26.2.2009 | 22:27
Hvað gerir Ingibjörg?
Formaður Samfylkingarinnar mun tilkynna framtíðaráform í stjórnmálum á morgun. Það er ánægjulegt að sjá að henni virðist heilsast vel. En samkvæmt eigin frásögn þá á hún um tveggja mánaða endurhæfingu framundan til að ná sér eftir veikindin og það fari ekki vel saman með kosningabaráttu.
Því má telja líklegt að hún gefi ekki kost á sér að þessu sinni. Það er freistandi að hanna einhverja atburðarás. Jóhanna verði formaður þar til hún hættir í stjórnmálum og þá geti Ingibjörg komið inn aftur. Slíkt þarf að forðast og ef að núverandi formaður gefur ekki kost á sér er eðlilegt að spilin séu stokkuð og hugsanlegt að kynslóðaskipti eigi sér stað.
Samfylkingin má aldrei óttast lýðræðislegt uppgjör og endurnýjun. Þó að kosningabarátta Ingibjargar og Össurar hafi verið langdregin og erfið fyrir flokkinn að þá gæti formannskjör við þessar aðstæður verið sem frískandi stormsveipur. Það væri gaman að geta kosið á milli Dags B. Eggertssonar, Stefáns Jóns Hafstein og Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Telja gjaldeyrissamstarf Íslands og Noregs óraunhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst Jón Baldvin magnaður en ég sé ekki alveg fyrir mér að hann verði formaður núna.
En af hverju þarf að forðast Jóhönnu? Er hún ekki bara flott? Mér fannst magnað að sjá hana með nordisku drengjunum í Bláa lóninu í fréttunum áðan.
Dagur á svo ung börn enn þá - hans tími er ekki kominn. Hann er samt býsna álitlegur leiðtogi.
Ekki það, ég er nú ekki viss um að Ingibjörg sé búin að segja sitt síðasta í flokknum. En ég leyfi mér líka að nefna sterkar konur eins og Önnu Pálu Sverrisdóttur og Oddnýju Sturludóttur - bara svo því sé til haga haldið...
Berglind (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:43
Gat nú verið Berglind ég uppgötva að ég er svo gjörsamlega búin að berstrípa mig sem karlremba! Afskrifa konurnar, formanninn og forsætisráðherrann og fer að telja upp nöfn á einhverjum körlum.
Mér til málsbóta hef ég það að þessir þrír karlar hafa verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar. Ég vil sjá Dag fara í þetta. Svandís er að koma inn í landsmálin og nefnd sem hugsanlegt formannsefni VG síðar.
Hans tími er kominn ! Obama á líka ung börn og það virðist ekki há honum. Dagur er einfaldlega sérlega bjartur yfirlitum, opinn og heill Held að hann gæti gert stjórnmálin léttari og dregið úr þeirra klisjukennda yfirbragði.
Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2009 kl. 23:07
Það er ljóst að þú ert að seigja að Dagur taki við með því að stilla hinum upp þeir koma ekki til greina.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.2.2009 kl. 23:19
Ég er úr sveit og enn undir álögum af þeirri hugsun að fátt væri vera en vera krati og vissulega var Jón Baldvin tákn þess. Síðan var Samfylkingin stofnuð sem samnefnari fyrir félagshyggjufólk.
Tel að það sem mælir gegn Jóni væri sérstaklega af sögulegum toga að fyrrum formaður úr einum flokki sem gekk í Samfylkinguna yrði formaður. Hinsvegar hef ég haft kynni af honum góð síðustu misseri og finnst hann skemmtilegur og göldróttur, mikill ræðumaður.
Hann á það fyllilega skilið að vera í fremstu víglínu á lista þessi kankvísi eilífðarunglingur. Það er snjallt hjá honum að gefa kost á sér með skilyrði um að boðnir verði fram listar með persónukjöri þannig að hann fái skýrt umboð beint frá kjósendum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2009 kl. 23:46
Hvernig passar Jón Baldvin inn í óskir þínar um kynslóðaskipti?
HP Foss, 27.2.2009 kl. 14:55
Gunnlaugur, ég held að þú sért frammmmsóknarmaður???
itg (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:14
Held að Ingibjörg Sólrún ætti að sleppa pólitíkinni. Hún hlýtur að fá eitthvað að gera hjá Baug
Guðrún Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.