"Þjóðin" beitir ofbeldi, slasar og eyðileggur

Það má víst ekki efast um að samkomur mótmælenda endurspegli vilja þjóðarinnar. Það er því eðlilegt að álíta að fulltrúar þjóðarinnar hafi slasað lögreglumennina. Að þingkonurnar sem stóðu ekki með vinnustað sínum og fóru út til að hvetja til ofbeldis gegn lögreglunni, sem ætlað var að vernda vinnustaðinn og þinghúsið hafi gert það í nafni þjóðarinnar.
mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað hefur þú fyrir þér í að þingkonurnar, sem þú talar um, hafi verið að hvetja til ofbeldis gegn lögreglunni?

Ég hef nefnilega grun um að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að þvaðra um.

Að öðru leyti máttu mín vegna standa með, og hafa samúð með, hinum raunverulega ofbeldisskríl sem komið hefur þjóðini á vonarvöl með skeytingarleysi og gripdeildum af stærðargráðu sem fólk hélt að væri ekki til og gæti ekki gerst.

Jóhannes Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Svartagall

Lögreglan hleypti upp friðsömum mótmælum með táragasi. Auðvitað eru vitleysingar innan um sem svara ofbeldinu með ofbeldi, þrátt fyrir að margir mótmælendur hafi reynt að róa þá og koma í veg fyrir grjótkast. Mótmælendur hafa verið ótrúlega friðsamir og hagað sér vel, upp til hópa. Þeir eru þjóðin. Miðað við tilefni mótmælanna er í raun undravert að hús og bílar standi ekki í ljósum logum hvert einasta kvöld.

Svartagall, 22.1.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég mætti nokkrum sinnum á Austurvöll ekki síst undir þeim formerkjum að sína samstöðu. Það var hugtak sem Hörður Torfason notaði iðulega og hann fordæmdi ofbeldi. Það er meira en margir aðrir hafa gert, sem talað hafa fyrir beinum aðgerðum.

Hef aldrei verið hrifin af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og tel að í ljósi aðstæðna sé mjög mikilvægt að fá félagslegar og lýðræðislegar áherslur sem fyrst inn í landstjórnina. En við verðum að bera lágmarksvirðingu fyrir lífinu, halda reisn og skynsemi. Hver og einn á að fylgja sinni samvisku og gildum sem einstaklingur en múgsefjun getur leitt til þess að fólk hættir að hlusta og sjá.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: corvus corax

Er það eitthvað merkilegra að lögregluþjónn slasist í átökunum frekar en mótmælandi. Grjótkastið ber að fordæma og það geri ég. Ég fordæmi líka tilefnislausar árásir lögreglunnar á mótmælendur eins og handleggsbrotið og spörkin í liggjandi manninn af hálfu geðsjúklings í lögregluliðinu. Þar var um að ræða einstakling innan lögreglunnar sem heldur að allt sé leyfilegt af því að hann er í löglega liðinu. Sveiattan! Lögreglan hefur haft fulla ástæðu til að beita valdi í viðureign við okkur mótmælendur í ákveðnum tilfellum. En er ástæða til að kýla mótmælanda með hnefahöggi í andlitið á meðan honum er haldið af tveimur löggum? Það eru skemmd epli innan um mótmælendur og það eru líka skemmd epli innan um í lögreglunni. Það einfaldlega fylgir mannsöfnuði að það er misjafn sauður í mörgu fé, bæði hjá mótmælendum og löggunni. Og slasaðir lögregluþjónar eru jafn sjálfsagðar afleiðingar af átökunum eins og slasaðir mótmælendur. Því miður...

corvus corax, 22.1.2009 kl. 09:54

5 identicon

Ég var á staðnum í gærkveldi og fylgdist með því sem var að gerast og get alveg sagt það að lögreglan hleypti ekki upp neinum friðsamlegum mótmælum með táragasinu, það var búið að ögra þeim allt kvöldið, bæði við þinghúsið og síðan seinna meir við Þjóðleikhúsið og síðan aftur niðri á Austurvelli, ráðast ítrekað í átt að þeim og kasta eggjum og steinum í þá. Þeir gerðu aðeins það sem þeir þurftu og þeim bar að gera og að mínu mati höfðu þeir fullan rétt til þess að ganga lengra gagnvart einstaka manni þarna á svæðinu. Meirihuti þeirra sem hafa verið að mótmæla þarna endurspegla eflaust viðhorf meginþorra þjóðarinnar og gera það friðsamlega, en anarkistarnir sem voru þarna staddir í gærkveldi, endurspegla ekkert annað en lélegt uppeldi og virðingaleysi.

