Pennsylvanía skapar sigurvegara

Útgönguspár í Pennsylvaníu eru það afgerandi að ljóst má vera að 44. forseti Bandaríkjanna verður Barack Obama. Jafnframt er ljóst að demókratar ná afgerandi meirihluta í þinginu.

PennsylvaniaVið bjuggum um skeið í Pittsburgh, Pennsylvanía og frá þeim tíma hef ég haft áhuga á bandarískum stjórnmálum. Í Philadelphia borg og Pittsburgh eru vígi demókrata, en republíkanar eiga mikið fylgi í miðhlutanum.

McCain/Palin framboðið bjóst við sóknarfærum í fylkinu enda hafði Sarah Palin komið þangað ellefu sinnum á síðustu dögum.

Farin að sofa -- sáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

maður er bjartsýnni í dag en í gær

Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ekki spurning. Það er líka jákvætt hvernig hann virðist vekja áhuga hjá unga fólkinu. Unglingurinn minn vildi endilega vaka eftir úrslitum og hef álíka sögu frá samkennara þar sem heimasætan sextán ára var eina sem vakti langt fram eftir nóttu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.11.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband