18.1.2009 | 21:42
Helsti kosturinn að hafa aldrei verið Framsóknarmaður
Nýr formaður Framsóknarflokksins var á síðasta ári skipaður í nefnd á vegum borgarinnar af Framsóknarflokknum. Þegar hann var spurður um hvort að hann væri í flokknum þá undirstrikaði hann það með allnokkrum þunga að hann væri ekki flokksmaður heldur skipaður út á fagþekkingu sína í byggingar- og skipulagsmálum.
Hann gekk síðan í flokkinn til að geta boðið sig fram til formanns Framsóknar sem að hann afneitaði fyrir skömmu. Mér finnst það nokkuð bratt, þó ég sé ekki hlynntur neinu flokkseigendavaldi. Það er líka athyglisvert að flokksmenn vilji helst þann til forystu sem að er algjörlega hreinn og óspjallaður af verkum flokksins.
Kjósendur geta nú undirbúið sig að fá gjafir og hlunnindi frá nýrri Framsókn ef þeir merki við B. Þeir verði til í að gera allt fyrir heimilin ef kjósendur merki við B. Verði miðjuflokkur sem er að mestu án inntaks en viljugur til valda.
Eygló Harðardóttir ritari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Framsóknarmenska helst við í genum manna, Gunnlaugur.Þannig að Framsóknarflokkurinn er ódauðlegur.Framsóknarmenskan getur brotist fram hvenær sem er í manni sem er með þessi gen.Þú skalt búa þig undir það að það komi fram í þér að þú sért Framsóknarmaður.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 18.1.2009 kl. 22:01
Það er sagt að þetta sé eins og að fá AIDS ...vírus, ekki hægt að losna við hann, en halda honum niðri!
a (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:22
Já, Sigurgeir, held ég hafi ekki á þig en er búin að átta mig á því að við erum sýslungar og þú hefur væntanlega þekkt afa og ömmu eða aðra í ættbálknum sem að voru heittrúaðir Framsóknarmenn?
Ég er hinsvegar búin að staðsetja mig til lífstíðar undir merkjum félagshyggju (social) og lýðræðis (democratic) óháð því hvernig Samfylkingunni gengur frá degi til dags. Það er hið alþjóðlega afl manngildis og frelsis.
Gunnlaugur B Ólafsson, 18.1.2009 kl. 22:36
Er ekki soldið hæpið, Gulli minn, að staðsetja sig einhversstaðar til líffstíðar? Ekki eldri maður!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 09:52
Heil og sæl Hrönn - við getum sagt að annað mengið sé samsett af gildum sem að maður ætlar ekki að skipta út þ.e. social og hitt sé sannfæring um besta vinnulagið við þróun samfélags þ.e. democratic. Er til eitthvað betra?
Hinsvegar getum við endalaust bætt á okkur rauðum rósum, þar sem við erum jú á alllra besta aldri. Með kærri kveðju, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 19.1.2009 kl. 10:17
Sæll Stefán - Hef trú á að þú sérst manna fróðastur og bestur í að greina framsóknarmennsku sem þroskafrávik og meinsemd í samfélaginu.
Hinsvegar er ættlægni kvilla alls ekki það sama og að þeir séu arfgengir. Með öðrum orðum þá er ekki víst að hann sé í genunum.
Þessi flokkur hefur bæði verið í spilltri sérgæsku og miðstýrðri lokun á athafnafrelsi til sjós og lands, sem að hefur að stærstum hluta gert út af við byggð í dreifbýli.
Það er mín trú að ef menn með þennan ættlæga kvilla opna augun að þá geti þeir tekið ákvörðun um að plægja akur sinn á öðrum forsendum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 19.1.2009 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.