sigrún (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:53

6 identicon

Það er mun betra að mótmælandi slasist en lögreglumaður, löggan er bara að vinna sína vinnu rétt eins og bakarar og slökkviliðsmenn. Friðsöm mótmæli eru mjög góð en allt getur nú gengið of langt, til dæmis af hverju var þessi ellefu ára drengur á austurvelli hann hefur ekki hundsvit á því hvað sé að gerast en einnig var það kolrangt af lögreglunni að handtaka hann enda eins og sást í fréttunum var greyið dauðskelkað. Það er hægt að mótmæla án ofbeldis og standa vörð án ofbeldis.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:45

7 Smámynd: Muddur

Ekki nóg með að 11 ára barn hafi verið þarna, heldur var fólk með ungabörn þarna líka, til dæmis þegar lýðurinn umkringdi Geir Haarde, sem vel hefði getað farið úr böndunum, þá var fólk viðstatt haldandi á smábörnum!!! Hvurslags vanhæfu foreldrar eru þetta? Og hvað var gigtarsjúklingur sem er það veikur að hún getur ekki staðið í lappirnar að gera þarna með 11 ára barni sínu? Ekki það að ég virði ekki rétt foreldra til að mótmæla, en í guðanna bænum skiljið þá börnin eftir á meðan hjá vinum eða vandamönnum.

Muddur, 22.1.2009 kl. 15:05

8 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Það veit ekki á gott ef fólki finnst allt í lagi að ögra lögreglunni með því að kalla þá öllum illum nöfnum, dangla í þá, ýta þeim, kasta í þá matvælum, málningu, byggingarefnum og fleira lauslegu sem hönd festir á.... OG SVO FINNST SUMU FÓLKI ÞETTA EÐLILEGT!!!

Er mest hissa á því hversu mikla stillingu löggan hefur sýnt miðað við þau eignaspjöll og lögbrot sem fara fram fyrir framan nefið á þeim...

Mótmæli eiga að vera mótmæli... skrílslæti tilheyra breskum boltabullum og anarkistum.

Magnús Þór Friðriksson, 22.1.2009 kl. 16:11

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er náttúrlega ekki alveg í lagi þegar einstaklingur gengur á eftir lögregluþjóni sem er við skyldustörf og slær taktinn í hjálminn hans með sleif.

Þórbergur Torfason, 22.1.2009 kl. 17:36

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjölmargir ógæfumenn og siðferðislega vanburða einstaklingar hafa breytt eðlilegum og friðsömum mótmælum þúsunda fólks í skrílslegar árásir á þá mikilvægu starfsmenn okkar sem gæta öryggis okkar og mannréttinda.

Þetta er mikið slys og það fordæmir allur þorri okkar mótmælenda.

Árni Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 18:59

11 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Flestir þeirra, sem beittu lögregluna ofbeldi sl. nótt, voru góðkunningjar lögreglunnar. Þetta var haft eftir lögreglunni í fréttum Sjónvarps í kvöld. M.ö.o. fólk, sem telur sig eiga lögreglunni grátt að gjalda nýtti sér mótmælin gegn ríkisstjórninni til að beita lögregluna ofbeldi.

Björgvin R. Leifsson, 22.1.2009 kl. 22:12

12 identicon

Mikið er sorglegt að sjá hversu heimskt fólk getur verið. Ekki tala um anarkista ef þið vitið ekki hvað hugtakið merkir. Eru nú allir ofbeldisfullir mótmælendur orðnir anarkistar? Hvers lags endemis vitleysa er þetta! Eru þá allir lögregluþjónar kapítalistar? Hvet ykkur til að vita um hvað þið eruð að tala svo þið gerið ykkur ekki að fíflum. Taki þeir það til sín sem eiga það.

Bergljót Hjartardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:46

13 identicon

Ég er alveg steinhissa á ummælum sumra hér :)  Var sjálfur viðstaddur þarna ígærkvöldi, og lýsingar sumra hér er alveg í anda áróðurssnepils Björns Bjarna og félaga:  Dramatískar lýsingar svipað og í lélegri sápuóperu, þar sem löggan er saklaust, gott fórnarlamb...mótmælendur sek, samviskulaus illmenni beitandi klasasprengjum..nei, fyrirgefið eggjum í þeim tilgangi að drepa.  Svona lýsingar eru avipaðar og lygi, nefna t.d ekkert um hvað mótmælin snúast, ástæðuna fyrir þeim, hvers vegna mannfjöldinn húkir um hávetur tímunum saman útí kuldanum.  Kannski vegna meðfæddrar ofbeldisáráttu í garð lögregluþjóna ?

Held bara alls ekki, málið snýst ekki rassgat um lögregluliðið í landinu, frekar en bara húsveði eða ræstitækna.  Mogginn er helvítis lygasnepill, hvert sinn sem ég hef persónulega upplifað kringumstæður "fréttar" í blaðinu, rennur það upp fyrir mér.  Auðvitað eru það bara örfáir rugludallar sem henda grjóti í annað fólk, en bæði Rúv og Mogginn láta þann þátt fá mikið pláss.  Áróður sem má flokka sem lygi og óvirðingu við neytendur þessarra fjölmiðla.

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband