Íslenskt eða Evrópskt kvenfrelsi?

Það er mikið skrúðmælgi í hugtakanotkun, sem birtist frá auka flokksráðsfundi Vinstri grænna. Aðgerðaáætlunin snýst um skammtímalausnir í heimilisbókhaldi en ekkert um peningamálastefnu, vandamál við núverandi gjaldmiðil eða sóknarfæri í atvinnumálum.

Orðræða með öllum þessum hugtökum verður þó fyrst flókin þegar henni er ætlað að innihalda samanburð milli Íslands og Evrópusambandsins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður segir í kvöldfréttum sjónvarps; "aðild að Evrópusambandinu samræmist ekki okkar stefnu um sjálfbæra þróun, félagshyggju, kvenfrelsi og friðarstefnu".

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands skrifar ágæta grein á vefnum www.smugan.is Hún nefnist; "ESB er meira en Evra". Þar bendir hann á að systurflokkur VG í Svíþjóð samþykkti nýlega að láta af andstöðu við ESB því þar væri helsti farvegur umræðu og ákvarðanatöku í umhverfismálum.

Heimurinn er ekki bara eyja í Atlantshafi. Mannréttindi og umhverfismál eru hnattræn í eðli sínu. Sú staðreynd að engum af þeim fjölmörgu reglugerðum og lögum sem Ísland hefur þurft að taka upp vegna EES samningsins hefur verið mótmælt (reyndar voru einhverjir sem héldu því fram að svefnlausir og lítt hvíldir íslenskir atvinnubílstjórar ógnuðu ekki umferðaröryggi) hér á landi sýnir að sú lagasetning hefur almennt verið til hagsbóta. Aukið lýðréttindi eða frelsi einstaklingsins.

Tengsl okkar við ESB hafa tryggt eðlilegri aðkomu almennings í umhverfis- og skipulagsmálum. Sá lýðræðisskilningur hefur skapað grunn undir "aktívisma" sem VG flýtur á þessa dagana. Það segir þó ef til vill nokkuð um lýðræðisást þess flokks að þar mótar "feðraveldið" stefnuna því afstaða til Evrópusambandsins verður ekki borin undir félagsmenn í kosningu. Flokkurinn vill engu að síður í nafni lýðræðis þvæla þjóðinni í gegnum tvöfalda atkvæðagreiðslu. Annarsvegar um hvort farið verði í viðræður og svo aftur um samning.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig Evrópskt kvenfrelsi er verra en Íslenskt kvenfrelsi?


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Kæri sveitungi. Getur þú útskýrt hið gagnstæða. Til hvers að taka upp evrópskt kvenfrelsi ef það er ekki betra en íslenskt.

Svona spyrja auðvitað bara þverhausar af verstu gerð Gulli minn. Það er margbúið að fara yfir það að við getum ekki bæði valið og hafnað. Ef við tökum þann kost að sækja um aðild að Evrópusambandinu, er okkur nauðugur sá kostur að semja okkur að reglum þess. Þetta hlýtur að vera þér jafnljóst og öðrum eða gengurðu með sömu gleraugun og þetta kratalið sem segir að hægt sé að búa bara til rimlagluggatjöld þar sem óheppilegar reglugerðir eru bak við rimlana og sjáist þar af leiðandi ekki og þurfi þess vegna ekki að teljast með. Manstu þegar þú varst í barnaleikjum í gamla daga. Rekur þig minni til þess að þú hafir getað sett þér aðrar reglur en hinir krakkarnir. Nei svona einfalt er reglugerðarfargan Evrópusambandsins ekki. Mér þætti ákaflega vænt um, kæri sveitungi að þú tækir nú ofan rimlatjöldin svo þú getir séð heildarmyndina. Það er einhvernveginn heilbrigðara fyrir framtíð þína og þinna.

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll kæri sveitungi

Afi þinn og afi minn stofnuðu KASK ásamt einhverjum fleiri. Þeir voru þar í stjórn áratugum saman. Mig langar að trúa því að ég sé að flestu leyti á sama báti og þú. Við erum félagshyggjumenn eins og afar okkar.

Ég held að hugmyndir um sjálfbæra þróun, félagshyggju, kvenfrelsi og frið verði ekki svo auðveldlega brotnar upp eftir þjóðerni. Einmitt mikilvægt að við komumst að leiðum til að vinna saman í stærri einingum. Vinstri grænir láta sem þeir séu blindir á kosti aðildar, sem þó liggja allmargir á þeirra málefnasviði.

Hér í stofunni eru ekki gluggatjöld, hinsvegar litað gler. Við höfum rætt um að kaupa gluggatjöld. Er að hugsa um að fylgja þinni ábendingu og kaupa rimlagardínur, en halda útsýni og heildarmynd. Nota þau eftir þörfum. Meta kosti og galla. Gluggar og dyr eiga ekki annað hvort að vera alveg lokaðir eða alveg opnir. Með góðri kveðju, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.12.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Afa mínum var líka blandað í lagningu nýs vegar yfir Hornafjarðarfljót á borgarafundi hér á Höfn um daginn. Fulllangsótt finnst mér.

Sjálfstæði þjóðar hlýtur alltaf að vera forgangsatriði í samskiptum milli þjóða. Það er að segja, sem sjálfstæð þjóð verðum við að fara í viðræður við Evrópusambandið. Samfylkingin er ekki að tala um það. Hún er að tala um Evrópusambandsaðild til að leysa, eða kannske komast hjá að leysa þann vanda sem hún er búin að koma þjóðinni í með dyggri aðstoð, því miður gamla kaupfélagshugsjónaflokknum og svo að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokknum. Ég get á engan hátt verið sammál þessu sjónarmiði enda haft lifibrauð mitt af sjómennsku og störfum tengdum sjávarútvegi. Eins og þú veist er ég fæddur og uppalinn í sveit við landbúnaðarstörf og bara þetta og vitundin um stefnu ESB í, bæði sjávarútvegs og landbúnaðarmálum, fullvissar mig um að aðildarviðræður er hrein tímasóun auk þess sem ég óttast að aðildarviðræður yrðu mjög fjárfrekar, jafnvel enn dýrari en misheppnuð tilraun, sem aldrei skyldi verið hafa að komast í öryggisráðið.

Mitt sjónarmið er að við eigum að líta okkur mikið nær, hefja nú þegar viðræður við þær þjóðir sem eiga sömu hagsmuna að gæta og við þ.e. auðlindir norðursins. Hefjum viðræður við Norðmenn, Rússa og þær þjóðir aðrar sem eiga tilkall til auðlinda í Norður Atlantshafi og Norður Íshafinu. Þær þjóðir standa okkur nær en gömlu nýlendukúgararnir niðri í Evrópu sem eiga ekkert og lifa eingöngu á gömlu góssi frá tíð nýlendanna.

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 01:41

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Um:

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands skrifar ágæta grein á vefnum www.smugan.is Hún nefnist; "ESB er meira en Evra". Þar bendir hann á að systurflokkur VG í Svíþjóð samþykkti nýlega að láta af andstöðu við ESB því þar væri helsti farvegur umræðu og ákvarðanatöku í umhverfismálum.

Einmitt það sem ég hef verið að banda á að andstaða VG við ESB aðild er í hrópandi ósamræmi við forystuhkutverk ESB í heiminum á sviði umhverfisverndar, félagslegra umbóta, friðar, gegn hringamyndun, fyrir neytendavernd auk fleiri lykilmála sem ESB væri Íslandi og VG mikill liðsbót.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nokkrar innsláttarvillur þarna hjá mér Gunnlaugur í flýtinum.

Aðalatriðið er þó að þetta eru góðar ábendingar hjá þér.

Það eru svona hlutir sem vantar að halda á lofti því ESB-andstæðingar leyfa sér svo ótrúlegar rangfærslur og hreina lygi að með miklum ólíkindum er. - Og útrúlega margir trúa drauagsögunum þeirra þó þær séu í hrópandi mótsögn við allar þekktar staðreyndir.

Sérstaklega á þetta við um rök þeirra sem hiklaust keyra á allskyns tilbrigði við þjóðernishyggju og útlendingahræðslu þ.e. að ESB og Evrópa hafi illan ásetning gagnvart Íslandi einu allra landa sem sótt hafa þar um aðild, og bara að ESB ríkin opni dyrnar fyrir okkur er þeim sönnun um illan ásetning Evrópubúa í okkar garð. 

Þetta er svona eins og var með meintar nornir. Þær voru settar í strigapoka og lokað fyrir ef þær flutu var það sönnun um sekt þeirra og skyldu brenndar á báli en ef þær sukku ... nú þá drukknuðu þær bara saklausar og færu til himna, ... og hver gat gert að því?  

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 03:49

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Andstaðan við inngöngu í Evrópusambandið er einmitt það að Evrópusambandið er meira en bara Evra. Það er nefnilega allt hitt sem mælir gegn aðildinni. Í fyrsta lagi drottnunargirni gömlu nýlendukúgaranna. Í öðru lagi landlægt atvinnuleysi í aðildarlöndunum. Í þriðja lagi augljós auðlindaskortur niður í Evrópu. Evrópa á ekki lengur neinar auðlindir en það eigum við hins vegar og ekki nokkur einasta ástæða að afhenda þær Evrópu skilyrðislaust en það yrði okkar hlutskipti. Það er útilokað að við fáum einhverja sérmeðferð hjá Evrópusambandinu, gleymið svoleiðis draumórum. Það er mikið nær hafa víðsýni og efna til umræðna um nýja sýn með auðlindir norðursins. Ræðum við þá sem standa okkur nær með hagsmuni.

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samkvæmt "friðarstefnu" VG er ekki hægt að halda því til haga að ESB er búið að tryggja frið í álfunni að stærstum hluta í ríflega hálfa öld. Talsmenn þeirra hafa ekki andmælt því að krakkakjánar séu að grýta eggjum og málningu í Alþingishúsið og velta þannig milljóna hreinsunarkostnaði yfir á okkur skattgreiðendur. Það er því spurning hvort þessu afli sé frekar ætlað að efla sundurlyndi og sjálfseyðingu frekar en skilgreina lausnir og vinna að friðsamlegri veröld.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.12.2008 kl. 11:01

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þorbergur, mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu strax fyrir mörgum árum vildi aðildarviðræður löngu áður en evruna bara svona hátt í umræðunni og var augljóslega jafn knýandi og ljóst er nú. Merkilegt reyndar hvað andstæðingar halda sig brattir við að krefjast þess að byggja aftur í „farvegi flóðsins“.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 14:04

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þorbergur þú ert hinn típíski áróðursmaður sem keyrir á útlendingahatri í garð Evrópu. Þó gefur þér illan ásetninga þeirra þó saga þess hafa ekkert slíkt að geyma í garð aðildarþjóða.

Enda hefur ekkert land yfirgefið ESB nema Grænland á sama tíma og næra öll ríki hafa yfirgefið EFTA sem við erum aðilar að en teljum nú samt enn fullgitl og mikilvægt.

ESB hefur lagt sig fram um að leggja nýjum ríkjum til þróunar- og uppbygginastuðining, það leggur líka árlega mikla peinga til að viðhalda menningarsérkennum og arfleið - og reyndar með undraverðuðm árangri (sbr t.d. keltnsekan) . Og meintur lýðræðishalli í ESB er frá þeim stóru til þeirra litlu. Við, hver íslendingur hefði að óbreytti hundrað eða tvöhundruðfallt vægi á við hvern Breta. Ekkert eitt hefur þó meira vægi en það en hafa „rödd“, vettvang og áheyrn. Þær stofnanir sem taka endanlegar ákvarðanir eru ráðherraráð og leiðtogaráð þar sem ráðherrar ríkisstjórna landanna sitja einn frá hverju í þeim málaflokki sem verið er að fjalla um hverju sinni.  Þó þeir fari með misjafnt atkvæðavægi er ekkert eins mikilvægt og að fá tækifæri til að tjá sjónarmið og afstöðu íslands eins og Steingrímur J vitnaði nýlega um eftir að hann sat fund Evrópuráðsins og gerði þar grein fyrir stöðu íslands í ICESAVE-málinu (Evrópuráðið er ekki ESB).

Ekkert styður það að stóru þjóðirnar hegði sér innan ESB eins og kúgandi nýlenduþjóðir gagnvart aðildarríkjum ö um það ætti þegar að vera umtalsverð saga ef satt væri. - Enda er ESB stofna eftir heimsstyrjöldina til að varðveita frið og sátt í Evrópu og hefur gert það ágætlega án vopnavalds

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

ESB stofna eftir heimsstyrjöldina til að varðveita frið og sátt í Evrópu og hefur gert það ágætlega án vopnavalds.

Ekki vissi ég að ESB væri eitthvað annað en efnahagsbandalag. En gott og vel friðarbandalag skal það þá heita.

Helgi þín saga staðfestir enn frekar mín rök fyrir andstöðu við aðild. Í samanburði við ESB erum við stórir. Við erum ein auðugasta þjóð heimsins ef miðað er við íbúafjölda. Við státum af meiri auðlindum en allir gömlu nýlendukúgararnir samanlagt. Okkur er ekki nokkur einast akkur að því að ganga í ESB og borga svo með okkur stórar upphæðir árlega. Ég segi nei og aftur nei. Nóg þurfum við samt að borga vegna slælegra stjórnarhátta sitjandi ríkisstjórnar og þeirrar sem sat þar á undan. Ég ætla að leyfa mér að giska á að kostnaður við að ganga til viðræðna við ESB um inngöngu sé um það bil svipaður og kostnaðurinn sem hlaust af bröltinu við að reyna að komast í öryggisráðið.

Það er öllum Íslendingum alveg morgunljóst að vandamál nútímans verður ekki leyst með inngöngu í ESB svo komiði með lausnir á vandamálum nútímans. Hættið að eyða tíma í ESB.

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 15:33

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu strax fyrir mörgum árum vildi aðildarviðræður löngu áður en evruna bara svona hátt í umræðunni og var augljóslega jafn knýandi og ljóst er nú. Merkilegt reyndar hvað andstæðingar halda sig brattir við að krefjast þess að byggja aftur í „farvegi flóðsins“.

Ég bara verð að koma þessu betur á framfæri Gulli. Fyrirgefðu frekjuna en í hvaða fortíð lifa menn eiginlega? Hvað eru eiginlega mörg ár síðan Helgi? Svo langt man ég þó að þessi mál komu varla til umræðu í þessu þjóðfélagi fyrr en Samfylkingin var stofnuð og er hún nú ekki svo gömul. Það er of mikil afneitun að kenna krónunni um ófarirnar. Sauðaþjófnaður tíðkaðist vegna þess að það voru til sauðir. Fjármagnsþjófnaður tíðkast vegna þess að mönnum leyfist að stela hver frá öðrum. Það var sumsé heimild sitjandi stjórnvalda og hennar stofnana sem leyfa þjófnaðinn. Þetta getur varla vafist fyrir nokkrum manni.

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 15:40

12 Smámynd: Þórbergur Torfason

Heyrðu Gulli fyrirgefðu ég tók ekki eftir að þú varst búinn að verðleggja suðaustan rigninguna á Austurvelli. Erum við að greiða milljónir fyrir að fá súrt regn neðan úr evrópu til að berja eggjarauðuna af Alþingishúsinu? Nei andskotinn því neita ég að trúa.

Þórbergur Torfason, 8.12.2008 kl. 15:57

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jáhh, veit svo sem ekki hvort líklegt er að niðurstaða náist í umræðuna. Þórbergur vill greinilega eingöngu sjá svartnættið út úr samvinnu þjóða í Evrópu. Honum er það frjálst.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.12.2008 kl. 21:35

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þórbergur kynntu þér kannanir sem Samtök iðnaðarins hafa látið gera um mörg ár og frá því löngu fyrir stofnun Samfylkingarinnar.

Annars var Jón Baldvin aðal baráttumaðurinn fyrir ESB-aðild og lítur þannig á að kosningarnar 1995 hafi snúsit um ESB af hálfu hans og Alþýðuflokssins en margir sögðu það hafa verið mistök þar sem önnur mál báru hærra og þar sem Alþýðuflokkurinn hafi klofnað þó það væri um annað og Jóhanna stofnað Þjóðvaka.

1995 var EES nýtt en flesti hin EFTA-löndin á leið í ESB.

Alþýðuflokkurinn var óskiptur ESB-flokkur en Samfylkingin tók mildari afstöðu af tilliti til Alþýðubandalagsmanna.

Reyndar var strax ágreiningur meðal embættismana uppúr 1960 um hvort við ættum að stefna að EB/ESB eða EFTA.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband