19.1.2009 | 10:08
Séreignasparnaðurinn
Jóhanna Sigurðardóttir kynnti fyrir rúmum mánuði að einn möguleiki sem væri verið að skoða væri heimild til nýtingar séreignasparnaðar. Ég var svo ánægður með þetta að ég fór á Austurvöll með spjald sem stóð á; "Áfram Jóhanna, Áfram Jóhanna!". Fannst hún vera að hugsa í lausnum. Hún benti réttilega á að möguleikar einstaklinga til að nýta þessa fjármuni sína gætu riðið baggamun fyrir fjölda heimila í landinu.
Síðan eru liðnir margir dagar og vikur. Hringdi fyrir tveimur vikum í félagsmálaráðuneyti og spurði um málið. Svarið var að þetta væri í nefnd Ingibjargar Sólrúnar og Þorgerðar Katrínar. Enginn vissi innan hvaða tímaramma niðurstaða ætti að liggja fyrir. Hringdi aftur nú í morgun til að kanna málið í sama ráðuneyti. Þeir vísuðu þá til fjármálaráðuneytis. Þar fékk ég þau svör að pólitísk ákvörðun lægi ekki fyrir en málið væri í nefnd Steinunnar Valdísar og Ólafar Nordal.
Þetta er bara lítið dæmi um hvernig tómarúm og aðgerðaleysi virðist ráðandi hjá stjórnvöldum. Skortur á að upplýsa og hjálpa fólki til að gera raunhæfar áætlanir. Að fóta sig í þessum ólgusjó. Það er ekki nóg fyrir einstaklinga og heimili að heyra að "málin séu í nefnd". Nú þarf aðgerðir.
Heimili að verða gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir hafa verið að malda í móinn. Hélt ekki að þetta væri á þeirra könnu. Svo er því borið við að þetta sé fast í hlutabréfum. Þetta á ekki að taka svona langan tíma gæti bjargað mörgum frá gjalþroti.
Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 10:51
Gunnlaugur, þetta er bara eitt af mörgum dæmum um að stjórnvöld eru ófær um að taka ákvarðanir. Það á ekki að þurfa margra vikna yfirlegu að taka ákvörðun í svona máli. Tvær vikur hámark.
Marinó G. Njálsson, 19.1.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.