Krónulaus Norðurlönd?

Samkvæmt kvöldfréttum Sjónvarps kostar það meðalfjölskyldu í Danmörku um 22 þús. íslenskar krónur á mánuði að hafa ekki tekið upp evru. Óróleiki í litlu hagkerfi hefur kallað á hærri vexti heldur en í evrulöndum.

Getur einhver reiknað ávinning íslenskra fjölskyldna, ef landinu hefði ekki verið stjórnað af þjóðrembum síðustu áratugi? Hvernig staðan væri nú á Íslandi, ef við hefðum verið meðal þeirra þjóða sem tóku upp hina sameiginlegu mynt í byrjun árs 1999.

Sjálfsagt hefðum við ekki farið í gegnum eins mikla þenslu og sýndarhagvöxt og ekki heldur farið í þennan djúpa dal. Við hefðum búið við stöðugleika, sem hefði hjálpað iðnaði og fyrirtækjum að byggja sig upp í takt við raunhæfar áætlanir. 

Ræddur hefur verið sá möguleiki að taka upp norska krónu hér á landi. En hún hefur sveiflast verulega með breytingum á olíuverði. Þannig að það gæti verið að fara úr öskunni í eldinn að hætta með gjaldmiðil sem oft hefur sveiflast með fiskverði í sveiflur eftir olíuverði.

Það gæti því verið full ástæða fyrir Norðurlöndin að sigla sameiginlega inn í myntbandalag Evrópu. Ásamt því að koma fram sem öflug eining innan samstarfsins í álfunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Norrænir ráðamenn hafa löngum rökstutt inngöngu allra Norðurlandanna inn í ESB með því að á þann hátt eignist Norðurlöndin sameiginlega fleiri fulltrúa en til dæmis Þýskaland. Með fjölgun ríkja verði slík samstaða enn mikilvægari en fyrr.

Ómar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú gleymir Gunnlaugur að taka fram að Danir hafa sparað mikila frámuni á því að standa fytrir utan Evru þvi stýivextir hafa legni verið lægri í Danmörku en hjá Evrópska seðlabankanum. Svo útkoman er Dönum hagstæð að hafa staðið fyrir utan Evru. Þessutan þá hefur þetta aldrei verið spursmál um krónur og aura fyrir Dani heldur um möguleikann á að segja sig úr ESB þegar það fer á hausinn og þá án þess að þurfa að taka þátt í samgjaldþroti evrusvæðis, því á hausinn er það að fara. En já núna hrynja sölumenn evru út úr skápnum í von um að geta hrætt fólkið með peningabuddunni - dálítið eins og hjá vissum stjórnmálamönnum á Íslandi sem selja evrur sem sleikipinna núna - og það alveg án þess að roðna.

Íslendingum myndi líða eins með 80 milljón Þjóðverja og 60 milljón Frakka í túnfætinum. Það eru einungis 67 ár síðan Þjóveðjar hernumndu Danmörku. Það er eingin þjóð í Evrópu sem lítur eins einfeldingslega á þesi mál eins og margir virðast gera á Íslandi, akkúrat núna eftir að Íslendingar urðu dálítið blánkari vegna þess að þeir duttu af hestbaki um stundarsakir. Enginn hér lítur á ESB sem mynt.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 06:02

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Miklu nærliggjandi væri að segja frá því að Svíþjóð er með miklu lægri stýrivexti en Danmörk vegna þess að Svíum er sama þó gengið falli aðeins því það hjálpar þeim við að flytja út fleiri Volvo á betra verði. Þó er verðbólgan smávegis hærri í Svíþjóð en á evrusvæði í heild og hærri en í Danmörku eða 4,4% í Svíþjóð. Svíþjóð getur gert eins og þeim sýnist vegna þess að þeir ganga í skóm sem passa þeim sjálfum og ekki einhverju myntbandalagi. Svíar vita að verðbóga er á niðurleið í Svíþjóð og þess vegna þora þeir að lækka vexti.

Stýrivextir 31. október 2008, prósent

Bandaríkin: 1,00

Japan: 0,30

ECB: 3,75

Bretland: 4,50

Kanada: 2,25

Svíþjóð: 3,75

Noregur: 4,75

Danmörk: 5,50

Ungverjaland: 11,50

Rússland: 11,00

Brasilía: 13,75

Mexíkó: 8,25

Indland: 9,50

Kína: 6,66

Taiwan: 3,00

Saudi Arabía: 12,0

Tyrkland: 16,75

Heimild: Reuters (TT)

Niðurstaða og ályktun samfylkingarinnar: göngum í Japan og Bandaríkin

Niðurstaða og ályktun hins hugsandi manns: stýrivextir koma greinilega eftir verðbólgustigi, nema í myntbandalögum. Danmörk ætti að standa fyrir utan myntbandalagið og ESB því þá gætu þeir framkvæmt peningastefnu sem hentar Danmörku og ekki einhverjum steingervingum í mið- eða suður Evrópu. Það kostar að gefa sjálfsræði sitt uppá bátinn.

Nú á Seðlabanki Íslands eftir full hlaðnar fallbyssur stórskotaliðs til að skjóta á örvun hagvaxtar á Íslandi. Það mun koma sér vel. Hugsið ykkur hvaða þýðingu það mun hafa þegar verðbólgan sem bankarekstur Samfylkingarinnar bjó til loksins fer að hjaðna

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar.. hvenær flyturu frá Danmörku til íslands og vinnur við almennileg skilyrði ? 

hér er bara gósentíð og blóm í haga en ESB er bara rústir einar...

Hver helduru að taki mark á þér í dag ?.. svona í alvöru ? 

Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 09:48

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar: Hvað segirðu - þetta eru fréttir! Er Angela Merkel á leiðinni með Bundeswehr inn í Danmörku eftir 67 ár á friðarstóli og marsera Frakkar kannski einnig með?

Þið ESB andstæðingar eruð alveg að fara úr límingunum af stressi; spáið stríði og endalokum ESB! Næst kemur heimsendir?

Endilega að halda svona áfram, því þetta styrkir okkar stöðu og veikir hana ekki!

Gunnar, við erum 18% stýrivexti en ekki 5,5%! Hér eru allir að kikna, fyrirtæki og einstaklingar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 09:55

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar, við erum 18% stýrivexti en ekki 5,5%! Hér eru allir að kikna, fyrirtæki og einstaklingar!

sjáðu til Guðbjörn.. Gunnari finnst þetta vera frábært ! allavega hefur hann aldrei svarað því afhverju allt er frábært hér á landi en allt ömurlegt í DK og ESB.. hafandi það í huga að maðurinn hefur verið búsettur í DK í um 2 áratugi  

Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 10:10

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar.. hvenær flyturu frá Danmörku til íslands og vinnur við almennileg skilyrði ?

Óskar

Kæri Óskar. Það verður næsta vor. Ekki selja landið fyrir túkall á meðan! Ég vona að þú bjóðir mér i kaffi og kleinur þegar ég kem. Núna eru börnin okkar orðin stór og fullvaxta svo við hjónin getum betur ráðið búsetu okkar aftur. Þess vegna Ísland næsta vor. Við vitum nefnilega að framtíðarhorfur á Íslandi eru bjartar og mörg góð tækifæri myndast oft í kreppum. Börnin okkar ætla sennilega ekki heldur að setjast að hér í ESB þó þau séu fædd hér, því það er ekki svo auðvelt að hefa nýtt líf í ESB með 15.3% atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri og svo er heimurinn stór. Líður þér betur núna? En þér er einnig frjálst að skipta Óskar. Það hefur alltaf verið hægt á milli Norðurlandanna (þurfti ekkert ESB til þess), og þú getur einnig flutt til ESB landa ef þú getur skaffað þér atvinnu eða framfærslu, Annars ekki.

Guðbjörn:

Já eins og ég sagði: Niðurstaða og ályktun hins hugsandi manns: stýrivextir koma greinilega eftir verðbólgustigi, nema í myntbandalögum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 10:14

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gunnar þú virðist ekki sjá þau vandræði sem við erum komin í vegna sjálfstæðrar peningamálastefnu. Forsætisráðherra notaði einmitt þín rök í fyrra sem ástæðu þess að engin ástæða væri til frekara samstarfs við ESB. Það væri svo gott fyrir Ísland að hafa sjálfstæða peningamálastefnu og mynt.

Svo kemur í ljós að þetta er einmitt meginorsök vandans. Ofmetin króna gerði mögulegt að skuldsetja þjóðina út á ystu brún. Það sem að áttu að vera hjálpartæki reyndust ástæður þess að við brunuðum út í skurð og sitjum uppi með mynt sem enginn mun hafa trú á erlendis næstu misseri og ár. Hvernig leysum við þann vanda? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.11.2008 kl. 10:27

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þið ESB andstæðingar eruð alveg að fara úr límingunum af stressi; spáið stríði og endalokum ESB! Næst kemur heimsendir?


Heimurinn er stærri en ESB Guðbjörn, miku stærri. En já, evrusvæðið mun náttúrlega fara á husinn því það megnar ekki að búa til hagvöxt og hefur raunar aldrei megnað það. Þessutan þá eru þegnarnir orðnir svo aldraðir í þessu vonlitila samfélgi með nánast engu ungu fólki að samfélagið getur ekki gengið upp lengur. Elliheimili eiga mjög erfitt með að sjá fyrir sér sjálf, það þarf ungt fólk og virka skattgreiðendur til þess.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Gunnlaugur það eru vissulega vandamál sem þarf að glíma við, ekki vil ég gera lítið úr þeim. En þið eruð þó ekki enn komin með þau vandamál sem eru hér hjá ESB og þá sérstaklega á evrusvæðinu og sem eru búin að vera hér áratugum saman. En þau eru fyrst og fremst enginn hagvöxtur áratugum saman, öldrun þegnana, ónýt peninga- og efnahagsstjórnun (one size fit's all illusion) sem hefur leitt af sér massívt fjöldaatvinnuleysi áratugum saman. Evran fékk leyfi til óhindrað að hækka um 100% gangvart dollar á nokkrum árum, þetta ásamt svæsinni fjármálakreppu mun rústa þeim litla og brothætta árgangri sem náðst hefur á evrusvæði. Framtíðarhorfur evrusvæðis eru þeldökkar og alls ekkert sem ég nokkurntíma myndi vilja bjóða Íslendingum eða neinum örðum uppá.

Það þarf að taka til hendinni á Íslandi. Byggja peningastefnu svipaða og Norðmenn hafa og massífan kjölfestusjóð allra landsmanna sem einnig myndar grunninn fyrir peningastefnuna. Bankaútrásin var gallað viðskiptalíkan því hún hefði frekar átt að virka öfugt eins og í Sviss - þ.e. að peningar í erlendri mynt leiti að safe haven á Íslandi og þannig byggja upp fjármálamiðstöð með alþjóðlegum brag ásamt heimilisfestu fyrir alþjóðlegan rekstur. Laða fyrirtæki að í gengum þá sérstöðu sem Ísland hefur með því að standa fyrir utan ESB. Og svo er það öll orkan, sjávarútvegurinn og landbúnaður.

En það skiptir þó ekki máli næstu mörg árin því banka- og fjármálageirarekstur verður tóm hola ofaní jörðina um allann heim næstu árin. Núna þarf að byggja nýtt sem þolir 10.0+ á Richter skala!

ESB eða evra er ekki Viðlagasjóður. ESB er nýtt ríki í smíðum, því miður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.11.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband