Viltu hringja í mig?

Old%20TelephoneNetkosning í prófkjöri Samfylkingarinnar byrjaði á miðnætti og líkur kosningu á laugardag. Flokksfélagar og stuðningsmenn verða fyrir miklu áreiti. SMS sendingar, tölvupóstar og hringingar frambjóðenda. Ákveðið var að hafa auglýsingabann, fundi með frambjóðendum og miðlæga dreifingu kynnigarefnis. Þátttaka í þessu prófkjöri hefur verið mjög ánægjuleg. Það er gaman að sjá hópinn slípast til og kynna sig með sterkari hætti með hverjum fundi.

En ég fer eftir mottóinu "komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig". Af þeim sökum fer ég ekki fram með persónulegar hringingar eða smölun. Hinsvegar er öllum velkomið að hafa samband við mig. Ég hef haft mjög gaman af að ræða við fólk á fundunum. En persónulega vildi ég ekki vera í sporum skráðra félaga í flokknum og fá hringingar frá fimmtán frambjóðendum á nokkrum dögum. Enda skilst mér að kvörtunum rigni yfir flokksskrifstofuna. 

En ég er til staðar og oftast viðræðugóður, finnst jafn mikilvægt að heyra skoðanir annarra eins og að eiga möguleika á að tjá mínar, síminn er 699-6684.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góður vinkill hjá þér.  Ég fer alveg í baklás ef einhver hringir svona heim og vil alls ekki styðja viðkomandi. 

Anna Einarsdóttir, 16.3.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, það er æskilegt að fólk tali saman, en ég get ekki hugsað mér að leggja til atlögu við fleiri þúsund manna félagaskrá með það erindi að ég sé manna verðugastur í toppsæti. Það er góð hugmynd að kjósandinn geti ekki raðað fólki á lista fyrr en að tölva hefur staðfest að viðkomandi sé búin að opna kynningarefni frá öllum frambjóðendum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.3.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband