlaukurinn Bjarni Ben yngri vildi frekar fylgja ungu kynslóðinni heldur en ættarveldinu og myndi fara yfir í Samfylkinguna. Út úr þessu myndaðist langstærsti flokkurinn, með hreinan meirihluta.

Ég var sáttur við alla þessa spádóma og lét bara troða upp í mig bómul og slöngum. Nú, reynir bara á hvað morgundagurinn ber í skauti sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég kom með þessa greiningu í vor og hún er að mínu mati mjög lógísk.

Ég held nú samt sem áður að flokkurinn klofni ekki. Aðeins fyrir nokkrum vikum síðan kom fram í skoðanakönnun Gallup að um 60% sjálfstæðismanna vildu ESB aðildarviðræður, en núna má gera ráð fyrir að þessi prósenta sé komin í 70-80%.

Mér finnst ólíklegt að þegar á reynir, þá muni þessi 20-30% ekki fylgja afganginum af sjálfstæðismönnum. Ég held ég þekki flokkinn minn alveg rétt og ef forustan ákveður að beygja sig undir vilja meirihlutans, þá fylgja allir.

Ef forustan (ættarveldið og LÍÚ) ákveður hins vegar að láta sverfa til stáls, þá er hætta á klofningi. Hvað ætlar þetta fólk að gera án SA og 70-80% kjósenda flokksins?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.10.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Undanfarna mánuði hef ég lesið óvenju margar svona sögur frá Samfylkingarfólki. Sumar eru að draumum aðrar ekki.

Hitti vin minn sem er í innsta hring Samfylkingarinnar og spurði hann hvers vegna í ósköpunum það væri svona mikill munur á flokknum milli sveitarfélaga. Skýring hans var þessi. Flokkurinn er úr þremur brotum. Kvennalistinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. VG hluti Alþýðubandalagsins fór úr flokknum, þ.e. virkasta fólkið, en VV-AG hlutinn varð eftir. Óskaði eftirskýringu. VV-AG myndu aldrei skipta um flokk. Þeir urðu því miður eftir,  Voða Vinstri - Alltaf Gramir er sértrúarsöfnuður. Þessi hluti veldur innanmeini í flokknum. Það þarf að kljúfa flokkinn til þess að ná þessu óánægjuliði út.

Önnur leið í pólitíkinni er að leita eftir góðu fólki. Mér finnst t.d. Ingibjörg góð, Jóhanna, Atli Gíslason og Bjarni Ben, vandamálið er bara að þau eru ekki í sama flokki.

Sigurður Þorsteinsson, 6.10.2008 kl. 03:47

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka Guðbjörn og Sigurður -"svona sögur" voru í þessu tilfelli frá Sjálfstæðismanni, tannlækninum mínum.  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En Gulli! Nú er Spánn í Evrópusambandinu samt er atvinnuleysi er 11,3% Þeir nota evru þar þó er mikil bankakreppa í gangi, eins og hér heima ...

Hverju breytir það að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið? Eru ekki allt of miklar vonir bundnar við að það bjargi öllu og ekki horft eftir neinum öðrum leiðum? 

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Elías Theódórsson

Getur einhver tjáð mér hvernig þessi 3 skilyrði leyisi núverandi kreppu? ESB aðild tekur nokkur ár. Við fáum ekki evru með núverandi stöðu í efnahagmálum. Hefur samfylkingin eitthvað til málana að leggja til að vinna á NÚVERANDI ástandi?

Elías Theódórsson, 6.10.2008 kl. 09:53

6 Smámynd: Sævar Helgason

Þurfum við ekki að fara 1008 ár aftur í tímann til að finna sambærilega ögurstund hjá þjóðinni ?  Þá vorum við að að velta fyrir okkur þeim kosti að sameinast hinum Evrópska sið þeirra tíma.  Þá var stigið skref á ögurstundu- stórt örlagaríkt skref.

