20.10.2008 | 23:17
Sókn inn á við og út á við
1. Efla samhug þjóðar. Við þurfum að snúa af leið einstaklingshyggju sem klofið hefur og sundrað þjóðarvitund undir merkjum græðgi og sjálfselsku. Næra einstaklingshyggju sem byggir á sjálfsvirðingu og mannrækt. Að það verði áhugavert að setja sig inn í aðstæður annara, veita og þiggja stuðning, fá og gefa samkennd. Tryggja öflugt og skapandi mannlíf undir merkjum frelsis, jafnréttis og kærleika. ----> Traustir innviðir
2. Full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóða. Á einni öld hafa samgöngur gert fjarlægðir afstæðar. Vegalengd að Selfossi álíka og til Kaupmannahafnar núna, ferð til Rómar álíka og til Akureyrar áður. Tækifæri okkar og réttindi liggja í samstrfi þjóða í álfunni. Þar liggur sjálfstæði okkar sem einstaklinga. Sjálfstæði okkar sem þjóðar skerðist ekki meira en nemur þeim kvöðum sem felast í að tryggja hin einstaklingsbundnu réttindi og frelsi. ----> Traustar brýr milli landa
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Athugasemdir
Ágætis færsla hjá þér og þó sérstaklega liður 2.
Ég er svo sem alveg sammála þér, að við verðum að efla samhug þjóðarinnar í þeim erfiðleikum, sem við eigum við að etja. En að við þurfum að vaða inn í eitthvert "kollektívt/sósíalískt" draumaland er að mínu mati jafn rangt og að kapítalisminn sé dauður úr öllum æðum eða að sósíalisminn hafi dáið í kringum 1990. Báðar stefnur lifa áfram góðu lífi og í misjöfnum blöndum meðal þjóðanna. Hlutverk stjórnmálanna eru að ákveða blönduna á þessum tveimur stefnum. Mér hugnaðist sú blanda, sem við vorum með til ársins 2004 ágætlega, en alls ekki þetta rugl undanfarinna ára. Ég vil ekki aftur til ársins 1986!
Við munum hins vegar snú baki við ýmsu því, sem frjálshyggjan stóð fyrir. Þar gildir eins og svo oft áður að íhuga hvað kosti frjálshyggjan hefur og hvað galla og velja síðan og hafna eftir þörfum.
Þú talar um frelsi. Frelsi án einstaklingsfrelsis er lítils virði! Það sem við klikkuðum illilega á var að takmarka ekki frelsi mannanna til athafna á vissum afmörkuðum svæðum með öflugu eftirliti og regluverki.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 12:15
Sæll Guðbjörn. Mér finnst gaman að velta fyrir mér hugtökunum frelsi og sjálfstæði. Það er mikið vísað til mikilvægis þess að vera frjáls, sjálfstæð og fullvalda þjóð. Í þessari afstöðu felst ákveðin einangrunarhyggja. Það að við getum staðið ein og óstudd, án þess að vera hluti af stærri heild. Frelsi, sjálfstæði og tækifæri felast í öflugum og góðum tengslum innan álfunnar. Að skapa slíkan traustan grunn um réttindi og samábyrgð gefur okkur sóknarfæri og stöðugleika.
Það er mikilvægt að setja stefnuna á fulla þátttöku í ESB og að taka upp evru sem mynt. Flytjum Evrópu til Íslands, áður en fólkið flytur til Evrópu!
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.10.2008 kl. 18:20
Sammála ad flytja Evrópu til íslands ádur en fólkid flytur burt til Evrópu.Var einmitt ad skrifa um tad sama í mínum pistli í morgunn.
Gódur pistill hjá tér og ég get ekki verid meira sammála .
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.