30.10.2008 | 23:15
Vinstri sveifla
Ránfuglinn missir flugið. Hann hefur ekki skilað æti í búið og trausta fylgið virðist týnast af flokknum. Hannes Hólmsteinn og fleiri sem breyttu landinu í tilraunastöð frjálshyggju og Thatcherisma eru ekki lengur fengnir til fyrirlestra um vel heppnaða markaðshyggju og fiskveiðistjórnarkerfi. Traustið á flokknum gekk að stærstum hluta út á að hann væri líklegastur flokka til að halda veislunni áfram. Ganga lengra í neysluhyggju og efnishyggju. Nú virðast plástrarnir búnir, spilaborgin hrunin. Fuglinn og flokkurinn sem áttu að vera tákn staðfestu og ábyrgðar er allt í einu tákn kaldra og ómanneskjulegra gilda.
Um langt skeið hef ég átt þann draum að hér væru tveir nokkuð stórir vinstri flokkar, sem ljóst væri að vildu vinna saman. Líkt og verið hefur raunin á hinum Norðurlöndunum og hefur gefið af sér kjölfestu sem að stendur nú mun fastari fótum en sú kjölfesta sem okkur var talin trú um að væri mest og best en birtist okkur í klæðalítilli afurð langrar stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er þó visst áhyggjuefni að forysta VG virðist ekki vera í takt við kjósendur sína í Evrópumálum. Mikið er um reiði og óróa í landinu. Fylgisaukning VG tengist slíkri stemmingu. En þar er ábyrgðin mikil að bjóða upp á huggun, mannúð og lausnir. Ekki að kynda undir eldi óróleika og óvissu.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2008 kl. 09:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér. VG og Samfylking þurfa að samræma stefnu sína í þágu fólksins í landinu fyrir næstu kosningar. VG þarf að skilja að með einhverjum þurfa þeir að sitja í ríkisstjórn og sá flokkur er Samfylking. Ef VG hefði mótað aðra stefnu í sambandi við EB fyrir síðustu kosningar, hefðu kosningaúrslit mögulega orðið önnur og Samfylking ekki orðið að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ef ekki er skýr meirihlutastefna þessara flokka eftir næstu kosningar um EB-aðild, hefur fólkið í landinu enga skýra átt sem verið er að fara í og mér finndist það algjört ábyrgðarleysi og skortur á mannúð. Ég skora á félagshyggjufólk að taka nú höndum saman, því sameinuð stöndum við, en sundruð fölluð við oní fúlann pytt Hálfstæðisflokksins
Máni Ragnar Svansson, 31.10.2008 kl. 01:04
Takk fyrir frábæran pistil og skemmtilegur til lestrar...
Tad er algjört skilyrdi ad fólk fái sýn á ad efnahagsstefnan í landinu verdi skýr og styrk og gefi fólki traust .Fólk er hrætt sem er ekki skrítid og vonandi koma vinstri flokkar til ad veita fólki trú á landid sitt aftur.Hvort vid göngum í EB er ekki kannski betri kostur en kannski samt.Tad tarf ad skodast nidur í kjölin aaudvitad.Mér sýnist tad betri kostur en ástand tad sem er í landinu okkar núna..Tad er engin spurning.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 31.10.2008 kl. 08:08
Innganga í ESB væri í besta falli margra ára ferli. Því er óraunhæft, í raun popúlískt að setja það fram sem einhverja allsherjarlausn á vitleysunni síðastliðinn áratug. Sjálfsagt að skoða það en forgangsverkefni er að hreinsa til í brunarústunum.
Guðmundur Auðunsson, 31.10.2008 kl. 11:24
Umræður og kosningar um framtíðarstöðu okkar í Evrópu er ekki popúlismi eða lýðskrum. Olli Rehn stækkunarstjóri sambandsins lýsti því yfir nýlega að aðildarferlið gæti tekið um eitt ár af því að í gegnum EES höfum við tekið upp flest af lögum og reglum. Ef við náum ásættanlegri niðurstöðu um yfirráð yfir auðlindunum þá eru mál að mestu í höfn.
Krónan er stærsta vandamálið. Mér finnst það alveg koma til greina að efla samvinnu innan Norðurlanda og að þau formi einingu innan sameinaðrar Evrópu. Hugsanlegt væri að taka upp einhverja norræna mynt sem millibilsástand. Eitt er víst að langt er í land og löng bið eftir því að erlendir markaðir og fyrirtæki fái tiltrú og traust á íslenskri krónu. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 31.10.2008 kl. 12:51
Það þýðir ekki að tala eins og það hafi verið VG sem farið í stjórn með íhaldinu og ekki Samfylkingin. VG hefur alltaf viljað starfa með Samfylkingunni. Það hefur alltaf verið stefna VG. Það eru kratarnir sem hafa verið að svíkja lit á vinstri vængnum. Það eru því kratarnir sem þurfa að snúa sér til vinstri og ekki öfugt ef nást á samstaða á vinstri vængnum. Hver veit hvað semja má um þegar framtíð byggðar í landinu er undir. Kannski VG gæti sætt sig við að ganga í ESB gegn því að við færum úr NATÓ. Gætu kratarnir sætt sig við það? Eða er bara hægt að semja um að fylgja stefnuskrá Samfylkingarinnar í þaula?
Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 16:12
Ég veit ekki hvað "kratar" geta sætt sig við. Samfylkingin er breiðfylking um lýðræðislegan grundvöll, líkt og Reykjavíkurlisti var í Reykjavík og Röskva var í Háskólanum. Flokkinn mynduðu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti. Það var samþykkt lýðræðislega meðal "komma", "krata" og "kerlinga" að því fylgdu fleiri kostir en gallar að vinna að heildarhagsmunum fólksins í landinu innan sameiðs afsls heldur en sundraðir í smærri einingum.
Á síðasta kjörtímabili var iðulega skrifað í leiðara Morgunblaðsins að VG ætti ekki að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Undir þetta fóru ýmsir forystumenn að taka. Eftir síðustu kosningar þá hafði Geir Haarde tromp á hendi því stjórnin hafði haldið tæpum meirihluta. Steingrímur J spillti fyrir möguleikum strax á kosninganótt með yfirlýsingum sem að í raun útilokuðu samstarf við Framsóknarflokkinn. Einnig virtist margt benda til að hann hefði meiri áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokk heldur en Samfylkingu.
Það eru því flestir fulltrúar VG sem vita að þeir héldu illa á spilunum í þessari atburðarás. Ég hef bent á að mér finnist ósennilegt að þetta hefði þróast svona ef að Katrín Jakobs, Svandís Svavars eða Guðfríður Lilja hefðu fengið einhverju ráðið. Fólk sem er alið upp í Röskvu innan háskólans. Hinsvegar gæti Samfylkingin lagt áherslu á ESB og sett það fyrir sig ef VG flýtir sér ekki að vinna heimavinnuna í því máli. Allir stuðningsmenn VG sem ég tala við vilja fara af stð í aðildarviðræður, en forystan er á móti.
Það er ónothæfur flokkur sem getur eingöngu verið á móti. Lifir í tilveru sem er einhvern veginn utan og ofan við alla hagsmuni fólks og fyrirtækja. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 31.10.2008 kl. 16:52
"Það er ónothæfur flokkur sem getur eingöngu verið á móti. Lifir í tilveru sem er einhvern veginn utan og ofan við alla hagsmuni fólks og fyrirtækja."
Þvílíkt endemis bull er þetta og sorglegt að gáfaður maður eins og þú skulir vera svona blindur. Vinstri grænir hafa verið á móti ríkjandi stefnu undanfarinna ára sem, eins og nú hefur komið á daginn, er "utan og ofan við all hagsmuni fólks og fyrirtækja." Þeir hafa staðið í lappirnar - annað en Samfylkingin sem stöðugt hefur verið að færast nær flokknum sem er kominn langleiðina með að rústa efnahag þjóðarinnar. Fyrir utan ESB-þráhyggju sína er Samfylkingin stefnulaus flokkur og lætur stefnuna bara ráðast af því hvernig þeir telja sig geta náð í sem flest atkvæði. Fyrir síðustu kosningar var farið í ómerkilega lygaherferð undir nafninu "Fagra Ísland" til þess að ná í mögulega kjósendur VG. Sitt "Fagra Ísland" voru þeir byrjaðir að svíkja nánast um leið og þeir voru komnir í ríkisstjórn. Undanfarin misseri hafa sumir í Samfylkingunni oft talað eins og harðir hægrimenn í ýmsum málum t.d. með því að mæra útrásarvitleysuna. Núna er ljóst að við þurfum að byggja efnahagskerfið aftur upp frá grunni og það þarf að byrja sem fyrst en Samfylkingin virðist ekki hafa margar hugmyndir um hvernig á að gera það aðrar en "töfralausnina" að ganga í ESB. Fyrsta verkefni flokksins ætti að vera að slíta samstarfinu við sinn óhæfa samstarfsflokk og finna aftur rætur sínar á vinstri kantinum. Stefnulaust miðumoð er ekki það sem við þurfum núna og því er Samfylkingin alls ekki hæfari en VG til að stýra landinu.
Við getum ekki komist inn í ESB meðan allt er í kaldakoli hjá okkur og því er nauðsynlegt að vera ekki að eyða miklum tíma og orku í þá umræðu þangað til einhver stöðugleiki kemt á. Best væri ef hægt væri að koma á myntsamstarfi við hin norðurlöndin, ekki bara tímabundið heldur til frambúðar og leitast yrði við að auka samvinnu þjóðanna á sem flestum sviðum.
Starbuck, 31.10.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.