Nú erum við í hliðstæðum sporum... Er mögulegt að nægjanlega margir þingmenn gangi saman til liðs í einum stjórnmálaflokki sem nú situr á alþingi og hreinn meirihluti myndaðist  ?   Nú er ögurstund hjá þjóðinni- höfum við kjark og þor ?

Sævar Helgason, 6.10.2008 kl. 10:29

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Að fá gjaldmiðil sem sveiflast ekki eins og strá í vindi er algjört forgangsverkefni. Fyrir um mánuði síðan, til að taka dæmi, gaf ég upp til erlendra samstarfsaðila að ég gæti boðið fimm daga gönguferð með fæði, trússi og rútu á 48 þúsund ISK. Nú hefur krónan fallið um 20-30% síðan og hef ég því snúið verðlagningu yfir í evrur.

Davíð og Geir tilheyra minnihluta hópi sem ekki vilja viðurkenna þennan vanda. Varðandi tímaramma að þá var það staðfest af aðalsamningamanni ESB að umsóknarferli ætti ekki að þurfa að taka nema um ár, þar sem við erum nú þegar að stórum hluta í bandalaginu vegna viðskipta og löggjafar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2008 kl. 12:03

8 Smámynd: Elías Theódórsson

Danmörk er í ESB og Dkr er fasttengd Evrunni, ESB aðild virðist ekki leysa öll vandamál
Erlent | mbl.is | 6.10.2008 | 13:50

Aldrei jafn svart í Danmörku og nú

Danski fjármálasérfræðingurinn Peter Schütze segist aldrei nokkru sinni hafa upplifað annað eins ástand og nú ríki á fjármálamörkuðum í landinu. Þá segir hann erlenda fjárfesta ekki lengur vilja lána fjármagn til Danmerkur en samkvæmt upplýsingum hans vantar danska banka nú 500 milljarða danskra króna vegna lausafjárkreppunnar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Ég hef aldrei nokkru sinni upplifa annað eins og ekki fundið merki um annað eins í annálum. Ef ég á að segja það beint út þá eru danskar peningastofnanir ekki álitnar góður félagsskapur fyrir erlendar fjármálastofnanir. Þetta er algerlega óþolandi ástand,” segir Schütze sem m.a. starfar hjá Nordea bankanum.

Elías Theódórsson, 6.10.2008 kl. 14:40

9 identicon

Þetta er nú bara barnaleg óskhyggja hjá þér Gunnlagur.  Ég veit að Þorgerður er krati í sér og er að eyðileggja Sjálfstæðisflokkin með þessu kratadaðri sínu.  Það á eftir að verða henni dýrkeypt!  Þú og annað Samfylkingarfólk, þið eruð með útskýrignarvandamál varðandi "töfralausnina"; Evru: 

  • Haldið þið virkilega að hægt sé að taka upp Evru hér og nú án þeirra skilyrða sem sett eru af hálfu ESB um inngöngu?
  • Er Evran lausnin?  og þá hvernig?
  • Lækkar allt vöruverð hér á landi við upptöku Evru? (já en flutningskostnaður verður jú sá sami eftir sem áður þó hann sé í EVRUM)
  • Haldið þið að Evru-upptaka hér útrými fákeppni í smásölu?
  • Á hvaða gengi á að taka krónuna upp í Evru? - (á núverandi gengi; 156 kr? - eða á meðalgengi sl. 10 ára? - Hvaða gengi?? - Svar óskast frá Evru-sinnum!).
  • Eigum við að sætta okkur við vinnumarkaðinn sem hagstjórnartæki eins og gert er í Evru-löndum?  (þ.e. eigum við að sætta okkur við aukið atvinnuleysi á samdráttartímum til að jafna hagsveiflur?).
  • Eigum við að láta stjórna fiskveiðum okkar frá Brussel?
  • Evran er stórlega vanmetin og á eftir að lækka mikið í framtíðinni.  Er Evrun því fýsilegur kostur fyrir?
  • Ísland yrði eitt ríkasta land ESB, en þar fyrir eru mörg "veik" fyrrum A-Evrópuríki sem munu verða byrðar á ESB um ókomin ár.  Eigum við samleið með veiku ESB?

Þessum spurningum þurfið þið Samfylkingarfólk að svara áður en að lengra er haldið.

Guðjón Marteinn Melstedt (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:31

10 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Innganga í Evrópubansalagið leysir ekki kreppuna, en mun koma sér vel fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu. Stikkorð: Lægri vextir, minni verðbólga, stöðugri mynt, osfr. Einnig mun væntanlega spilling vegna mikilla tengsla manna í áhrifastörfum á íslandi minnka mikið.

Jónas Rafnar Ingason, 6.10.2008 kl. 17:53

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er mjög ánægjulegt að skynja samhug stjórnmálamanna í að verja almenning og heimilin í landinu fyrir áföllum. Aftengja þann möguleika að þjóðin sitji næstu áratugina uppi með ábyrgðir af tilþrifum víkingasveitar okkar á erlendum fjármálamörkuðum.

Mallorca er sjálfstæð innan Belaires eyja, sem eru sjálfstæður hluti af Spáni, sem er sjálfstæður aðili að Evrópusambandinu. Þannig er lagskipting valdsins líka hjá hjá okkur. Við búum í sveitarfélagi sem er hluti af Íslandi, sem er hluti af Norðurlöndunum og Evrópu. Gagnvart öllum þessum lögum valds berum við skyldur, en samvinnan skapar líka tækifæri og frelsi. Lýðréttindi og frelsi einstaklinga.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2008 kl. 18:22

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Seðlabankinn er ekki í takt við tímann og þar stendur ekki við stýrið eldklár og vel  menntaður þjóðhagfræðingur með færa aðstoðarmenn í nútíma bankaviðskiptum sér til aðstoðar eins og vera þyrfti. Auðvitað áttar Sjálfstæðisflokkurinn sig á þessu en honum finnst samt mikilvægara að koma flokksgæðingi sínum í öruggt og vel launað starf. Þannig er staðan á þeim bæ.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 19:38

13 identicon

Við Íslendingar erum heppin þjóð. Flestir virðast kunna svarið við því hvers vegna íslenska þjóðin er farin á hausinn. Með alla þessa gáfumenn innanborðs er greinilega ekki ástæða til að örvænta. Ég hef verið að velta fyrir mér dæmi sem strákurinn minn kom með heim úr skólanum og ég á erfitt með að hjálpa honum með:

Maður nokkur á þrjú uppkomin börn sem öll vilja þak yfir höfuðið. Þau eiga lítinn pening en góða von um gróða og taka því lán í banka í trausti þess að pabbi muni koma þeim til bjargar ef á bjátar. Lánin sem krakkarnir taka nema tólfföldum árslaunum pabbans. Þegar á líður fer faðirinn að óttast um að gróðavonir barnanna gangi ekki eftir og ákveður að leita eftir láni til að sýna að hann sé þess megnugur að hjálpa börnunum. Í von um lán gekk maðurinn á milli Pontíusar og Pílatusar sem allir sögðust því miður ekki geta hjálpað honum.

Svona er dæmið og langar mig í fávisku minni að biðja ykkur að útskýra fyrir mér hvers vegna pabbanum gekk svo illa að sannfæra umrædda lánardrottna um að veita sér lán.

Sigrún P (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:44

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjálfstæðisflokkur, samfylking... allt kommar núna.  Og merkilegt nokk, VG lýsir sig andsnúna öllu.  Kommarnir sjálfir, á móti kommúnismanum.  Ekkert að marka þá að vanda.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu er 12%.  Tilviljun, eða eru evrópumenn bara svona miklir lúðar?

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband