Áfram Jóhanna! Hún lengi lifi!

Ogmundur JonassonSumir stjórnmálamenn lifa utan og ofan við hversdagslegar áhyggjur fólksins í landinu. Sumir stjórnmálamenn eyða orku sinni í að magna ófriðarbál frekar en að hugsa í lausnum. Félagi Ögmundur Jónasson var í pontu í síðustu viku og sagði í tilfinningaæsingi  "hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir einstæðu móðurina sem er að missa húsnæðið sitt". En hvað vill hann gera í stöðunni? Hann er ofurlaunamaður sem forystumaður stéttarfélags og alþingismaður. Ef að hann hagræddi í heimilisrekstri þá gæti hann örugglega framfleytt 3-5 einstæðum mæðrum. En er honum í raun eins annt um hag þeirra og hann lætur. Vonast hann hugsanlega eftir aukinni neyð heimilana til að fiska í gruggugu vatni?

johanna sigurdardottirJóhanna Sigurðardóttir ber höfuð og herðar yfir aðra ráðamenn og alþingismenn. Hún er með púlsinn á vanda þjóðarinnar og leitar lausna. Ég er einn af mörgum sem að hef verulegar áhyggjur af því að ég sé að missa tökin á fjármálastöðu heimilisins. Forsíða Fréttablaðsins færir mér frétt af mögulegri lausn. "Séreignasparnaður verði greiddur strax". Þar á ég eina og hálfa milljón og gæti sú fjárhæð liðkað verulega til í stöðunni. Ég er búin að borga mikið í lífeyrissjóði og treysti á það síðar, en verð að nota séreignasparnaðinn við þessar aðstæður. Því skora ég á mótmælendur á Austurvelli að skrifa á spjöld sín allir sem einn; Áfram Jóhanna! Hún lengi lifi!

Hægt er að byrja ferð á Austurvöll og fara klukkan eitt í Iðnó og hlusta á Jonna frænda (Jón Ólafsson heimspeking) vera með erindið; Hugsjónamiðað raunsæi: Sjö dyggðir fyrir stjórnmál framtíðarinnar. Fara svo og hlusta á Andra Snæ á Austurvelli en hann er alltaf með frumlegar og skapandi hugmyndir. Síðan að fara um kvöldið á gleðitónleika Bubba Morthens og fleiri. Þannig er hægt að fá hollt og gott nesti fyrir sálartetrið. Reiði er ekki vænlegasti tónn tilfinningalífsins og hjálpar lítið í stöðunni.


mbl.is Tveir mótmælafundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóhanna ber af

Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður spurning hvort að Jóhann sé tilbúin til að skrifa upp á mörguhundruð milljarðar skuldbindingar sem mun skerða framtíðarmöguleika þjóðarinnar?

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þessar 20 þúsund evrur eða svo er það sem við skrifuðum upp á sem þjóð í samstarfi þjóða um EES samninginn. Við verðum að vera marktækir á alþjóðavettvangi (Skondið Sigurjón, ég hef verið að gera athugasemd hjá þér á sömu mínútu og þú varst að skrifa hjá mér :)

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.11.2008 kl. 11:27

4 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Gunnlaugur,

Jóhanna lagði fram fínan pakka og getur enn bætt um betur með því að liðka til með séreignarsparnaðinn okkar. Minn er td í evrum sem eru alveg nýtilegar í dag. Ég hafði það af að halda mínum sparnaði erlendis, þrátt fyrir að bankarnir hafi endalaust verið með gilliboð um að koma þessu heim í þessa "öruggu" sjóði sína.

Sigurjón, hvað áttu við ? veistu eitthvað meira en við ? hvernig væri að sleppa gífuryrðunum og dómsdagspælingunum einu sinni og koma einhverju uppbyggilegu frá þér. Það er frekar sjaldgæft að maður lesi jákvæðar fréttir eða blogg í dag, en eitt er víst að ekki hefur mikið af því tagi komið frá þér upp á síðkastið. Ég er þess fullviss að á næstunni er eitthvað fleira væntanlegt frá ríkisstjórninni sambærilegt við þennan pakka, til hjálpar fyrirtækjum landsins.

Eitt er víst að við hin sem stöndum utan ríkistjórnar þurfum að bretta upp ermar og byrja að vinna að því að spara, skapa, framleiða eða gera þá hluti sem við gerum dags daglega. Brettum upp ermar og hættum þessari neikvæðni, hugsa jákvætt og vinna, vinna, vinna.

kv. Jón

Jón Jóns (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Ingvar

Þessar tillögur og aðgerðarpakki Samfylkingarpakksins eru eintómar hengingarólar eins og allar aðgerðir sem Jóhanna hefur gert á ráðherfutíma sínum. Jóhanna þinn tími er liðinn.   Bætur .bætur og aftur bætur það er það sem Jóanna hugsar um . Ef það eru til peningar til þess að greiða vaxtabætur þá er betra að læka vextina. Í staðin fyrir að greiða  barnabætur er betra að lækka skattana. 

Ingvar 

Ingvar, 15.11.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Skattakerfið er fyrst og fremst tæki til jöfnunar. Það að slakað sé á innheimtu og borgaðar barnabætur er til að létta ákveðnum hópum. Séreignasparnaðurinn er lífeyrir sem menn ákveða að mynda aukalega. Við núverandi ástand er mjög gott að hafa þennan möguleika á hendi.

Það er ekki smekklegt hjá þér að nota orð eins og "ráðherfa" og sýnir merki lágs þroskastigs. Þú kemur óorði á blogg með þessum hætti. Þorir síðan ekki að skrá þig undir fullu nafni í skrifum þínum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.11.2008 kl. 17:55

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Heilög Jóhanna ætti að segja af sér og heimta afsögn ríkisstjórnarinnar, það er ekki við hæfi svo velviljuð kona sitji með þessu fólki í ríkisstjórn.  Auk þess: mér finnst vanta allan kærleikann sem þú boðar í "hausnum á blogginu" til Ögmundar sem er þó eini maðurinn sem frá upphafi sendi út varúðarmerki gegn nýfrjálshyggjunni.

María Kristjánsdóttir, 15.11.2008 kl. 20:35

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæl María. Hvaða lausnir hefur þú í stöðunni? Ég var alþýðubandalagsmaður um nokkurt skeið og upplifði það sem ástand sem einkenndist af reiði og því að vera eilíflega á nótum neikvæðrar gagnrýni.

Þó Ögmundur hafi verið á móti útrásinni, þá eru það engin sérstök tíðindi. Það sem ég sakna er að sjá hann kynna lausnir og ef til vill leggja Jóhönnu lið við að leita leiða fyrir heimilin í landinu.

Já, einnig einstæðar mæður sem að eru að missa húsnæðið sitt. Það er ekki rétti farvegur kærleikans að gera eingöngu kröfur til annara og gagnrýna aðra. Menn verða að láta verkin tala sjálfir.

Ég hef átt góð kynni af Ögmundi. Hann er yfirlýsingaglaður og það hlítur að vera merki vináttu að hvetja hann til að vera gott fordæmi og nýta sitt fjárhagslega svigrúm til að styðja við þá sem hann hefur áhyggjur af eða gera tillögu að lækkun eigin launa til að auðvelda ríkinu það.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.11.2008 kl. 21:23

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott að vera jákvæður Gunnlaugur. Spurning hvort þú eigir ekki að endurskoða þína pólitísku stöðu og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Varaformaður þeirra segir að það séu geysilega skemmtilegir og spennandi tímar framundan fyrir þann flokk.

Árni Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 23:58

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Árni þú ert oft hnitmiðaður og hef ég iðulega séð góð skrif frá þér. Nú held ég hinsvegar að þú sérst að beita fyrir þig kaldhæðni sem er sterkt einkenni í íslenskri þjóðarsál. Þeir sem að eru jákvæðir eða einlægir eru álitnir einfeldningar. Ég held reyndar að það geti verið spennandi endurmat framundan hjá öllum, fólki og flokkum. Samfylkingin virðist þó langt á undan öðrum með heimavinnuna í Evrópumálum. Þar virðast aðrir, nema frjálslyndir og þunglyndir, ætla að endurmeta stöðu sína.

Kjartan ég er sammála þér að það þurfi að gera eitthvað mjög róttækt í myntmálum. Taka upp evru fyrir Nýja Ísland og miða við meðalgengi krónu yfir lengra tímabil. Fylgja aðferðafræði Finnboga Jónssonar sem leggur til að samin verði afturvirk lög er heimili útflutningsfyrirtækjum að gera upp í evrum. Slík nálgun mætti útvíkka svo hún gildi fyrir alla skattskylda lögaðila.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.11.2008 kl. 00:57

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er smámál. maður gengur bara í Samfylkinguna og þá fær maður vel borgaða vinnu í utanríkisþjónustunni og allir glaðir. Óþarfi að auglýsa svoleiðis vinnu ef maður á flokksskýrteini.

Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 22:56

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er réttlát sneið hjá þér að Kristín Árnadóttir var búin að vera virk í flokknum og átt í miklu samstarfi við utanríkisráðherra. Þessi ráðning stuðaði mig sem röng. En einhvern vegin hefur það verið þannig að flokkarnir hafa úthlutað þessu í gegnum tíðina og meira að segja hafa flokkar skipað sendiherra úr andstæðum flokkum í stöðurnar. Sendiherrastöður hafa ekki verið auglýstar og veit ég ekki afhverju það viðgengst.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2008 kl. 00:02

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

rétt skal vera rétt: Ögmundur þiggur engin laun fyrir að formennsku BSRB

Birgitta Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband