17.11.2008 | 00:36
Litarefni plantna gefa vernd
Andoxunarefni gefa vörn gegn virkni sindurefna. Karoten efni gefa vörn í fituleysanlega hluta líkamans. Þau eru litarefni grænmetis eins og t.d. í paprikum og tómötum. Flavóníðar gefa vörn í vatnsleysanlega hluta líkamans. Þeir finnast í ávöxtum eins og berjum, kíví, appelsínum.
Læknar hafa hinsvegar iðulega mætt umræðunni um áhrif andoxunarefna af mikilli tortryggni. Þess má geta að stór faraldsfræðileg rannsókn sýndi fyrir nokkru að þunglyndislyf hefðu lítil áhrif í langtímarannsókn. Þegar litið var til þess hluta sem náði sér án lyfja bættu lyfin litlu við.
Það er sannfæring mín að litarefni plantna gefa vernd gegn hvarfgjörnum efnum, sem herja á vefi líkamans. Þannig væri auðveld að bera saman ferli öldrunar hjá hópi einstaklinga sem hafa reykt í tuttugu ár og hópi sem að hefur verið grænmetisætur í tuttugu ár.
Gott að fá sér appelsínusafa með beikoninu, grænmeti með hamborgarahryggnum og eina gulrót eftir að menn eru búnir að reykja. Það er eitthvað í þessari rannsókn sem að er vitlaust og hún afskrifar ekki hollustu andoxunarefna.
Ef til vill verða efnin að vera í samverkun við önnur efni í fersku formi plantna eða ef til vill hefði verið gott að hafa ekki svona einsleitan hóp með hugsanlega neikvæða afstöðu.
Bætiefnin hindruðu ekki krabba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var sagt eftir dásvefn Edgars Cayse ( undralæknirinn og sjáandinn) að 3 möndlur (með brúnu hýði) á dag, væri besta vörn gegn krabbameini. Kveðja Svala B
Svala Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:38
Það er fátt með jafn þétt pakkað safn af hollefnum og möndlur. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2008 kl. 13:48
Gunnlaugur
Vitanlega er mikilvægt að neyta fjölbreyttrar fæðu. En við verðum að gera vísindalegar rannsóknir til að geta ályktað um áhrif einstakra fæðuflokka, vítamína eða samspil þeirra. Því miður er "sannfæring" fólks svo mismunandi að henni er ekki treystandi, nema fyrir smávægilegustu ákvörðunum.
Ef þú vilt pikka í þessa frétt mbl.is, myndi ég spyrja um fæðabótaefna-bransann. Það er heilt hagkerfi sem miðar að því að selja fólki snákaolíu í formi þjóðsagna um tengsl einhverja vítamína (snefilefna, o.s.frv.) og einhverja kvilla.
Besti gangrýnispunkturinn er e.t.v. sá að E vítamín úr pillu skilar sér ekki á sama hátt og E vítamín úr náttúrulegri fæðu. En til að sýna fram á það þarf að gera rannsóknir!
Lifðu heill
Arnar Pálsson, 17.11.2008 kl. 16:46
Hjartanlega sammála. Það er verið að selja allskyns dót sem er bara peningaplokk. Hugsanlega líka lyf eins og Prozak sem eru mjög dýr, en mjög óljóst hvort séu að skila árangri.
Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2008 kl. 17:37
Prosac virðist skila árangri fyrir þá sem verst eru settir, en ekki hina (og það auðvitað peningaplokk). Ef þú framleiðir og selur ljósastaura viltu auðvitað selja sem flesta ekki satt, jafnvel þeim sem eru blindir.
http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/entry/460310/
Arnar Pálsson, 17.11.2008 kl. 17:44
Ég verð að vera sammála að því leyti að það er mikilvægt að borða sem fjölbreyttast, og ég er alveg á móti miklu pilluáti hjá heilbrigðu fólki. Svo er matur líka miklu bragðbetri heldur en vítamíntöflur!
Rebekka, 19.11.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.