29.1.2009 | 00:43
Þjóðremba er ekki vinstrimennska
Við þurfum menn eins og Barack Obama sem að hugsa í hnattrænum lausnum, að fá stjórnmálamenn sem tala í gildum og raunverulegum verðmætum, tala fyrir nauðsynlegri endurskoðun á lífstíl mannsins bæði út frá persónulegri velferð og umhverfi, lífríki og auðlindum.
Tölum fyrir stórefldu samstarfi Norðurlanda, sem finnur sér farveg innan Evrópu. Við erum ekki eyland!
Nær Evrópu með Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
- varmarsamtokin
- baldurkr
- dofri
- saxi
- bjarnihardar
- herdis
- hlynurh
- jonthorolafsson
- gummisteingrims
- hronnsig
- kolbrunb
- steinisv
- skodun
- vglilja
- heisi
- sigurgeirorri
- veffari
- hallgrimurg
- gretarorvars
- agustolafur
- birgitta
- safinn
- eggmann
- oskir
- skessa
- kamilla
- olinathorv
- fiskholl
- gudridur
- gudrunarbirnu
- sigurjonth
- toshiki
- ingibjorgstefans
- lara
- asarich
- malacai
- hehau
- pahuljica
- hlekkur
- kallimatt
- bryndisisfold
- ragnargeir
- arnith2
- esv
- ziggi
- holmdish
- laugardalur
- torfusamtokin
- einarsigvalda
- kennari
- bestiheimi
- hector
- siggith
- bergen
- urki
- graenanetid
- vefritid
- evropa
- morgunbladid
- arabina
- annamargretb
- ansigu
- asbjkr
- bjarnimax
- salkaforlag
- gattin
- brandarar
- cakedecoideas
- diesel
- einarhardarson
- gustichef
- gretaulfs
- jyderupdrottningin
- lucas
- palestinufarar
- hallidori
- maeglika
- helgatho
- himmalingur
- hjorleifurg
- ghordur
- ravenyonaz
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- drhook
- kaffistofuumraedan
- kjartanis
- photo
- leifur
- hringurinn
- peturmagnusson
- ludvikjuliusson
- noosus
- manisvans
- mortenl
- olibjo
- olimikka
- omarpet
- omarragnarsson
- skari60
- rs1600
- runirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- stjornlagathing
- snorrihre
- svanurmd
- vefrett
- steinibriem
- tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við þá að borga innlánsreikninganna hnattrænt
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.1.2009 kl. 09:06
Hvorki Noregur eða Ísland eru á leið inn í Evrópusambandið. Það hefur verið traustur meirihluti í Noregi gegn inngöngu í ESB nú í mörg ár. Íslendingar eru líka að átta sig á að þar er ekki lausnar að leita nema síður sé.
Samstarf allra Norðurlanda utan ESB væri æskileg en því miður ekki líkleg niðurstaða í náinni framtíð.
Innan ESB er ekki heimil nein svæðisbundin samvinna ríkjahópa, og hagsmunir einstakra Norðurlanda gagnvart ESB eru allólíkir.
Samt skulum við leitast við að treysta norrænt samstarf því að af því hefur margt gott leitt.
Hjörleifur Guttormsson, 29.1.2009 kl. 09:56
Þjóðremba hefur nú veri ansi landlæg meðal vinstri manna. Vistri menn sjá oft ekki hvað amar af þeim. Þeir geta verið rasistar líkt og nasistar, og verið hin verstu þjóðrembusvín.
Hins vegar er ESB ekki vinsrimennska. ESB verður slys fyrir þjóðina. Vont verður verra, ef gengið verður í ESB.
Íslendingar eru heppnari en íbúar ESB, þrátt fyrir kreppuna. Það er engin ástæða að afsala sér því í skugga vinstrimennsku eða lausamennsku.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.1.2009 kl. 14:56
Ísland er víst eyland!
Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 19:08
Thad er alveg dásamlegt ad heyra meirhlutaraddir thjódarinnar hér ad ofan.
Ef thetta er menningarstig umrædunnar á Íslandi thurfum vid aldrei thess ad kvída ad ESB nenni ad tala vid okkur ad fyrra bragdi.
"Eigum við þá að borga innlánsreikninganna hnattrænt" svona segja bara gáfnaljós.
"Samt skulum við leitast við að treysta norrænt samstarf því að af því hefur margt gott leitt." (Thvílíkt göfuglyndi í gard nordurlanda....)
"Hins vegar er ESB ekki vinstrimennska. ESB verður slys fyrir þjóðina. Vont verður verra, ef gengið verður í ESB."
(fullyrding sem er ekki hægt ad rökstydja er heldur ekki hægt ad hnekkja sbr tilvist guds)
Gísli Ingvarsson, 29.1.2009 kl. 19:12
Ísland er vissulega eyland en við erum ekki eyland í þeirri merkingu að íbúar jarðar eru í sífellt meiri tengslum og samskiptum. Þetta samskiptanet er misþétt innan eininga, en við vitum í raun hvernig það er byggt upp; Fjölskylda, sveitastjórn, landstjórn, Norðurlönd, Evrópa, Sameinuðu þjóðirnar. Alls staðar þarf rödd okkar að hafa vægi og vigt.
Friðrik Páll Jónsson var með áhugaverðan pistil áðan í Speglinum að Evrópa væri fyrirmynd bæði hjá nýjum Bandaríkjaforseta og Kínastjórnar. Þeir horfðu til félagslegra réttinda og heilbrigðiskerfis. Haldin var fyrir nokkru ráðstefna Afríkuþjóða í París og þar er verið að ræða um að koma á bandalagi með ESB að nokkru sem fyrirmynd.
Ekki alslæmt partý sem við erum í og gætum verið enn virkari spuleggjendur að dagskrá þess.
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.1.2009 kl. 20:08
Hér er hlekkur á Spegilinn sem mér fannst skiptast í þrjá góða hluti. Frásögn og viðtal við Sigurbjörgu Árnadóttur um möguleika kjósenda að raða fulltrúum á framboðslista. Það gefur blöndu af einstaklingsvali og flokksvali. Síðan frásögn Friðriks Páls af því hvernig Bandaríki og Kína leita leita í smiðju evrópsks velferðarkerfis þegar hugað er að endurbótum á þeirra þjóðskipan. Síðast en ekki síst er viðtal við Baldur Þórhallsson um möguleika smáríkja að hafa áhrif innan ESB. Mikilvægasti punkturinn er að meginregla er að engin standi upp óánægður frá samningaborði í ákvörðunum ESB. Gott að hafa það í huga.
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.1.2009 kl. 20:34
Heill og sæll Gunnlaugur og þakka ég þér ágætis spjall okkar í lok síðasta árs.
Þú ert maður með miklar hugmyndir og skoðanir og það er gott. Betra er að þú ert einnig maður sem treystir þér til að bera þær fram undir fullu nafni.
Það vekur athygli mína að á síðu þína hefur nú herjað undanfarið ónafngreindur hugleysingi sem tjáir sig undir nafninu Smérjarmur. Sá hinn sami treystir sér ekki til að tjá sig á öðrum síðum. Ég tek einnig eftir því, þar sem ég skoða síðu þína reglulega og hef gaman af lesa skrif þín oft á tíðum, að þetta er einn fárra manna sem þú telur greinilega ekki ástæðu til að svara, leggur þig ekki svo lágt, eða hver er ástæðan fyrir áhugaleysi þínu á þessum eina bloggara?
Ert þú með því að útskúfa hugleysingjann? Það er spurning sem gaman væri að fá svar við.
Óneitanlega tengist hann samtökum sem þú varst í forsvari fyrir.
Er ekki nóg komið?
Eða þarf að ganga alla leið?
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 29.1.2009 kl. 22:23
Gunnlaugur. Það er dálítið sérkennilegt að þegar farið er að kynna kosti og galla ESB þá hrynur fylgið við inngöngu. Ég hef ekki tekið neina afstöðu, en finnst þetta sérstætt. Held að þetta hafi ekkert með vinstri eða hægri að gera. Heldur mat á því hvað hugsanlega er hægt að semja um varðandi auðlyndir okkar.
Sigurður Þorsteinsson, 29.1.2009 kl. 23:06
Sammála síðasta ræðumanni, er nokkuð hægt að semja um auðlindirnar og munu Íslendingar nokkuð gefa þær eftir? Ekki er ég til í það. Ég vil að sjálfsögðu láta kanna hvort hægt er að ná samningi við ESB, því við þurfum virkilega á því að halda að taka upp Evruna, en ég hef miklar efasemdir um að við náum samningi sem meirihluti þjóðarinnar sætti sig við. Hvað er þá til ráða? Menn eru jú með ýmsar hugmyndir um einhliða upptöku annarar myntar, en sérfræðingar vara við því. Örmynt okkar , krónan, hefur enga tiltrú erlendra aðila og er okkar vandamál. Hvað með samning við EES þjóðir um tengingu krónu við þeirra gjaldmiðil?
Ólafur Björnsson, 29.1.2009 kl. 23:39
Gleðilegt að sjá þetta góða innlegg frá Hjörleifi. Sjálfur tel ég að við eigum litla samleið með heimsValdasinnum á borð við Breta, Þjóðverja og Frakka. Þessar þjóðir eiga það sameiginlegt að stéttaskipting er mikil og alls konar "kiss-ass" kerfi sem fólk þarf að sætta sig við ef það vill komast áfram. Ekki eigum við neitt meiri samleið með Tyrkjum, Grikkjum og svona mætti lengi telja. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að nálgast þessar þjóðir í margs konar samvinnu og efla vináttu við þau. Ég vil bara ekki undir valdið í Brussel, þar er okkar hagsmunum ekki vel borgið.
Það er gleðilegt að sjá að Karl Tómasson hefur svo gott sem beðið Gunnlaug afsökunar fyrri fullyrðingum um að Gunnlaugur sé að blogga undir dulnefnum. Það gera allir mistök og gott þegar menn sjá að sér. Mér leiðist að sjá vegið að æru manna sem leggja sig fram um að koma með uppbyggilegt og jákvætt innlegg í umræðurnar. Hins vegar skil ég ekki hvað hann er að reka hornin í mig, ég hef alltaf hrósað honum í hástert. Kannski er þetta bara forvitnin sem fer svona með Karlinn, hún liggur víst víða í þessum Breiðfirsku ættum Jóhanns Glænefs. Ég á þetta til sjálfur.
Smjerjarmur, 30.1.2009 kl. 00:24
p.s. ég skrifa inn á ýmsar síður, en Kalli hefur hent út mínum athugasemdum og lokað á aðgang. Ekki vera að skrökva!
Smjerjarmur, 30.1.2009 kl. 00:26
Ég svara oftast ekki hverri athugasemd, en takk fyrir innlit allir og góðar athugasemdir. Varðandi ESB að þá finnst mér að við þurfum 1. lagi að horfa á hverjum við eigum samleið með í alþjóðamálum 2. lagi að byggja á reynslunni sem að eru góð samskipti og ánægja með lagasetningu og í 3. lagi að kanna með samningum hvort tekið verði tillit til sérstöðu okkar og auðlinda. Reynslan sýnir að þjóðir fara sjaldan óánægðar frá samningaborði og atkvæðagreiðslum er yfirleitt ekki beitt í málum, því unnið er í átt að sameiginlegri niðurstöðu. Ef sameiginlegur tónn finnst ekki þá er það látið til hvers lands að komast að niðurstaða.
Gunnlaugur B Ólafsson, 30.1.2009 kl. 09:51
Nei, Gunnlaugur minn, það er reyndar ekki hægt að svara hverju sem er, en mér sárnaði að sjá skrif þessa nafnleysingja á þinni ágætu síðu, sérstaklega eftir afar gott spjall okkar um daginn og þetta er einhvernvegin ekki sú umræða sem við vildum fara niður á.
Ég tel þessa persónu ekki þinni síðu samboðna, enda sýnist mér þú vera búinn að henda nokkrum athugasemdum hans út og er það vel.Bestu kveðjur til þín og þakkir fyrir stuðninginn.
Kalli Tomm.Karl Tómasson, 30.1.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.