13.11.2008 | 22:02
Tvímynt - króna og evra
Nú eru taldar líkur á því að fiskútflytjendur séu byrjaðir að leggja greiðslur inn á reikninga erlendis, frekar en koma með féð heim og skipta því yfir á ótrygga krónu. Því er það spurning hvort að eitthvað mæli lagalega gegn því að þeir komi með skipsfarmana af evrum til Íslands frekar en verðmæti og fólk tapist úr landi.
Auðvelda þarf umsýslu banka, einstaklinga og fyrirtækja með evrur. Ferðaþjónusta og verslun í landinu á að sameinast um að taka jöfnum höndum við krónum og evrum sem greiðslumáta. Útvíkkum sprotahugmyndir enn frekar og finnum farveg fyrir dugnað Íslendinga að búa til vörur sem að hægt er að fá greitt fyrir í traustri mynt.
Við búum við Seðlabanka þar sem yfirmaðurinn sagði okkur í sjónvarpi um daginn að krónan færi að styrkjast eftir nokkrar vikur. En það hefur enginn trú á því. Ekki vegna þess að íslenskir lýðskrumarar séu að tala niður krónuna heldur vegna stefnu stjórnvalda síðustu áratuga að viðhalda hávaxtastefnu sem leiddi af sér ofmetna krónu, þenslu og skuldsetningu erlendis.
Allur sá fjöldi erlendra þjóða sem nú hafa brennt sig á því að lána út á þessa vafasömu mynt munu ekki næstu misserin taka slíka áhættu að nýju. Við getum ekki beðið lengur eftir aðgerðaáætlun stjórnvalda. Frumkvæði í landinu verður að hafa einhvern farveg. Þó það sé ef til vill ekki leyfilegt að stjórnvöld taki upp evru einhliða, þá er ekkert því til fyrirstöðu að fólk og fyrirtæki noti evru sem gjaldmiðil.
Þeir fiska sem róa - Sveltur sitjandi kráka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2008 kl. 11:49 | Facebook
Athugasemdir
Akkúrat. Nema að ferðaþjónusta og verslanir þurfa að auglýsa að þau taki við evrum. Bankar og kortafyrirtæki þurfa að gefa út greiðslukort með evrureikningum. Við verðum að taka völdin, fólk og fyrirtæki og innleiða greiðslumáta sem að ekki er hlegið að í öðrum löndum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.11.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.