Kjarni málsins

Því hefur verið haldið fram að hina skyndilegu kúvendingu íslensks fjármálalífs megi rekja til EES samningsins. Þar hafi skapast grunnur fyrir óhóf og stjórnleysi sem hleypti ofvexti í bankakerfi sem varð margfalt stærra en ríkisútgjöld.

Vissulega skapaði EES samningurinn frelsi og sóknarfæri en það er rangt að ekki hafi verið tæki til staðar að halda vexti og útrás innan viðráðanlegra marka. Kvaðir um bindiskyldu banka voru litlar og lítil áhersla á að tryggja gjaldeyrisforðann.

Norðmenn hafa síðustu áratugi verið að safna í sjóði til að tryggja að landið sé undirbúið fyrir kreppu. Á sama tíma var hér ráðandi græðgisvæðing og taumlaus skuldsetning. Treyst á að ný álver og þensla redduðu þjóðarbúinu frá ári til árs.

Hugmyndafræðin var vissulega röng. Gylfi Magnússon segir „Það var þvert á móti beinlínis ætlast til þess að þessar stofnanir væru ekki að hefta fjármálakerfið og vöxt þess heldur að styðja fjármálakerfið í frekari vexti og útrás.“

Erlendir sérfræðingar hafa verið á sama máli að við höfum ekki nýtt heimildir laga til að nýta taumhaldið. Kreppan gefur ekki ástæðu til að taka af okkur frelsið. Áfengi leiðir ekki til drykkjusýki, hún er afleiðing skertrar sjálfstjórnar.


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áfellisdómur yfir Samfylikngunni og Björgvini G. Sigurðssyni sem fóru með yfirstjórn bankana og Fjármálaeftirlitsins.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega Ómar, hann hefði átt að búa til girðingar og búa í haginn fyrir mögru árin. Það þarf hinsvegar mikið hugrekki hjá stjórnmálamönnum að taka sig út úr og fara að tala bankakerfið niður ef að eftirlitsstofnanirnar voru ekki með neinar viðvörunarbjöllur í gangi.

Honum til málbóta er einnig að hann ræktaði ekki eitraða eplið sem var fullþroskað þegar hann kom inn í landstjórnina. Auk þess var hann ekki boðaður á fundi með yfirstjórn Seðlabanka í heilt ár. Það voru Davíð og Geir sem sáu einir um inngripið í Glitni og þar var hann ekki einu sinni boðaður til fundar og Ingibjörg í aðgerð í New York.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.2.2009 kl. 12:53

3 identicon

Auðvitað hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið - en til þess þurfti almenningur að lesa EES samninginn. Þar stendur víst eitthvað um ábyrgð á bönkum og því um líkt. Hefðu bankamálaráðherra og forverar hans kynnt sér innihald EES samningsins til fullnustu, hefðu þeir gert sér grein fyrir hættunni. Það var þeirra starf.

Nú er talað um að ganga í ESB. Helst án þess að vita nokkuð um hvað slíkt hefur í för með sér. Treystir Samfylkingin sér til þess að lesa öll þau lög og reglugerðir. Það er mikið lesmál!  Eða ætlar kannski enginn að gera það ... eins og síðast.

Þú segir: "Það þarf hinsvegar mikið hugrekki hjá stjórnmálamönnum að taka sig út úr og fara að tala bankakerfið niður..." Já, til þess kjósum við leiðtoga.

Ragnar Ólafsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ragnar hefði frekar sagt "til þess höfum við eftirlitsstofnanir, fjármálaeftirlit og Seðlabanka". Hjörleifur Guttormsson hafði reyndar einstakt hugrekki sem stjórnmálamaður að standa upp og halda því fram að Alusuisse stundaði óeðlileg viðskipti sem kallaðist "hækkun í hafi" til að borga minna fyrir raforkuna. Engar eftirlitsstofnanir vöruðu við en honum tókst að byggja undir sitt mál með því að fá hið virta endurskoðunarfyrirtæki Coopers og Librant sýndi fram á misferlið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.2.2009 kl. 16:14

5 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Það er rétt hjá þér að EES samningurinn skapaði ekki þetta bankahrun, það eru eftirlitsstofnanir og ráðamenn þjóðarinnar. Þetta er ekki Björgvini að kenna, miklu frekar þeim ráðherrum sem sátu lengst af við völd frá einkavæðingu bankanna.

Að kenna EES samningnum um hvernig fór er álíka og að við í lögreglunni myndum sekta vegagerðina ef ökumenn eru staðnir af of hröðum akstri. Það vantaði lög, reglur og eftirlit á EES veginn.

Gylfi Þór Gíslason, 3.2.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þegar maður rifjar upp rök Jóns Baldvins og félaga fyrir aðild að EES þá var þar mikið gert úr því að með því fengjum við nothæfan lagaramma utan um okkar markaðshagkerfi sem í raun var ekki til fyrir. Þetta þóttu góð og gild rök á sýnum tíma held ég, í það minnsta fannst mér það. Nú hefur bara komið í ljós að lagarammi þessi var í besta falli ófullnæjandi og að mörgu leiti ónothæfur með öllu og við hefðum eftir sem áður þurft að búa til okkar lagaramma sjálf. Hinar þjóðir EES voru eflaust með eitthvað regluverk fyrir og EES var því viðbót við það sem er eflaust til bóta.

Guðmundur Jónsson, 3.2.2009 kl. 22:11

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Noregur er í SAMA EES OG ÍSLAND, en gerði sínar eigin ráðstafanir með lagasetningu!...ekkert flókið mál ...XD hefur framið landráð af gáleysi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðmundur vandinn er að hér voru ekki settar upp neinar girðingar og að eftirlitsstofnanirnar voru í liði með bönkunum og útrásinni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.2.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband