Foreldravakt við Alþingishúsið!

ForeldriBarnAllar aðgerðir lögreglu geta magnað mótmælin. Lögreglan þarf því að vinna af yfirvegun og hafa fullgildar lagaheimildir. Jafnframt þarf að vera ljóst að um skemmdir eða afbrot hafi verið að ræða. Veit ekki hvort að það er ólöglegt að hengja Bónusfána á Alþingishúsið.

Var á fundinum á Austurvelli í dag. Mikill mannfjöldi saman kominn. Rölti í áttina að Alþingishúsinu þar sem ég hafði séð rúllur af klósettpappír fljúga. Það var furðuleg sýn sem blasti við. Börn á aldrinum 8-12 ára að grýta Alþingishúsið með ávöxtum og blöðrum með málningu.

Enginn gerði neitt til að stöðva þessa krakka. Um níu ára strákur kastaði stórum steini í aðaldyrnar. Ljósmyndarar voru allt í kring. Farið var með skilti að húsinu og einn ljósmyndari setti eitt þeirra undir hurðarhúninn til að búa til áhrifaríkt móment. Við þurfum að hafa kröfurnar um breytingar skýrar en virkja ekki krafta sjálfseyðingar.

Jón Geir Þórisson stóð ásamt öðrum lögreglumanni fyrir utan Dómkirkjuna og ég spurði hann afhverju þeir reyndu ekki að fá krakkana til að hætta þessu. Hann sagði; "þá yrði nú allt vitlaust, foreldrar verða að bera ábyrgðina á þeim".

Ég vona að það sé ekki til foreldri í landinu sem að verður stolt yfir því að sjá mynd af barninu sínu að henda málningarblöðru í Alþingishúsið.


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið að halda mig utan við þessi mál heim á Íslandi. En ég hef nú verið að fylgjast með þessu og verð að vera sammála þér um þetta í sambandi við krakkana.

Eiginlega finnst mér nú að það ætti að hlífa þeim frá þessu og leyfa þeim að vera börnum í friði og ró, helst heima hjá sér eða einvherstaðar annarstaðar. Ekki að vera koma með þau á svona aðgerðir, þar sem megnið af þeim skilur vart hvað er á seyði. Og mér finnst þetta eiginlega bara vera að kenna þeim að það sé allt í finu lagi að henda grjóti og mat á hús.

Það er allt sem ég mun til málanna leggja í þessum efnum. Mótmæli skal ég alveg skilja, en gerið þið það að halda krökkunum utan við þetta.

Hermann Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það á að taka niður nöfn grislingana og senda foreldrunum reikninginn af þrifunum af hverju eiga þeir sem að ekki gera þetta að borga það kostar að þrifa húsið eftir hverja helgi það má líka senda reikninginn til forystu samtakana

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.11.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

það er jafnræðisreglan sem gildir. Ef fólk má haga sér eins og vitleysingar inn í Alþingishúsinu hljóta þeir sem eru fyrir utan að mega gera það líka. Nema þetta sé eins og með eftirlaunin. Sjálfgefið að sumir séu jafnari en aðrir.

Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðmundur.

Það er rétt sem Jón Aðalsteinn Jónsson bendir réttilega á.

Það vekur furðu sem þú bendir á Guðmundur að smábörn eru notuð til að taka þá í að skemma eigur þjóðarinnar ég spyr hvernig verður framtíðin hjá þessum blessuðu börnum ömurlegt að sjá þetta.

Mér skilst að þetta séu öfgasamtök sem standa fyrir þessum mótmælum og forystumaðurinn er Hörður Torfason.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 22.11.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Thee

Þessir litlu framtíðarskuldarar hafa fullann rétt á að henda öllu handtæku í Alþingishúsið. Þrifin á húsinu kosta sennilega ekki meira en 10 mínútna sukk hjá hinu opinbera. Og ef að Geir Jón og Grani ætla að leggja hendur á litlu skuldarakrúttin þá eru margir fullorðnir þarna sem eru búnir að fá nóg af öllum viðbjóðnum í þjóðfélaginu. Og bíða þess eins að fá góða ástæðu til að geta sleppt sér.

Thee, 23.11.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðmundur.

Það er dapurlegt til þess að vita að þessi sem kallar sig Thee. Er auli í mínum augum þorir ekki að koma undir nafni. Heldur kýs þessi náungi að henta hér fram fúkkayrðum um fólk sem hann sjálfur veit ekki deili á. Þér væri nær að líta þér nær og skoða hvað þú ert að segja.

Guðmundur þetta er þörf áminning sem þú bendir á. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.11.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Heidi Strand

Jóhann Páll það er enginn samtök á bak við mótmælunum á Austurvelli. Þetta er breiðfylking fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri. Þar eru til dæmis margir flokksbundnir sjálfstæðismenn.
Ég er ekki fyrir að henda málning og mat í húsi. Ég hef meira áhyggjur af það sem fer fram innanhús og það þjón sem stjórnvöld eru búin að valda þegnum sinum, bæði okkur og þeir sem enn  eru ófæddir.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 00:56

8 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jæja kæri sveitungi. Svo þér blöskrar framferði þeirra sem erfa munu skuldir sukkaranna. Ég verð að taka undir sjónarmið Víðis gamla skipsfélaga míns.

það er jafnræðisreglan sem gildir. Ef fólk má haga sér eins og vitleysingar inn í Alþingishúsinu hljóta þeir sem eru fyrir utan að mega gera það líka.

Þar fyrir utan er náttúrlega forkastanlegt þegar hitakæru örverurnar í Samfylkingunni sýna fyrrum kjósendum sínum slíka vanvirðu að halda flokksþing á sama tíma og löngu boðaður útifundur er haldinn, einungis til að komast hjá að sína samstöðu. Er nema von að fylgið hrynji af þessum vesalingum sem verja vondann málstað með frægri smjörklípuaðferð sem einmitt formaðurinn ISG hefur hvað mest bannsungið undanfarin ár.

Þórbergur Torfason, 23.11.2008 kl. 02:08

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hörður Torfason fyrir hönd mótmælenda og Geir Jón fyrir hönd lögreglunnar hafa staðið sig frábærlega. Lögreglan hefur haldið stillingu aðdáanlega vel þrátt fyrir ögranir einstaka eggjakastara, og Hörður hefur snilldarlega fléttað saman mótmælum og reiði fólks annarsvegar, og stillingu og yfirsýn með ábyrgu tiltali til þeirra sem spila á línunni hinsvegar. -

Handtaka Bónusfánapiltsins á föstudag í vísindaferð með Háskólanemum voru augljós stórkostleg mistök, og örugglega ekki gerð að tilstuðlan eða ánægju Geirs Jóns og annarra sómamanna í lögreglunni sem kunna að forgangsraða og tímasetja til að forðast óþarfa stigmögnun. Vona bara að það hefi ekki verið Bj Bj sem var svona taktlaus þegar pilturinn kom með hópi nema í boði Samfylkingarinnar inná yfirráðsvæði Björns í Alþingishúsið.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.11.2008 kl. 07:21

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hörður Torfason hefur staðið sig einstaklega vel. Blandað saman krafti og mannlegri hlýju. Hvatt fólk til að taka með sér rusl og talað hefur verið gegn því að grýta Alþingishúsið. Nú þurfum við foreldrar að mæta með börnin okkar fyrir framan Alþingishúsið næsta laugardag.

Slíkur gjörningur væri tákn um að það mun nýtt fólk taka við á Alþingi og tákn þess að við berum virðingu fyrir lýðræðinu og Alþingi Íslendinga sem stofnun. Ef við leyfum þessa hegðun barnana þá erum við meðvirk í einhverri sjálfseyðingu sem enginn veit hvert stefnir.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2008 kl. 11:37

11 Smámynd: Heidi Strand

Við berum virðingu fyrir lýðræðinu en því miður höfum við það ekki lengur.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 11:42

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

En getum við átt vonir og horft til framtíðar ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband