Um 70% hlynnt persónukjöri

Það er ótækt að láta Sjálfstæðisflokk stöðva möguleika á persónukjöri við komandi kosningar. Þörf er að halda hinum flokkunum við efnið. Nú er stór hluti þingmanna sannfærður um að prófkjörin séu búin að skila þeim í örugg skjól. Það er því lítill hvati fyrir þá að tryggja kröfunni um persónukjör framgang inn á Alþingi. Því er nauðsynlegt að kjósendur sýni áfram vilja sinn í þessu máli. 

Hér til hliðar er búin að vera skoðanakönnun í tvær vikur og sýnir hún að 70% prósent þátttakenda eru hlynntir persónukjöri við þingkosningar 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf ert þú jafn ólýðræðislegur í hugsun. Flokkur á að bjóða fram þann lista sem hann telur bestan og svo geta kjósendur valið og hafnað. Það kerfi sem við búum við núna - stór kjördæmi og margir þingmenn - er algerlega búið að rugla dómgreind ykkar sem ekki eruð sterkir á svellinu. Einfaldast og best er að hafa einmenningskjördæmi. Þá er valið afdráttarlaust. Fólk kýs það sem það vill og uppsker samkvæmt því. Það persónukjör sem þú mærir af slíkum einfeldningshætti þjónar aðeins þeim sem hafa komið sér upp öflugum kosningamaskínum, sbr. Björn Ingi með kókið og pulsuna.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú ert á mörkum þess að kunna mannasiði, en ert komin það langt í árum að ég treysti mér ekki í uppeldisstörf. 

Persónukjör færir aukið vald til kjósenda, það er ljóst. Ykkur Sjálfstæðismönnum finnst lýðræði "alltaf" vera "einfeldningsháttur" og viljið frekar klappa og dilla ykkur yfir hrokafullum nýnasistum á samkomum safnaðarins.

Hef velt fyrir mér kostum einmenningskjördæma í færslu hér á síðunni minni. Það er einkum afgerandi niðurstaða varðandi ríkisstjórn. Í núverandi fyrirkomulagi er persónukjör stærstu umbæturnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.4.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Á mörkum þess að kunna mannasiði???? Var það svona framkoma í garð grandalausra viðmælenda sem fældi burt suðningsmenn þína í prófkjörinu?

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 08:27

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"Alltaf ert þú jafna ólýðræðislegur í hugsun" - "búið að rugla dómgreind ykkar sem ekki eruð sterkir á svellinu" - "persónukjör sem þú mærir af slíkum einfeldningshætti". Þetta eru allt setningar sem mér finnst bera vott um skort á mannasiðum frá manni sem ég þekki ekki neitt. En ef þetta er þinn hússiður þá ætla ég ekki í neitt uppeldi með það. Finnst í þessu rætin tónn sem að spillir fyrir þér ef þú ætlaðir að vera með eitthvað málefnalegt innlegg. Annars óska ég þér alls hins besta og megirðu njóta dagsins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.4.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband