Kjósum ríkisstjórn

Mikilvægt er fyrir kjósendur að vita hvaða ríkisstjórnarsamstarf er verið að velja þegar krossað er við listabókstaf í kjörklefanum. Telja má víst að um 70% kjósenda vilji sjá ríkisstjórn með félagslegar og lýðræðislegar áherslur leiða endurreisnarstarfið.

Það væri mikil gæfa fyrir Ísland að sú hefð næðist að ef Samfylking og Vinstri grænir ná góðri kosningu að þá myndi þeir ríkisstjórn. Það er staðreynd að ekki tókst að sameina allt félagshyggjufólk undir einu merki en staðan bíður upp á spennandi tækifæri.

Systurflokkarnir tveir myndu stilla upp mismunandi málefnum. Kjósandinn ætti því val um tvo flokka, sem væru ákveðnir að vinna saman í ríkisstjórn. Til að auka vald kjósandans enn meira myndu listarnir báðir bjóða upp á persónukjör.

Þetta gæti gefið af sér vissa festu og jafnframt fjölbreytileika. Það er mikilvægt að mynda sterka félagshyggjustjórn tveggja flokka eftir kosningar, þar sem ríkir andi gróskumikillar endurnýjunar í áhöfninni.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við skulum ekki útlioka Borgarahreyfinguna og L-listann að svo stöddu. Áhugavert verður að sjá stefnuskrá þeirra er hún verður birt.

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég get fyrir mína parta alveg útilokað L-listann, vegna forystu hans. Ég meina, Bjarni Harðar?

Svala Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Bjarni fór vissulega illa af ráði sínu á þingmannstíma sínum. Ég vona einna helst að flokkurinn komi sterkur fram til að auka fjölbreytni í íslensku stjórnmálalífi sem er fullt dauft nú um stundir. 

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þessir flokkar þurfa að vera þverpólitískir og því einungis að taka á stjórnlagaþingi, kosningalögum og lýðræðisumbótum/byltingu kerfisins.

Flokksveldið þarf ÚT! Það þarf aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Til fjandans með þetta gjörspillta og rotnaða kerfis sem Íslendingar búa við.

Ég gæti upp á eigin spýtur hrist betra kerfi fram úr erminni á innan við viku, hvað þá í hópi nokkurra tuga einstaklinga sem endurhanna grunninn sem Ísland byggir á?

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ef þessir flokkar sem mynd núverandi minnihlutastjórn ætla að vinna saman að kosningum loknum. Ja þá verða þeir að kúvenda stefnu sinni  til að mynda í ESB málum. Það getur enginn kosið þá nema að þetta stóra mál sé fengið á hreinnt  fyrir kosningar. Annars kemur nú voða lítið frá þessum flokkum í dag annað en innihaldlaust kosninga BLAÐUR

Gylfi Björgvinsson, 4.3.2009 kl. 20:47

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þegar Samfylkingin var stofnuð þá var draumurinn að þangað færu vinstri menn en Steingrímur Hjörleifur og fleiri sem töldu sig ómissandi vildu fara sér.

Það var einu sinni kosningabandalag sem kallað var hræðslubandalagið  og ég held að það sé að vissu leiti nú verið að hræða fólk frá nýju framboðunum og Framsókn.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þér er ekki alvara Gunnlaugur, er það nokkuð? Með kosningabandalagi Samfylkingar og VG eru flokkarnir að taka hvorn annan í gíslingu í ýmsum málum sem ekki er samstaða um. Hvað með ESB? Eiga ekki kjósendur að vita fyrirfram hvaða leið verður farinn; að vera eða vera ekki í ESB eða á kannski að semja um það seinna? Hvað með álver, verða þau inni eða úti eða á eftir að semja um þau eftir kosningar?

Benedikt Halldórsson, 4.3.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég var svo fúll síðast að sjá Samfylkinguna fara með auðvaldinu undir sængina. Að snúa frá hinni opnu og lýðræðislegu samræðupólitík sem hafði verið boðuð. Að fá fregnir af því að samband formannana væri mjög náið var ekki nægjanlegt fyrir mig.

Það virðast andstæður í ESB málinu. Félagslega og lýðræðislega sinnað fólk sem er hlynnt samvinnu meðal frændþjóða og ríkja í Evrópu kýs Samfylkinguna svo einfalt er það. Verst er að búa við það að smáflokkar geti haldið borgarstjórn eða landstjórn í gíslingu og sett samstarfsaðilanumafarkosti.

Við eigum að kjósa okkur ríkisstjórn. Það er auðvitað einstakt tækifæri að hægt verði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Við þurfum vinstri stjórn til að hreinsa upp messið eftir frjálshyggjuna. Það er æskilegt að hún sé sterk og því gott ef að flokkarnir tveir næðu meirihluta.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.3.2009 kl. 23:12

9 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það gengur ekki að flokkar með svo ólík stefnumál nái saman í ríkisstjórn til lengri tíma litið. VG eru alltof neikvæð á hugmyndir í atvinnumálum til þess að SF geti enst með þeim lengi. Þá sundrar ESB þeim þeim einnig.

Ólafur Björnsson, 4.3.2009 kl. 23:13

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þessi nýju "framboð" verða hvorki fugl né fiskur í þessum kosningum. Bjarni Harðar bjargar þjóðinni frá L listanum og yfirlýsing málpípu Borgara eitthvað lýsti því yfir í fyrstu setningu í viðtali í Kastljósi að í þeirra hópi væri enginn sammála um nokkurn hlut.

Fyrir þá sem vilja vinstri stjórn er valið einfalt. Þeir sem vilja verða nýlenda kjósi Samfylkinguna. Þeir sem vilja halda sjálfstæði sínu kjósa Vinstri hreyfinguna Grænt framboð.

Svo verðum við bara að vona að Græna hlið Samfylkingarinnar þ.e. Mörður, Steinunn Valdís, Þórunn og ef til vill einn enn skynji sinn vitjunartíma og leggist á sveif með VG eftir kosningar. Þá er komin vinstri stjórn.

Þórbergur Torfason, 4.3.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Rúnar og María

VG neikvæð á hugmyndir í atvinnumálum? Hvaða helvítis hálfvitagangur er þetta eiginlega? Andskoti er ég orðinn þreyttur á þessari hægriaumingjavitleysu. Þið eruð nú meiri kjánarnir að láta segja ykkur svona þvælu.

Það er undir einstaklingum, hópum og félagasamtökum að reka fyrirtæki. Ríkið er með ákveðna þjónustu og svo stendur fólk í viðskiptum sama hver í fjandanum situr í ríkisstjórn. Hvaða ræflar þurfa leyfi sjálfstæðismanna, VG eða annarra fyrir því að reka fyrirtæki?

Þetta er nú meiri andskotans þvælan. Ekkert smá frábært hversu sjallinn stóð að fyrirtækjaumhverfinu! Allir á hausnum. Hvernig í andskotanum getið þið talið ykkur trú um að "VG er með lamaðar hugmyndir í atvinnumálum" þegar þeir vilja jafna skeiðvöllinn þar sem samkeppnin fer fram. Finnst ykkur þið ekki geta neitt án stuðnings eða ívilnunar stjórnvalda. Þurfið þið spillingu til að þrífast.

Þetta er meira aumingjatalið.

Einn pirraður..

Rúnar og María, 5.3.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband