Muevelo Helgarlagið

Kúmbía er hinn seiðandi dans sem rekja má til þrælahalds og Kólumbíu. Sagt er að hin stuttu hringlaga skref sem eru einkennandi hafi þróast í hlöðunum þegar húsbóndinn var genginn til náða. Þá byrjaði dansinn, en hlekkir fótanna takmörkuðu yfirferð á dansgólfinu.

Daður dansins fólst í því að konurnar veifuðu síðum pilsunum kankvíslega haldandi á kerti, karlarnir dönsuðu til hliðar og aftan við konuna, með aðra hönd aftan við bak, með hatt sem þeir tóku ofa n og settu upp í takt við dömuna. Mennirnir voru oft með rautt klæði sem þeir vöfðu um hálsinn, sveifluðu í hringi fyrir ofan höfuð eða réttu dömunni til að halda á móti sér.

Fram á miðja tuttugustu öld þótti kúmbía grófur dans (vulgar) og væri einungis iðja lægri stéttana. En hann hefur þó ratað inn í kennslu í suðuramerískum dönsum eins og þeir eru kenndir víða um Ameríku og Evrópu. Þar er búið að slípa til lostann inn í okkar virðulega og borgaralega samfélag.

Lagið Muevalo er með hljómsveitinni Super Reyes, sem áður var hluti hljómsveitarinnar Kumbia Kings sem naut mikilla vinsælda. Persónulega hef ég dálæti á tveimur öðrum kúmbía flytjendum; Los Hermonos Flores frá El Salvador og saxafónleikaranum Fito Olivares frá Mexíkó og hljómsveit hans.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Kúmbía er stórskemmtilegt fyrirbæri og enn skemmtilegra er að fylgjast með hversu fjölmennar Mexíkóskar hljómsveitir þessar geta verið. Hef talið 16 manns á svið á stundum fyrir utan dansara.

 Hinsvegar er í dag farin að blandast mikið áhrif frá diskó/dans tónlist inn í og stundum finnst mér það skemma aðeins. 

En það er fjör á ferð þegar menn spila hvort sem er á torgum eða á dansstöðum og erfitt að sitja kyrr. 

Kristján Logason, 8.2.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fróðlegur pistill og góð tilbreyting frá DOþrasinu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband