12.10.2008 | 13:09
Rauði kjóllinn Ragnhildar
Ríkissjónvarpið virðist ætla að ylja okkur með smá kynþokka í kreppunni. Eftir að hin aldraða og að mörgu leyti ágæta Spaugstofa var búin, stormaði á sviðið hin frísklega og sæta kona Ragnhildur Steinunn. Það var laugardagsstemming í loftinu. Kjóllinn stuttur, hárið sveiflast, allt getur gerst.
En svo áttaði ég mig á misréttinu. Jón Ólafsson var um langt skeið með þátt sem hafði svipaðan efnivið þ.e. að gefa nærmynd af tónlistarmanni. En afhverju var hann ekki sýndur í netbol maðurinn og meira eggjandi til að kítla aðeins sjónsviðið hjá kvenþjóðinni?
Ekki er ég á móti söng- og dansprógrammi, eitthvað "dirty dancing" þema á laugardagskvöldum. Fínt að ná stemmingu kjötkveðjuhátíða í lok vikunnar. En það að hafa bert læri inn í mynd heilann viðtalsþátt finnst mér örlítið truflandi.
Flokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
- varmarsamtokin
- baldurkr
- dofri
- saxi
- bjarnihardar
- herdis
- hlynurh
- jonthorolafsson
- gummisteingrims
- hronnsig
- kolbrunb
- steinisv
- skodun
- vglilja
- heisi
- sigurgeirorri
- veffari
- hallgrimurg
- gretarorvars
- agustolafur
- birgitta
- safinn
- eggmann
- oskir
- skessa
- kamilla
- olinathorv
- fiskholl
- gudridur
- gudrunarbirnu
- sigurjonth
- toshiki
- ingibjorgstefans
- lara
- asarich
- malacai
- hehau
- pahuljica
- hlekkur
- kallimatt
- bryndisisfold
- ragnargeir
- arnith2
- esv
- ziggi
- holmdish
- laugardalur
- torfusamtokin
- einarsigvalda
- kennari
- bestiheimi
- hector
- siggith
- bergen
- urki
- graenanetid
- vefritid
- evropa
- morgunbladid
- arabina
- annamargretb
- ansigu
- asbjkr
- bjarnimax
- salkaforlag
- gattin
- brandarar
- cakedecoideas
- diesel
- einarhardarson
- gustichef
- gretaulfs
- jyderupdrottningin
- lucas
- palestinufarar
- hallidori
- maeglika
- helgatho
- himmalingur
- hjorleifurg
- ghordur
- ravenyonaz
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- drhook
- kaffistofuumraedan
- kjartanis
- photo
- leifur
- hringurinn
- peturmagnusson
- ludvikjuliusson
- noosus
- manisvans
- mortenl
- olibjo
- olimikka
- omarpet
- omarragnarsson
- skari60
- rs1600
- runirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- stjornlagathing
- snorrihre
- svanurmd
- vefrett
- steinibriem
- tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 353897
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Það má líka benda á hver konur eru lítt sýnilegar í alvarlegum umræðuþáttum núna í sjónvarpinu en hins vegar eru konur með blásin brjóst látnar kynna dagskrána á milli dagskráratriða. Það var mjög áberandi í kynningum á dagskrá í gærkvöldi, áberandi líka hvernig sjónarhornið á myndavélinni á þuluna sem þuldi upp dagskrána var á barm hennar.
þetta endurspeglar stöðuna í jafnréttismálum hvað varðar hinn myndræna þátt.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.10.2008 kl. 13:53
Þið eruð nú meiri talibanarnir.Ef þið vitið ekki þá er hægt að slökkva á sjónvarpinu ef fólki líkar ekki það sem þar er
ingo skulason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:31
Þessi rauði kjóll og þessi stígvél voru hræðileg í alla staði. Hún Ragnhildur tapaði sér aðeins þarna..
Hún leit út einsog Austantjaldshóra (afsakið frönskuna)
Stefán Þór Steindórsson, 12.10.2008 kl. 20:56
Klæðnaðurinn hennar passar betra á öðrum vettvangi.
Það er eins og sumar konur geta ekki komið fram opinberlaga nema að sýna þjóðina brjóstaskorunni.
Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 21:46
Nú get ég ekki annað en verið ósammála. Hver ræður því hvernig kona klæðir sig? Hún sjálf! Finnist henni smekklegt að vera í rauðum kjól og háum svörtum leðurstígvélum, þá er það fínt. Þetta er fullkomlega hennar réttur hvað svo sem öðru líður - til dæmis því hvað smekklegt er og hvað ekki. Sjónvarpið hefur að því er ég best veit engan sérstakan "dresscode" á starfsmenn sína í svona þáttum.
Því er alltaf verið að agnúast út í það hvernig konur klæða sig? Af hverju finna jafnvel þeir sem telja sig femínista þörf fyrir að hafa vit fyrir öðrum konum hvað þetta snertir? Ef fólk á annað borð aðhyllist kvenfrelsi, þá er í því falið að kona geti klætt sig á þann hátt sem henni sýnist.
Mig grunar að gagnrýni ykkar stafi af einhverju sem er í höfðinu á ykkur, en ekki í klæðnaðinum sjálfum. Hvað voruð þið að hugsa? Fáið þið virkilega kynlíf, eða jafnvel klám í hausinn við það eitt að sjá konu klæða sig eins og Ragnhildur gerði? Ef já, sem mig grunar að sé rétta svarið, - þá er alla vega búið að einangra vandamálið. Og, já, vandamálið er hugarfar ykkar. Það er ÞAÐ sem setur samasemmerki milli klæðnaðarins og einhvers annars - ekki klæðnaðurinn sjálfur. Og ÞAR þarf tiltektin að byrja ef þið höfðuð það í huga að vanda um fyrir konunni með femínisma eða jafnrétti að leiðarljósi. Jafnrétti þýðir m.a. það að fólk hefur jafnan rétt til ákvarðana um eigið líf, og klæðaburður er EKKI undanskilinn. Það er með öðrum orðum ykkar eigið hugarfar sem gerir barma, læri og brjóstaskorur að einhverju "ljótu", einhverju sem ekki má sjást, einhverju sem kona ætti helst að skammast sín fyrir.
Þetta finnst mér frekar ömurleg heimspeki og síður en svo í anda jafnréttis og kvenfrelsis. Hún er helsi, og fyrst og fremst til þess til þess fallin að píska konur og kúga.
Kveðja,
Bergþóra
Bergþóra Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:07
Kurteisi takk. Þáttastjórnandi er glæsileg og vel menntuð kona, en minn punktur var einungis að benda á að ég áttaði mig ekki á samhengi myndmálsins. Þakka þér Salvör fyrir að benda á hliðstæðar áherslur með þulurnar. Þetta er ekki sagt af því að þetta brjóti gegn einhverju velsæmi.
Kynþokki verið flott áhersluatriði í bíómyndum og sjónvarpsefni en það er mengun að setja slíkt inn í allt mögulegt samhengi. Líkt og sælgæti er farið að vera í boði út um allt. Þú færð þér mola í bankanum af því að þú ert að bíða en veist að þig langar ekkert í sætindi. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.10.2008 kl. 22:24
Ragnhildur Steinunn er bara soldið mikið upptekinn af sjálfri sér ég held það sé nú í lagi.
bóla (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:26
Hvernig á þulur að vera þulur ef ekki má sjást í barminn? Hvaða skaði er af því að sjá eða sýna barm? Hvað er svona óþægilegt eða óhreint við það? Eiga konur að skammast sín fyrir það að hafa barm? Eða eiga þær bara að hylja hann? Ef svo, hver er þá munurinn á því, og þeirri stefnu sumra múslimaleiðtoga (karla) að konur megi ekki sýna háls, hár, handleggi, ökkla... osfrv? Það er stigsmunur, ekki eðlismunur.
Bergþóra Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:01
Bergþóra þér er mikið niðri fyrir þegar þú mælir fyrir réttindum kvenna að sýna sem mest af holdlegri fegurð sinni. Þar styð ég þig heilshugar!!!! Í raun finnst mér að fólk megi bara koma nakið fram hvenær og hvar sem er ef það vill og ekki myndi ég álíta það tiltökumál ef að það væri bara orðinn svona almennur siður.
Hvernig þetta birtist í sjónvarpi allra landsmanna er bara taktlaust. Þulurnar og sætu Kastljósstelpurnar eru hóparnir sem hafa leyfi til að "skora". Reyndar fannst mér Rósa Ingólfs stundum gera þetta að raunverulega fyndnu og hugmyndaríku þema. Eins og ég sagði þá er ég ekkert á móti "dirty dancing" stemmingu, holdlegum senum í sjónvarpi ef það er í einhverju vitrænu samhengi.
Þegar verið er að spyrja gesti í viðtalsþætti um uppruna og áhugamál þá finnst mér það hinsvegar bara truflandi að vera að horfa á kvenmannshold. Mér finnst það ekki gera efnið flottara, heldur aulalegra. Það er ekki af því að ég sé að hugsa svo slæmar hugsanir eða ráði ekki við mig þegar ég sjái slíkt myndefni.
Ég vil hrósa Ragnhildi fyrir þættina. Mér fannst þátturinn með Bubba sérlega góður. Þátturinn í gærkvöldi var þyngri og ópersónulegri. Ásamt þessu að mér fannst sex appíllinn óþarflega ýktur. Líka sérkennilegt að upplifa hvernig myndatökumennirnir reyndu að hafa "nekt hennar" alltaf inn í mynd.
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.10.2008 kl. 23:34
Hún var rós kvöldsins, demantur næturinnar, sól morgunsins og hlý vorgolan sem yljaði manni um likhaman allan daginn á eftir (þó það væri frost). O hafi þið það.
En án gríns þá var hún flott og er það alltaf, fínn þáttur. Sá ekki þann á undan en mun horfa á þann næsta.
Einar G. Harðarson, 13.10.2008 kl. 04:46
Sá ekki táttinn enda í útlandinu.Gaman bara ad fylgjast med ykkur hérna á sídunni fjölbreittar og skondnar umrædur.
Knús inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.