Ég er í framboði

Ákvað í gær að gefa kost á mér í 3-5 sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Gerði það eftir að ég frétti að engin af forystufólki í Mosfellsbæ ætlaði að taka þátt í prófkjöri flokksins. Með þessu vil ég leggja mitt á vogarskálarnar að hægt sé að velja úr fjölbreytilegum hópi frambjóðenda.

En kæri lesandi, ég þurfti að taka mig á við að skrifa titilinn. Vildi fyrst hafa hann; "Gefur kost á sér í prófkjöri". En áttaði mig svo á því að útilokað væri annað en nota fyrstu persónu fornafnið "ég". Nú er ákvörðunin tekin og ég sæki fram með herlúðrum og trumbuslætti.

Stjórnmál eru leiðir fólks til að vera mótandi um eigið líf og umhverfi. Þau hafa verið mér ástríða um langt skeið. Var róttækur Framsóknarmaður til tólf ára aldurs, en reyndi síðar að vera menningarviti og Alþýðubandalagsmaður, en fann ekki reiðina.

Upp úr tvítugu sá ég að fjölbreytileiki í viðhorfum innan flokks er styrkleiki en ekki veikleiki. Að nauðsynlegt væri að fólk sem stendur fyrir félagslegar og lýðræðislegar áherslur myndi öfluga heild. Fyrsti boðberi slíkra viðhorfa var Þjóðvaki og var ég þar á lista.

Kjarni þess sem ég vil setja í forgang er að skilgreina bestu leiðir til að endurskoða lífstíl okkar svo að hann ógni ekki heilsu og náttúru. Hvernig við innleiðum ríkulegt samfélag velsældar án óhófs og skilum lífvænlegum auðlindum til komandi kynslóða.

Það eru spennandi tímar framundan. Í landinu er nóg af flestum veraldlegum gæðum, sem fást fyrir peninga. Stokka þarf spilin upp undir merkjum jafnaðarstefnu, þar sem innleitt er vægi manngildis og sköpunar í stað neysluhyggju og sóunar.

Menntun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Óska þér velfarnaðar og árangurs í prókjörinu, pólitíkinni almennt og í lífinu. Mikilvægasta yfirlýsing Samfylkingarinnar nú fyrir kosningar, er að flokkurinn fari einungis í samtarf við félagahyggjuflokk(a) eftir kosningar. Ekki í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.2.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gangi þér vel

Óskar Þorkelsson, 28.2.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gangi þér vel í pólitík eins og á fjöllum. en Samfylkingin verður að átta sig á að ef hún kemur ekki með tilögur í málum heimila og fyrirtækja þá gæti myndast meirihluti fyrir tilögum Framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimilanna og fyrirtækjanna í landin´.

Það er trúlegt að það komi frumvörp um þessar tilögur frá Framsókn og ég heyra og sé að Bjarni Ben Sj tekur undir þær hvað gerist ef þessir flokkar koma heimilin og fyrirtækin til hjálpar hugsi það.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.2.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott hjá þér.  Þú átt erindi. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

gangi þér virkilega vel

Bjarni Harðarson, 28.2.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Gangi þér allt í haginn Gulli í baráttunni. HUgsanlega mun lærisveinum Kristins Kristmundssonar fjölga á þingi ef allt gengur eftir, en Sigurður Ingi félagi okkar er í baráttunni fyrir þingsæti á lista framsóknar, og Bjarni Harðar er ekkert að gefa eftir.

Ólafur Björnsson, 28.2.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Ólafur Björnsson

 

Ólafur Björnsson, 28.2.2009 kl. 22:01

8 identicon

Gangi þér vel.  Flokkurinn missir þó mitt atkvæði við að vita að ISG snýr aftur.  Ég kaus flokkinn fyrir Jóhönnu og Össur og sætti mig þeirra vegna við ISG.  En ekki lengur.  Alls ekki.

Lísa (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 23:45

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég get tekið undir með Lísu..

Óskar Þorkelsson, 1.3.2009 kl. 00:03

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk, takk fyrir góðar óskir. Þetta er strax orðin áhugaverð reynsla. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.3.2009 kl. 03:02

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Gangi þér vel Gulli, ég held að þingið geti lítið annað en lagast við að fá þig þig hópinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband