21.11.2008 | 12:44
Endurnýjun umboðs
Meiri ólga er í þjóðfélaginu en gerst hefur frá upphafi lýðveldistímans. Fátt bendir til annars en að fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja muni ganga í gegn á næstu tveimur árum. Í raun er ekki hægt að kenna neinum um orsakir vandans frekar en öðrum. Þó er hlutur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stærstur í því að innleiða kvótakerfi og allskyns einkavæðingu sem að urðu helstu stoðir græðgisvæðingarinnar.
Þessu þríeyki sem fer fram með tillögu um vantraust er ekki frekar treystandi en öðrum. Þau þurfa líkt og aðrir að gangast undir dóm kjósenda. Fá endurnýjað umboð. Mikilvægt er að ríkisstjórnin ljúki helstu þáttum í aðgerðum gegn efnahagsvandanum, en stefna að kosningum um mitt næsta ár. Það er mikilvægt að fá pólitískt mat á það hvaða áherslur þjóðin vill hafa í því uppbyggingarstarfi sem framundan er næstu árin.
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Athugasemdir
Ég held reyndar að þegar kemur til kosninga þá þurfi að vera búin að fara allsherjarhreinsun á listum flokkana(það sem verður eftir af þeim) og þeir sem sitja á þingi nú, víkji öll.
Einnig þarf að fá fólk með hugsjónir en ekki fólk sem kemur beint úr málfundafélögum Háskólanna, fólk sem hefur ákveðið að það ætli sér að vera atvinnustjórnmálamaður og hefur kortlagt leiðina um hvernig sé auðveldast að ná völdum. Það fók er fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig og klíkur en ekki hag almennigns.
AK-72, 21.11.2008 kl. 12:59
Ég er sammála þér núna og það þarf að taka á vandanum.
Núna berast þær fréttir úr bönkunum að þeir fái bita og afskriftir sem hafi sterkustu klíkuna á bak við sig.
Sigurjón Þórðarson, 21.11.2008 kl. 12:59
Þú ert svo skemmtilega sértækur Gunnlaugur. Þú gleymir því að kreppan sem nú ríður yfir landið á sér rót í samningi sem kratarnir Jón Baldvin og nafni hans Sigurðsson voru helstu talsmenn fyrir. Samfylkingin á erfitt með að sverja þessa menn af sér. Á grundvelli þessa samnings (EES) tók græðgin fyrst flugið eins og við erum nú að kynnast.
Ragnhildur Kolka, 21.11.2008 kl. 13:21
Ragnhildur - Getur drykkjumaður kennt ballinu um að hann hafi verið fullur? Þó að EES samningurinn hafi búið til tækifæri var ekkert sjálfgefið að það ætti að misnota það.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.11.2008 kl. 15:47
ég held að þetta hafi allt saman byrjað þegar kirkjan missti lendur sínar til almúgans.. Ragnhildur á hvaða öld lifir þú vinan ?
Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 16:56
Það hafa allir flokkar fengið að höndla með kvótakerfið. Nú síðast S+D Sumir reyndar undir öðrum nöfnum í fortíðinni en það er klárt að enginn flokkur er saklaus í þeim efnum. Ný kennitala kratana firrir þá ekki ábyrgð. Kannski lagast þetta þegar fiskveiðum á Íslandsmiðum verður stjórnað frá Brussel. Spánverjar segja að Íslendingar fái engan afslátt. Munum að enginn gengur í ESB nema allir samþykki.
Víðir Benediktsson, 21.11.2008 kl. 18:24
Gunnlaugur: Er stigsmunur á drykkjumönnum frelsis (einkavæðing) og drykkjumönnum regluverka (EES samnings)? Var einhver ástæða til að aðskilja þá í fyrstu færslunni?
Þú hittir reyndar naglann á höfuðið þegar þú sagðir áður en þú reyndir hvítþvottinn; það mun verða erfitt að kenna einum umfram öðrum um orsök vandans.
Ragnhildur Kolka, 21.11.2008 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.