Á móti ESB framboðið

Herstöðvaandstæðingar buðu aldrei fram til Alþingis. Andstæðingar EFTA eða EES buðu aldrei fram til Alþingis. Andstæðingar Sameinuðu þjóðanna buðu aldrei fram til Alþingis, þó að ákvörðunin um aðild að þeim hafi lagt á okkur kvaðir sem skertu sjálfstæðið. Almennt held ég að það sé óskynsamlegt að mynda ný stjórnmálasamtök um andstöðu við tiltekna hluti.

bjarni-thorhallur

Samkvæmt frétt á Eyjunni er framboð andstæðinga Evrópusambandsins í burðarliðnum. Margt bendir til að leifarnar úr frjálslynda flokknum fari að verulegu leyti inn í þetta framboð. Þar er fyrstan að nefna Kristinn H Gunnarsson. Frjálslyndi flokkurinn er gott dæmi um flokk sem að átti aldrei miklar lífslíkur, þar sem að hann var myndaður um eitt mál.

Þó stór hluti þjóðarinnar sé hlynntur endurskoðun á fiskveiðistjórnuninni þá náðu frjálslyndir aldrei verulegu fylgi af því að tilvera þeirra snérist um andstöðu frekar en úrlausnir. Slíkt mun standa upp á framboð sem myndað er um andstöðu við ESB. Þeir þurfa að útskýra hvernig þeir vilja móta stöðu okkar í samfélagi þjóðanna, gerð alþjóðasamninga og framtíðargjaldmiðil.

Bekkjarfélagarnir og skólafélagar mínir frá Laugarvatni, Bjarni Harðarson og Þórhallur Heimisson eru nefndir sem hryggjarstykkið í hinu nýja framboði. Þar eru mætir menn á ferðinni, sem að er miður að sjá að festist í eins málefnis flokkaskaki. Þeir ættu betur heima í bandalagi fólks um félagslegar og lýðræðislegar áherslur. Þar sem stefna er mótuð með atkvæðagreiðslu félagsmanna. Líkt og stefna Íslands í málefnum álfunnar á að vera mótuð með aðildarviðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er aumt hlutskipti ef framboð hefur það markmið að hindra að þjóðin ákveði hvort við göngum til virkrar þátttöku í samvinnu frjálsra lýðræðisríkja Evrópu. Ef að farið er fram einungis undir merkjum þjóðrembu og sjálfstæðis hlýtur framboðið að hafa þá stefnu að segja upp EES samningnum. Segja okkur frá Árósasamningnum sem nýlega var tekinn upp hér á landi, alþjóðlegum samningum um náttúruvernd og hugsanlega barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjálfstæðið skal vera algjört og án undantekninga?

Framtíðarsýnin gæti verið öflug hvalveiðiþjóð sem að lítur ekki neinu erlendu valdi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það munar ekki um hræðslu áróður ykkar ESB sinnana. Kannski eru þeir á því að Ísland loki sig ekki inn í Evrópu heldur eigi í viðskiptum og samskipt við ÖLL ríki veraldar sjálfstætt.

því eins og þú átt að vita ef þú veist eitthvað um ESB og hefur á einhvern hátt kynnt þér eitthvað en endurtekur ekki bara áróður þann sem berst frá Brussel. Þá verður engu ríki hleypt inn í ESB fyrr en Lissabon sáttmálinn hefur verið samþykktur. inn í honum er að það verður ein utanríkisstefna fyrir öll ríki ESB og einn Utanríkisráðherra ESB. Semsagt afnám sjálfstæðrar utanríkisstefnu. 

Fannar frá Rifi, 26.2.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er það ekki mótsögn á vissan hátt að utanríkisstefna geti verið sjálfstæð, hún er í eðli sínu um samskipti milli ríkja? Það tekur hinsvegar engin af okkur meiningar eða afstöðu. Persónulega finnst mér ekkert óeðlilegt við það að Evrópuþjóðir stilli saman strengi í utanríkismálum. Akkúrat það sem hefur tryggt frið í aðildarríkjum í meira en hálfa öld. Það er mikill árangur eitt og sér.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það sem tryggt hefur frið er Nató.

Þú semsagt vilt að við Íslendingar undirgöngumst allar ákvarðanir og samskipti við ríki utan evrópu, eftir því hvernig stóru þjóðir evrópu ákveða?

Þ.e.a.s. að við verðum bara hérað í ríkjasambandi? 

komdu út úr skápnum. vertu hreinskylinn. viðurkenndu að þú vilt og dreymir um að sjá Sambandsríki Evrópu. 

Það sem allir aðrir vilja nema þið háværi minnihlutinn er að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki þar sem við tökum ákvörðun um okkar mál, útfrá okkar hag. Við höfum engan hag að því að banna t.d. innfluttning á ódýrum vefnaðarvörum vegna þess að ESB vill vernda vefnað á Ítalíu. 

Fannar frá Rifi, 26.2.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Offari

Ég er að hugsa um að stofna sérframboð sem hefur það eina markmið að koma Davíð aftur í seðlabankastólinn.

Offari, 26.2.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við erum sjálfstæð í einkalífi, sem sveitastjórn, sem land, sem Norðurlönd, sem Evrópa. Kvaðir sem tengjast samstarfi við annað fólk og þjóðir draga að vissu leyti úr frelsi sem því nemur að þurfa að taka tillit. En það er ekki alslæmt fyrir Íslendinga að ná færni og getu á því sviði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2009 kl. 22:36

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

semsagt að hætta eiga í sjálfstæðum samskiptum og viðskiptum við þjóðir utan evrópu þar sem allir samningar um verslun og viðskipti í ESB munu fara í gegnum ESB.

Semsagt þú segir að það sé færni að eiga ekki í samskiptum eða viðskiptum sjálfstætt við 6 milljarða af íbúum jarðar.

nú verðuru að koma þér útúr þessari einangrunar stefnu. heimurinn er stærri en þessar 500 milljónir sem búa í Evrópu. 

Fannar frá Rifi, 26.2.2009 kl. 22:55

7 identicon

Sæll Gulli minn !

Þú segir "Það er aumt hlutskipti ef framboð hefur það markmið að hindra að þjóðin ákveði hvort við göngum til virkrar þátttöku í samvinnu frjálsra lýðræðisríkja Evrópu"

Af hverju segir þú að þeir ætli að "hindra" þetta ?

Er ekki hugmyndin hjá þeim að upplýsa þjóðina um ágallana á ESB og sérstaklega á aðstæðum Íslands innan ESB?  Ég skildi þetta þannig.

eymundur (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:45

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Eymundur. Trúi því og treysti að félagi Bjarni erfi það ekki við mig þó ég taki nokkuð sterkt til orða. Það er oft hraustlegt yfirbragð á því þegar að hann skilgreinir "krata" hér og þar. Það sem að Bjarni hefur talið sérstaklega varhugavert er ef að fulltrúar opna á möguleikann að setja þetta mál í dóm þjóðarinnar.

Almennt séð finnst mér mikilvægt að treysta vel upplýstri þjóð að taka ákvarðanir en taka ekki slíkt frelsi og sjálfstæði af þeim í nafni frelsis og sjálfstæðis. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.3.2009 kl. 16:45

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Gunnlaugur. Það er nú lágmark að láta vini sína vita þegar þú ert að blogga um þá. Og ekki trúi ég að þú sért að láta þér sárna að ég segi skrýtlusögur um krata, - þú ættir þá að heyra þær sem ég segi um framsóknarmenn og íhaldið sem ól mig upp! Þetta er hluti af sagnamenningu og það veistu. Eða hvaða saga og skilgreiningar á krötum eru það sem sérstaklega angra? -b. Ps.: Um hitt vísa ég á splunkunýja bloggfærslu, http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/823911/

Bjarni Harðarson, 9.3.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband